Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Skorts hringrásin brotin upp

 

Aurora miðlað af Karen Downing

6. júní 2013

Margir upplifa að þeir séu týndir, eða það hafi orðið stefnubreyting. Hvað er að gerast?

Það er endanlega verið að sleppa innri tilfinningu um skort. Mörgum hefur fundist sem þeir séu að fara í gegnum meiriháttar breytingar í lífinu, eða jafnvel eins og þeir séu fastir í ákveðnu mynstri. Þetta er vegna þess að þú ert á tímaskeiði þar sem þú ert tilbúinn til að sleppa öllum tilfinningum um skort í lífi þínu. Það getur verið skortur á sjálfstrausti, trú, trausti, eða verðleikum.

Allt sem er að gerast í kringum þig á þessari stundu er að spegla fyrir þig það sem þér finnst þig skorta í lífinu. Þessi sannfæring er á mjög djúpu undirvitundar stigi og það er ekki víst að þú gerir þér grein fyrir því á þessari stundu. Eitt af því sem þessi orka veldur hjá mörgum hefur með þá tilfinningu að gera að þér finnst eins og þú hafir ekki stjórn á því sem er að gerast í lífinu þínu, þetta er einkenni um skort á trausti. Þegar þig skortir traust á hið andlega, Guð og sjálfan/sjálfa þig, þá leiðir sá skortur til efasemda og jafnvel missis á gagnlegum hlutum innsæis og leiðsagnar.

Sérhver manneskja á jörðinni hefur haft tilfinningu um skort einhvern tímann á ævinni. Skorts tilfinningin kemur frá samfélagslegum skilyrðingum að það muni aldrei vera nóg. Hins vegar gefur alheimurinn meira en nóg, svo lengi sem þú trúir að það sé þannig. Ef þér finnst sem þú sért að berjast við að skapa meira í lífi þínu, skoðaðu þá þessa tilfinningu um skort. Ef þú telur að þú getir ekki, eða munir ekki vera fær um að laða eitthvað inn í líf þitt þegar þú þarft á því að halda, þá ertu örugglega að berjast við þessa skorts orku.

Svo næsta spurning sem þú hefur er: Hvaðan kemur þetta og hvernig get ég sleppt því? Þessi skorts orka kemur úr tveimur áttum. Fyrsta uppspretta er samfélagslegar aðstæður sem hafa verið í gegnum aldirnar, skilyrt sannfæring sem er byggð á skilningi um gildismat á þeim sem hafa og þeim sem hafa ekki. Hin uppsprettan á þessari skorts tilfinningu eru þín eigin fyrri lífa mynstur. Það eru mörg mismunandi hegðunar mynstur sem koma frá þínum fyrri lífum og ef þú skilur þau ekki, þá geta þau orðið að áskorunum hjá þér í dag. Þegar þú ferð að skilja ákveðin fyrri lífa mynstur, þá getur þú byrjað að sleppa þeim til góðs.

Til þess að umbreyta skorts hugsuninni í hina eiginlegu útvíkkuðu sköpun, þá verður þú að sleppa þessum gömlu viðhorfum. Það eru margar dásamlegar leiðir til þess að gera það, s.s. fyrri lífa lestur, fyrri lífa endurupplifun, staðhæfingar, kristalla meðferð, að skrifa dagbók og hugleiða. Það er ekki nauðsynlegt fyrir þig að halda í þessi viðhorf lengur. Hvað sem er að gerast í lífi þínu, reyndu að líta á það sem lykil til að aflæsa dyrunum, eða skortinum. Vegna þess að hinum megin við dyrnar er sönn, ótakmörkuð sköpun! Hins vegar, ef þú getur ekki fundið rétta lykilinn, þá munu þær dyr hindra þig í að taka við öllu því sem þú getur áorkað.


Love, Aurora

 

Efst á síðu

Aurora skilaboð

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur