Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Haldið í vonina

Aurora miðlað af Karen Downing

2. desember 2011

Það er margt sem er að gerast núna og þið eruð farin að sjá breytingarnar gerast allt í kringum ykkur. Sumar þessara breytinga eru á orkusviðunum, en aðrar eru miklu augljósari. Þetta er merki um að mörg ykkar eruð að fara út úr biðstofunni og inn hina nýju orku sem umlykur ykkur. Hún gæti verið framandi ennþá, en það eru æ fleiri hlutar að koma í ljós.

Til þess að finna leiðina ykkar, reynið þá að muna eftir þeirri von sem þið höfðuð sem börn, um að morgundagurinn yrði bjartari, von um að það yrði kraftaverk í lífi ykkar. Sumir halda að vonin leiði til vonbrigða, en það er bara þannig ef þið trúið því. Þið búið til kraftaverk allt í kringum ykkur þegar þið haldið í vonina, þið verðið í miðju þess heims sem þið skapið.  Heims sem er ekki háður ótta og skoðunum annarra, heldur sá heimur sem þið skapið í þessari nýja orku.

Þið þurfið bara að kveikja á sjónvarpinu til þess að fá það staðfest að hlutirnir eru að breytast. Gömlu leyndarmálin eru að koma í ljós, breytingar á krafti virkninnar sem er á bak við tjöldin og gömlu pólitísku kerfin sem eru að hrynja. Niðurrif þessara ytri valda formgerða er spegil á því sem er verið að rífa niður hið innra þar sem margar sálir gefa orkuna sína til ytri aðstæðna eða kringumstæðna. Ímyndið ykkur ef þið hafið kennt öðrum um vandamál ykkar allt ykkar líf. Það er aldeilis góð leið til þess að forðast að takast á við ykkar eigin orku, og líka til þess að forðast að eigna ykkur heiðurinn að því sem þið hafið sjálf skapað. Þessi orkuvirkni verður ekki lengur studd af jörðinni og þetta er ástæðan fyrir því hversu margt er að koma upp á yfirborðið núna og í náinni framtíð.

Við þessa orkubreytingu, getið þið séð að það er að verða andlegt gegnsæi. Andlegt gagnsæi snýst um að vera fær um að sjá hvernig orka sálar endurspeglar fyrirætlanir þeirra. Á árum áður voru fyrirætlanir margra sálna á jörðinni í ósamræmi við það sem þær aðhöfðust. Nú mun orka sérhverrar sálar og árusvið birta fyrirætlanir þeirra. Á endanum, mun enginn verða fær um að fela neitt fyrir öðrum. Allar sálir sem hafa tekið þátt í hinu gamla gangvirki ótta, græðgi og fórnarlambshætti munu verða „kallaðar á teppið“ til þess að takast á við það sem þær hafa verið á flótta undan svo lengi.

Þar sem þið hafið orðið vitni að því sem er að gerast í kringum ykkur á þessum síðustu mánuðum ársins 2011, gefið ykkur þá tíma til þess að hlusta á hvað innsæið er að segja ykkur. Spyrja spurninga sem geta hjálpað ykkur við að efla styrk vonar ykkar, spurninga sem munu aðstoða ykkur við að halda áfram að losa ykkur við gömlu mynstrin í lífi ykkar. Eru einhverjar skoðanir sem þið hafið byggðar á neikvæðri sjálfsmynd? Eruð þið að halda í hluti í lífi ykkar vegna ótta, hroka, græðgi? Eruð þið að leggja allt ykkar traust í að byggja veröld ykkar upp á nýtt?

Það eru svör sem munu koma á eftir þessum spurningum, og þessi svör gætu verið lykillinn að því að opna fyrir hinni nýju sköpunar aðgerð. Það er frábært að nota tækifærið á meðan Merkúr er í baksnúningi (24. nóvember – 14. desember), þá er tækifæri til þess að endurskoða allt í kringum ykkur. Með hinni nýju orku sem er að koma til jarðarinnar munu koma ný úrræði og nýjar leiðir munu opnast, verið viss um að þið séuð reiðubúin að taka fullan þátt í þessu með því að losa ykkur við öll úrelt viðhorf úr fortíðinni. Notið von ykkar og traust á ykkur sjálf og það andlega, til þess að fullvissa ykkur um að þið getið dregið allt sem þið þarfnist inn í líf ykkar og miklu meira en það.  

Það verður mikilvægara að halda í vonina og finna styrkinn sinn aftur þegar það er svona margt í gangi. Sú von mun leiða ykkur þangað sem þið þurfið að vera. Það er von í miðri nýsköpuninni, endurnýjuninni og byltingunni. Það er vonarfræið fyrir möguleika tréð.  Finndu það fræ innra með þér, og láttu gömlu mynstrin hverfa alveg eins og þessi nýja orka hreinsar jörðina. Svo lengi sem það er von í lífi þínu, þá er líf þitt bundið alsnægtum.

Love, Aurora

 

 

Efst á síðu

Aurora

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur