Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Tjöldin falla

 

Aurora miðlað af Karen Downing

7. apríl 2012

Margir hafa verið að bíða eftir þessum tíma, hlutirnir hafa komist á hreyfingu til þess að svipta hulunni af gömlum aðstæðum og mynstrum sem hafa verið hulin í árþúsundir. Á síðustu fimm árum, hefur hvert og eitt ykkar verið að vinna í sjálfu sér til þess að takast á við mynstur aðstæðna, ótta og þjáningar. Mörg þessara mynstra eru komin til vegna þeirrar sameiginlegu orku sem nú er að breytast.

Núna þegar orkan á jörðinni hefur breyst, þá er komið að því að lifa lífinu á nýja hátt. Lífi sem er raunverulega lifað. Þú gætir verið að velta því fyrir þér, hvað þýðir það fyrir mig? Á einstaklings grundvelli þýðir það áframhaldandi sjálfsskoðun. Á sameiginlegum vettvangi muntu byrja að sjá fleiri leyndarmál koma í dagsljósið. Þessi leyndarmál munu hafa áhrif á allt frá stjórnmálum til viðskipta, fjármála, skemmtana, íþrótta og margra annarra þátta lífsins.

Vertu reiðubúin fyrir stórfréttir, þar sem fleira fólk og stofnanir verða dregnar inn í sviðsljósið vegna einhvers sem þau vonuðust til að myndi aldrei verða gert opinbert. Hugsaðu um þetta sem hluta af hreinsunar ferli. Til þess að breyta hlutunum, allt sem hefur verið falið verður að koma upp á yfirborðið. Hvort sem þú ert að fela leyndarmál fyrir sjálfum/sjálfri þér, eða þá að þú hafir orðið vitni að því sem er að koma í ljós, þá er tíminn núna fyrir raunverulegan skilning.

Þessari orku er hrundið af stað vegna þess að Plútó er að fara í baksnúning og það mun hafa áhrif á jörðina frá 10. apríl til 18. september. Ímyndaðu þér að þú hafir búið í leikbrúðusýningu. Í upphafi varstu einungis áhorfandi af sýningunni, óafvitandi að þú værir að taka þátt í henni. En þegar orkan tók að breytast, þá óx vitund þín og þú fékkst þér sæti meðal áhorfenda, þú horfðir á sýninguna allt til enda. Nú mun sjónarhóll þinn enn og aftur breytast og þú munt byrja að sjá fortjaldið falla og þeir sem eru að toga í strengina á brúðunum munu verða sýnilegir.

Þið getið verið viss um að það verða einhverjir sem kvíða því þegar þessar upplýsingar koma í ljós og sumir munu ekki vilja trúa því yfirhöfuð. En, með hverjum deginum sem líður og þegar jörðin heldur áfram inn í framtíðina, þá munu vísbendingar hrannast upp á stöðum þar sem það verður ekki lengur hægt að hunsa þær. Tjaldið er bara að byrja að falla. Það er eins og eitt stykki af fortjaldi mun falla hér og þar og brot fyrir brot af nýrri mynd af lífinu á jörðinni mun koma í ljós.

Endanlegt markmið er að aðstoða mannkynið við að sjá lífið á jörðinni í heild sinni, þar sem allt er sýnilegt. Önnur leið til þess að gefa mynd af þessu ferli, er að það er eins og þú hafir gengið með bundið fyrir augun allt þitt líf, og þú hafir þurft að treysta á einhvern annan til þess að segja þér hvað sé að gerast í kringum þig. Og, það er á þessum tíma sem bandið sem hefur verið fyrir augunum verður fjarlægt og margir munu sjá með eigin augum í fyrsta skipti. Að lokum, enginn mun verða fær um að fela neitt fyrir öðrum einstaklingi, því allir verða færir um að lesa og skynja orkuna, fyrirætlanir og ráðagerð annarra.

Nýttu þér þessa orku núna og farðu inn á við, til þess að gera úttekt á því hvaða skoðun, hugsun eða hugmynd þú gætir hafa verið að fela fyrir sjálfum/sjálfri þér, eða óttast að deila með öðrum. Núna er tækifæri fyrir margar sálir að ljúka lexíum sem þær hafa komið með frá fyrri lífum þar sem þær hafa verið ofsóttar fyrir sannfæringu sína. Og þeim lexíum má ljúka með  því standa með sínum sannleika og tjá hann í sjálfstrausti og kærleika. Svo leyfðu þessum leyndarmálum að koma upp á yfirborðið. Leyfðu mannkyninu að sjá með nýjum augum hvernig á að lifa lífinu frjáls án þess að hafa bundið fyrir augun. Leyfðu fortjaldinu að falla án þess að óttast það sem gæti verið falið á bak við það. Leyfðu þér að vera hin raunverulega/raunverulegi þú.

Ást, Aurora

 

 

Efst á síðu

Aurora

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur