Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Algjört traust


Aurora/sister miðlað af Karen Downing

11. apríl 2011

Eitt erfiðasta verkefnið á leiðinni til vitundar vakningar er að treysta algjörlega. Það er svo oft sem egóið vill stíga inn og koma með ástæður fyrir því að vantreysta eigin innsæi og leiðsögn, eða gera lítið úr þeim skilaboðum sem þið fáið.

Þegar þú ert að glíma við að taka ákvörðun í lífinu, þá er mjög mikilvægt að læra að treysta smám saman á eigið innsæi. Já, það er gott að fara og fá spádóm þegar þú ert í vafa um eitthvað, eða vantar staðfestingu á því sem þú ert að takast á við, en á endanum muntu vera á þeim tímapunkti að þú verður eigin meistari og þá þarftu að treysta á því sem kemur í gegnum þig.

Allir hafa getu til að nýta innsæið og hlusta á eigin leiðsögn, en af ​​ýmsum ástæðum og vegna fyrri líf orku, þá óttast sumir og efast um sjálfa sig í þessu ferli. Algjört traust er um að sleppa, og taka það ekki inn aftur. Það er eins og sleppa fugli á flug, láta hann fara og treystu því að hann viti hvað er honum fyrir bestu. Raunin er þó sú að flestir eru áhyggjufullir og kvíðnir þegar þeir telja sig hafa látið eitthvað fara.

Til þess að læra um traust, verður þú að vera tilbúnir að sleppa jafnvel áður en þú telur að þú sért tilbúinn til þess. Það er ástæðan fyrir því að það er góð æfing í að treysta að biðja um hjálp frá því andlega, bæði í stóru og smáu. Þegar þú ferð að sjá þess merki að þetta sé að virka fyrir þig í litlu mæli, þá verður auðveldara fyrir egóið að leyfa stærri hlutum að þróast án þess að vera með afskipti.

Þessi truflun eru áhyggjur, það er orka sem er ekki notuð til þess að skapa lausnir, heldur snýst það um "hvað-ef" og hugsanleg vandamál. Minntu þig á það ef þú hefur áhyggjur í  smá stund, ef þú efast eða óttast, að lausnin sé nú þegar til staðar, að þú sért einfaldlega að vinna að því að færa hana úr andlega sviðinu inn í það efnislega.

Hlutirnir eru ekki alltaf eins og þeir sýnast í efnisheiminum, en það er þarna sem egóið leitar að sönnunargöngum (eða skorti á þeim). Algjört traust er nauðsynlegt til þess að eignast það líf og veröld sem þig hefur alltaf dreymt um, og þetta á við um alla. Bara að blanda saman smá stjörnufræði leiðsögn og smávegis af uppleystum karma lexíum og heimurinn verður að stað sem orðin að sannri spegilmynd æðra sjálfsins.

Til þess að komast á þann stað, verður þú að horfa inn á við, til þess að sjá hvort það er eitthvað í lífi þínu sem þú átt í vandræðum með að meðtaka. Er það í samböndum? Peningum? Fjölskyldu? Heilsu? Starfsferli? Hvaða svæði lífsins eru það sem reynast þér erfið, reyndu að horfa á það eins og þú sért að leyfa sjálfum þér að læra / prófa og þroskast.
 
Ef þér finnst erfitt að breyta um starf, reyndu þá að skoða aðstæður í núverandi starfi þínu sem þú vilt ekki lengur. Snúðu þessum óæskilegu eiginleikum upp í lista með kröfum um nýjar starfs aðstæður sem henta þér. Einnig munt þú þurfa ákveðin aðskilnað til þess að sjá núverandi ástand á hlutlausan hátt til þess að viðurkenna að þú sért að taka þátt í drama sem er að halda þér í tengslum við það sem þú vilt losna út úr.

Merkúr í baksnúningi (30. mars-23 apríl) er dásamlegur tími til þess að losa sig við orku sem er í tengslum við það sem þú vilt losna við. Hvað sem þetta kann að vera, nýttu þennan tíma í smá vorhreingerningu, skipuleggðu tölvupóstinn, tættu gamla pappíra eða hvað sem til þarf til að hreinsa upp gömlu orkuna. Þegar Merkúr fer síðan áfram, munt þú verða tilbúin að takast á við ný tækifæri sem fara að koma á þann hátt sem passa þér.

Ef þú finnur til þyngsla í maganum, eða ótta við að heyra um ný tækifæri, mundu þá að þau eru bara það sem þú gerir úr þeim.

Svo framarlega sem þú hefur algjört traust á sjálfum/sjálfri þér og hinu andlega, þá verður þú auðveldlega fær um að losa þig við þá hluti sem þjóna þér ekki lengur, og fara inn á svið þar sem hið nýja er sönn spegilmynd af guðdómi þínum.

Á jörðinni er oft sagt, "Trúðu og þú munt fá." Þetta er alveg satt, með því að trúa á þig sjálfa/sjálfan, samband þitt við hið guðlega og hafa algjört traust, þá munt þú vissulega fá allt sem bíður eftir þér í andlega heiminum. Það er nú þegar til í orku heiminum, og með því að hafa trú, þá ertu að rétta upp hendi og segja við hið andlega: "Ég er tilbúinn að sjá þessar gjafir lífs míns efnisgerist.“

Love, Aurora


Fleiri bréf frá Aurora

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur