Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Máttur orkunnar

 

23. febrúar 2016

Við höfum hvert og eitt mikinn styrk og orku til að skapa eigin innri og ytri raunveruleika. Með því innra, sköpum við hið ytra, aðstæður og umhverfi og það virðist sem konur hafi verið og séu á einhvern hátt meðvitaðar um þetta og hafi notað mátt sinn í gegnum tíðina (karlar hafa líka verið konur í öðrum jarðvistum).

Konur hafa í gegnum aldanna rás stutt karlana í því sem þeir eru að gera með því einu að ljá þeim orkuna sína til viðbótar við þá orku sem þeir hafa. Þannig tvíeflist það sem áhugi þeirra og atorka beinist að, í veiðmennsku og jafnvel stríði. Af hverju ætli það sé þannig hugsaði ég og varð þá hugsað til draums sem mig dreymdi fyrir nokkrum mánuðum.

Reyndar var þessi draumur fyrri lífa minninga draumur, en í draumnum var ég kona og þessi kona sem var ég í öðru lífi átti mann og börn (í draumnum vissi ég að hann var maðurinn minn). Ég var meðvituð um að hann ásamt fleirum fór í einhvers konar sauðnautasmölun og ég fann hvernig ég studdi hann allan tímann orkulega í smalamennskunni án þess að vera á staðnum.

Ég fann hvernig ég notaði innsæið til þess að vera meðvituð um það hvernig gengi í smalamennskunni og hvar mennirnir væru staddir á hverjum tíma. Ég sá hvað var að gerast, vegna þess að ég fylgdist með í fjarlægð með innri sjón og var tilbúin að grípa inni í með orkumætti mínum ef á þyrfti að halda. Í gegnum innri sjón sá ég að sauðnautahjörðin skynjaði að hún var að verða innikróuð í landslagi sem var eins og skeifa í laginu. Það varð til þess að hjörðin sneri til baka og stefndi í átt að mönnunum. Þegar ég sá í hvað stefndi þá blandaði ég mér inn í atburðarásina með orkulegu inngripi. Hjörðin stefndi á mennina og það var upp á líf og dauða að stoppa hana áður en hún hlypi á og yfir mennina. Það þurfti að stoppa hana með öllum ráðum og þannig uppgötvaði ég hverskonar yfirnáttúrulegir kraftar lágu í bakgrunninum til þess að stoppa hjörðina af og tvístra henni þannig að hún hlypi framhjá eða sneri við aftur inn í skeifu byrgið. Það tókst að lokum að snúa hjörðinni við og til þess þurftu allir sem að þessu komu að leggja sig alla fram bæði líkamlega og orkulega.

 

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband