Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfundur síðunnar

 

Upphaflega var þessi vefsíða stofnuð af mér til þess að koma fram með efni sem mér finnst vera afskaplega áhugaverð fræðsla og lífsspeki sem getur hjálpað mörgum og þarf að ná til sem flestra sem áhuga hafa. Viska og boðskapur þessi er komin frá alheimskennaranum Maitreya sem er andleg vera sem hefur miðlað í gegnum miðilinn Margaret McElory. Boðskapur Maitreya er aðgengilegur á íslensku á þessari síðu fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa hann. Boðskapurinn hefur staðið óhreyfður allan tímann sem síðan hefur verið í loftinu eða frá árinu 2006. Aftur á móti hafa aðrir hlutar síðunnar þróast og breyst með tímanum eins og ég. Breytingarnar verða á síðunni vegna þess að ég er í stöðugu breytingaferli og það sem mér finnst vera mikill sannleikur einn daginn getur orðið að minni sannleika næsta dag.

Næmni mín á orku hefur fylgt mér alla tíð, strax sem barn elskaði ég að dvelja löngum stundum úti að dunda mér, en uppáhalds staðurinn var þó við sjóinn. Ég sótti mjög mikið að sjónum en hafði auðvitað enga hugmynd um það á þeim tíma að ég væri að endurhlaða orkuna mína. Ég hef haldið tenginguna við náttúruna alveg fram á þennan dag og finnst enn að það gefi mér gott jafnvægi og hleðslu að fara út í langar göngur.

Eftir að ég fór á fyrsta námskeiðið mitt tengt andlegum málum varð ég óstöðvandi en það sem mér þykir þó alltaf vænst um er að hafa lært að leiða fólk inn í fyrri lífa og innra barns upplifanir, enda hefur það verið mitt stærsta heilunarferli að fá fólk til mín sem speglar mín eigin sár. Ég lærði fyrri lífa heilun, heilun innra barnsins, heilun karl - og kvenorkunnar, heilun særða trúaða barnsins og fleira hjá Nicholas Demetry. Síðar lærði ég orkuheilun hjá Karina Becker. Þá hef ég verið með opnar hugleiðslur með erkienglunum í fjölda ára auk þess að hafa leitt fólk inn í djúpslökun inn í undirvitundina í heilun og í hópheilun á námskeiðum. Ég er einnig blómadropa þerapisti og hef notað ilmkjarnaolíur og önnur hjálpartæki svo sem, spil, kristalla, steina og aura-soma hvort sem er á námskeiðum eða í heilun.

Ég er auk þess meðvituð um að mörg þeirra hegðunarmynstra sem við erum í eru lífeðlisfræðileg þar sem tenging taugafruma verður til vegna endurtekninga, en við erum ekki bara líkaminn heldur hefur orkan líka áhrif. Ég trúi því að við séum skaparar eigin lífs og höfum valið að fara í gegnum ákveðin lærdóm og þroska með öðrum sálum í jarðvist. Átökin í lífinu er á milli ótta og ástar, persónu og sálar, sálin er eilíf og veit að allt hefur sinn tilgang en persónan eða egóið/hugurinn heldur í óttann og vill að við höldum okkur innan þægindarammans. Það er vilji sálarinnar að takast á við allt sem við óttumst því það gefur okkur meira frelsi. Því minna sem við óttumst því meira frelsi.

Þar sem ég veit að ég er ekki bara þessi líkami og það nafn sem ég ber í dag þá hef ég fengið að vita að sálarnafnið mitt er Mah-ree-ZEE sem þýðir “að sjá með berum augum.” Þegar ég heyrði hvað sálarnafnið mitt þýddi þá skildi ég svo margt og þá m.a. af hverju ég var alltaf meðvituð um þá blekkingu sem jarðlífið er. Ég kem úr sálnafjölskyldu sem kallast "Vitund ljóssins" hlutverk þeirra sálna er að hjálpa til við að hækka tíðnina á jörðinni og fleiri staða í alheiminum.

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is