Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 


Sólstöðu orka

 

Aurora/sister miðlað af Karen Downing

14. júní 2011

Það eru tvær yndislegar hliðar á sólstöðum; helmingur jarðarinnar er að upplifa ljósflæði og hinn hlutinn myrkur. Slíkt jafnvægi á milli ljóss og myrkurs eru eitt og hið sama, ekki andstæður, miklu frekar sem helmingur af sömu heild. Það er frábært að minnast þeirrar heimspeki þegar þú skoðar líf þitt. Þú getur ekki þekkt ljós án myrkurs, þú getur ekki þekkt hamingju án sorgar og þegar þú getur farið að sjá að þessi hugtök eru eitt og hið sama, þá ert þú að breyta skilningi þínum úr aðskilnaði yfir í vitundar einingu.

Sólstöður tryggja árstíðirnar, veðurfar, hringrás uppskeru og margt af þeim hlutum sem maður gæti tekið sem sjálfsögðum hlut. Án möndulhalla jarðar, væru engar sólstöður og sólin myndi bara skína á miðbaugnum. Án sólstöðu myndi nyrsti –og syðsti hluti jarðar ekki fá að upplifa falleg sumur eða snjó um vetur og það væri engin greinarmunur á árstíðum.  Án þessa væri hver dagur næstum alveg eins. Hvernig getur þú þekkt kulda án hita, myrkur án ljóss, bleytu án þurrks?

Þegar þú lítur svo á að sólstöðurnar séu táknrænar fyrir lífið, þá getur þú séð hvernig hægt er að ná góðum skilningi á hugtakinu heild með því að upplifa tvo helminga af heild og að lokum að ná því hárfína jafnvægi sem gerir ráð fyrir að báðir helmingar séu upplifaðir samtímis. Þú leggst í dvala yfir vetrarmánuðina, borða harðgerðari matvæli og tekur þér tíma til að leita inn á við. Á sumrin ert þú upptekinn við framkvæmdir og borðar minna en á öðrum árstímum. Getur þú séð þetta yndislega jafnvægi?  Með því að hafa sólstöðurnar þá fær hver manneskja tíma fyrir leiðsögn yfir vetrarmánuðina sem hún kemur með inn í athafnir sumarsins. Tvenna af sömu heild, þegar hún er í jafnvægi, þá býður hún upp á yndislega endursköpun lífsins.

Sólstöðuorkan minnir þig á að koma jafnvægi á þessa tvo helminga í daglegri hringrás. Að taka tíma til þess að hvíla sig og fá leiðsögn og síðan að nota þá leiðsögn til framkvæmda. Þegar þú lítur á þessa tvo póla í lífi þínu, er það þannig að annar tekur yfir hinn? Kannski ert þú að hamast við að framkvæma og gefur þér ekki tíma til þess einungis að vera. Eða ertu að safna saman upplýsingum og leiðbeiningum, en streitist á móti við að koma þessari ráðgjöf í framkvæmd? Sólstöðurnar minna þig á að jafnvel þó að þú hafir náttúrulegar sveiflur í lífinu, þá lendir þú alltaf í því á endanum að upplifa hinn helminginn af heildinni.

Tími sólstöðu táknar líka endir einnar hringrásar og upphaf annarrar. Ef þú ert á suðurhveli jarðar, notaðu þá þessa yndislegu sólstöðuorku til þess að halda dagbók og leyfa leiðsögninni að koma í gegn. Þú munt komast að því að þú færð dásamlegar upplýsingar um hvaða orku þú getur unnið þig í gegnum yfir vetrartímann. Ef þú býrð á norðurhveli jarðar, notaðu þennan tíma til þess að líta í kringum þig, hvað hefur þú verið að draga á langinn? Hvaða verkefni hefur þú ekki lokið? Notaðu sumar mánuðina til þess að koma þessum verkefnum í framkvæmd. Nú þegar Satúrnus er að fara úr baksnúning (12. júní 2011) notaðu þá þann skriðþunga til þess að knýja þig áfram næstu sex mánuði.

Sólstöður er stórkostlegt dæmi um það hvernig hægt er að upplifa ekki einungis eina sérstöðu í lífinu, heldur einnig jafnvægi við hinn hluta hennar. Þetta er leiðin fyrir nýja víddar hugsun og tilveru; að upplifa allt í jafnvægi. Hugsaðu um þetta ferli eins og pendúl sem sveiflast fram og til baka. Í fyrstu, er eins og leið pendúlsins sé ótakmörkuð, eftir því sem þú treystir ferlinu betur því betur muntu sjá að raunveruleg upplifun er ekki í öðrum endanum ferkar en hinum, heldur felst það í ferðalaginu. Þessi umskipti í þessu samhengi er það sem sólstöðuorkan er um.

Þú ferð að finna það þegar þú hættir að horfa til ystu marka í lífinu, þá er sannfæring þín styrkt á áður óþekktan hátt. Sú sannfæring er studd af þessum sólstöðum, sem minnir þig á að hringrásin heldur alltaf áfram. Þú getur notað þá áminningu í lífi þínu til þess að leyfa þér að sjá að við dauða verður endurfæðing, að með veikindum kemur bati, og að með skuldum kemur að endurgreiðslu. Það tapast ekkert, jafnvel á kaldasta vetri, er hægt að treysta því að sumarið komi á ný.

Love, Aurora

 

Efst á síðu

Aurora

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur