Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Ást er það eina sem er raunverulegt

 

Þú ert ást, þú ert tær kjarni, hrein vitund, hreinn guðdómur sem tjáir sig í gegnum líkama. ~ "Anita Moorjani"

Hver einasta sál er ást. Lesa meira......

Þú ert hrein og tær viska, hrein vitund, hreinn kjarni ástar, ekkert og engin er eins og þú.

Allt í alheiminum samanstendur af orkum sem myndast í mismunandi tíðni. Allt sem er upplifað og skapað í þessu lífi er tilkomið vegna lögmáls aðdráttaraflsins.

✨Fyrri lífa meðferð – í gegnum djúpslökun      
Söguþráður sálarinnar spannar margar jarðvistir í mörgum líkömum.
Í þessari meðferð ferð þú inn í djúpt vitundarástand með hjálp dáleiðslu eða djúpslökunar og tengist minningum fyrri lífa, millilífa – eða framtíðar líf.

Leyfðu sálinni þinni að segja söguna þína.

Þú færð tækifæri til að skoða:
– Hvers vegna ákveðnar tengingar kalla á þig
– Hvar þú ert að endurtaka mynstur, upplifa óútskýrðan ótta eða þráhyggju
– Hæfileika og styrk sem þú hefur borið með þér líf eftir líf

Þegar þú heilar fortíðina, losnar gömul hamlandi orka – ekki aðeins fyrir þig, heldur einnig fyrir þá sem hafa verið þér samferða í þessu lífi eða öðrum lífum.
Þetta er djúp, mjúk og umbreytandi meðferð sem opnar dyr að víðari skilningi á því hver þú ert.

Andleg leiðsögn • Heilun • Fyrri líf • Innra barnið
Jónína Gunnarsdóttir – Viska og gleði
�� Staðsetning: Mosfellsbær
�� Skráning og tímapantanir: joninath@viskaoggledi.is
eða skilaboð á Facebook viska og gleði


Efst á síðu

Ýmislegt



 

Síðast uppfært 5. apríl 2025

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is

 

 

 


 

 

Höfunar
tilfinningin

 

Miðlað efni
Maitreya



Eitt og annað

 


Viska og gleði á

 

 
Seltjarnarnes Sólarlag Þingvellir Þingvallavatn Gullfoss Lyngrós Gyðjurnar í sandinum Bláber Sálarkraftur Þingvellir