Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meistararnir

 

Þeir sem eru kallaðir meistarar eru sálir sem lifðu á jörðinni í líkama og tókust á við lífið með sama hætti og við erum að takast á við það í dag. Þeir hafa unnið sig í gegnum flestar hindranir sínar og tekist að mestu leiti á við karma sem þeir höfðu skapað sér í jarðlífinu og því er talað um að þeir séu uppljómaðir og þurfi ekki lengur að fæðast á jörðinni. Uppljómun felst þó fyrst og fremst í því að sjá smám saman í gegnum þann blekkingaheim sem jarðlífið er og þess vegna er talað um uppljómun.

Uppljómaðir meistarar vinna í hærri vídd en við sem eru í jarðlífinu og einnig þeir sem hafa farið heim. Fólk sem er á milli lífa getur ekki farið á sama stað og meistararnir í andlega heiminum. Uppljómaðir meistarar birta sig í einhvers konar líkama þegar þeir sýna sig í andanum og þeir geta hjálpað okkur á leiðinni okkar þar sem við erum að takast á við verkefni jarðlífsins og einnig þegar við erum á milli lífa. Það eru til ótal meistarar margir eru óþekktir, en aðra þekkjum við með nöfnum s.s. Maitreya, St. Germain, Lady Nada, Quan Yin, María Magdalena, María mey, Hillarion, Jesú, Búdda, Lord Lanto, Lady Venus, Ashtar, Maha Cohan, White Eagle, Kumara, El Morya, Djwhal Khul, Serapis Bay, Portia og fleiri.

Meistararnir ásamt fjölda ljósbræðra og systra er að vinna að því að hjálpa jörðinni og mannkyninu að hækka orkutíðnina hérna á jörðinni.

Tíðni jarðarinnar og þeirra sem þar búa er að hækka upp í fimmtu vídd, í þeirri vídd verður allt miklu gegnsærra og fólk á mjög erfitt með að fela fyrirætlanir sínar fyrir öðrum þar sem það sést í orkunni. Fólk vaknar til vitundar um að það vill ekki lengur láta segja sér hlutina heldur finna hvað er þeim fyrir bestu, vera sínir eigin meistarar. Fjarskipti verða miklu auðveldari og jafnframt verðum við meðvitaðri um hugform og tilfinningar og svo margt annað í orkunni. Á meðan við erum að hækka í orkutíðni frá þriðju til fimmtu víddar þá erum við stöðugt að sveiflast á milli þessara vídda. Við getum sveiflast í þriðju, fjórðu og fimmtu vídd sama daginn.

Allt mannfólk eru sálir sem eru komnar af hinum guðlega neista, af hinum sama kjarna þannig að í raun erum við öll eitt, ein vitund og hvert og eitt okkar er í raun meistari. Þó að fólk komi inn í þetta jarðlíf með mismunandi áætlanir og sumir séu meðvitaðir guðskjarnann eða meistarann innra með sér og sækist eftir að finna þá tengingu þá eru aðrir á sinni leið í efnisheiminum og eru ánægðir með það. Það getur engin sagt um það hvort sálin sem lifir einungis í því efnislega eða sú sál sem er að leitast við að finna tengingu við guðsneistann sé komin lengra í þroskaferlinu.

Það eru til margar myndir af meisturum en þær eru eins og sá sem málar eða teiknar þær sér þá fyrir sér. Þó að myndir af þeim séu ekki fullkomnar þá er hægt að nota þær ásamt nöfnunum þeirra til að tengja sig við þá ef maður vill finna orkuna þeirra.

 

Efst á siðu

Kennsla Maitreya

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur