Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Orkuaðlögun og aukið innsæi

 

 

Aurora - miðlað af Karen Downing

10. júlí 2012

Síðastliðnar fjórar vikur,  hafið þið verið að vinna í því að vakna og innstilla ykkur á nýjan veruleika. Á þessu tímaskeiði hefur mjög mikil orku aðlögun átt sér stað í kringum ykkur. Þið gætuð hafa fundið fyrir svima, ógleði, kvíða, sorg, áhyggjum, eða bara "verið utan við ykkur" síðustu vikurnar. Líkami ykkar er að fara í gegnum umbreytingaferli orkustöðvanna og er að læra hvernig á að hafa samskipti við og lifa í þessari nýja orku.

Þið getið hugsað ykkur þessa stund eins og þið séuð að fá ykkur morgun teið eða kaffið, þegar þið leyfið orku nýs dags að setjast til og ​​hugsið um hvað þið þurfið að gera. Það er tími hvíldar og umhugsunar áður en þið takið ykkur verkefni í hönd. Reynið ekki að þvinga hlutina til þess að gerast, hlustið einfaldlega á innsæið og leyfið því að gerast sem vill gerast.

Ykkur getur fundist eins og sannfæringu ykkar hafi verið/ýtt út fyrir ykkar ystu mörk. En, það eru nú fleiri farnir að lifa af sinni eigin framleiðslu en nokkru sinni fyrr. Það er aðeins mögulegt með því að trúa á sjálfan sig og þá sem eru í okkar heimi sem eru að vinna svo hörðum höndum að því að búa til þennan nýja veruleika með ykkur.

Þegar ykkur finnst að þið séuð að upplifa að þið séuð við það að gefast upp, þá megið þið vita að við erum alltaf hér til þess að aðstoða ykkur og hlusta á það sem þið þurfið að segja okkur. En, eitt af því sem við getum ekki gert er að velja fyrir ykkur. Þið getið valið það sérhvert augnablik hvort þið viljið vera ánægð eða döpur. Þið getið valið að viðurkenna þær breytingar sem eru að gerast í kringum ykkur, eða þá að þið getið valið að afneita þeim.  

Ef þið veljið að taka eftir öllum táknum og merkjum í lífi ykkur, þá munið þið finna að þið eruð farin að fá hjálp við fleiri úrræði. En, ef þið veljið að leggja einungis áherslu á það sem þið hafið ekki, þá eruð þið að missa af tækifæri til þess að skapa meira. Þetta er ástæðan fyrir því að það er svo mikilvægt að hreinsa algjörlega reiði, depurð, sektarkennd og skömm innra með ykkur. Mikið af því hefur verið þar í svo mörgum fyrri lífum, að það er fast hið innra. Það hefur ekki verið hægt að losa út allra dýpstu hluta úreltrar orku fortíðar fyrr en þetta nýja innstreymi fótónu orku hefur komið til. (það er sú orka sem gerir þessi orkuskipti möguleg)

Í hvert skipti sem þið losið út gamla orku, þá mun sjálfstraust, trú og traust eflast tífalt. Þetta er verkefni í því að vinna að því að lifa eigin lífi, en það er það sem allt snýst um. Með því að dvelja í núinu og hlusta á innsæi ykkar, verðið þið fær um að skapa að vild og án efasemda og hiks fortíðarinnar.

Fleiri góðar fréttir eru að innsæi ykkar mun aukast sem aldrei fyrr! Mörg ykkar hafa verið að skerpa þetta tól allt ykkar líf, en öðrum er innsæi og hvernig best má beita því hulin ráðgáta. Innsæið er leiðarvísir ykkar til þess að ferðast um þennan nýjan heim, og það er eitthvað sem þið viljið þróa með ykkur ef ykkur á að líða vel í umhverfi ykkar. Þegar þið hafið leyft líkamanum að aðlagast hinu nýja orku rými, þá munið þið verða fær um að koma innsæi ykkar til að virka.

Svo miklu hefur verið komið af stað í kringum ykkur (jafnvel þó að þið eigið eftir að upplifa það), og innsæi ykkar er leiðarvísir til þess að koma ykkur og auðlindum ykkar saman. Það getur verið erfitt að sigla leiðina ykkar í þessu nýja orkurými, sérstaklega þegar það er eins og hvirfilvindur af hugmyndum og orku sé að þyrlast í kringum ykkur. En, ef þið getið alltaf munað eftir því að staldra við og spyrja leiðbeinendur ykkar: "hvað þarf ég að gera næst?" Þá munið þið alltaf fá það svar sem þið þurfið. Þetta er í raun eina spurningin sem þið þurfið að spyrja, þar sem það mun alltaf vera leiðbeinandi að næsta skrefi í ferðalagi lífs ykkar.

Ef þú ert ein/n af þeim sem finnst eins og þú sért týnd/ur, eða þú veist ekki hvað þú átt að gera næst, reyndu þá að taka þér tíma til þess að æfa skilning á innsæi þínu. Miðillinn minn hefur skrifað nýja bók, sem heitir „Skapaðu lífsleiðina þína.“ Þessari bók er ætlað að aðstoða þig við að finna þína leið og að treysta á getu þína til þess að búa til þitt eigið líf.

Á næstu 4 vikum, muntu finna að innsæi þitt eykst.  Svo að það verður mjög mikilvægt að vita hvernig á að treysta því og að vera fær um að skilja hvað öll stikkorð innri raddar þinnar er að aðstoða þig með. Á þessu tímabili, getur þú lent í því að fá nefstíflu, höfuðverk, kúlur á  höfuðið, eyrnasuð, eða ennisholu/kinnholu þrýsting, þar sem nefstöðin er að opnast og þriðja augað er að þróa nýjar skyldur sínar.

Um miðjan ágúst  (eftir að Merkúr kemur úr baksnúningi, en það stendur yfir frá 14. júlí til 8. ágúst) finnur þú að margir þættir af innsæi þínu munu raðast upp og að þú verður fær um að sjá árangur koma í ljós. Sumt af þessu er komið frá verkefnum sem þú byrjaðir á fyrir löngu og aðrar ánægjulegar óvæntar uppákomur verða staðfesting á að þú lifir vissulega í heimi sem þú hefur búið til sjálf/ur.

Ást, Aurora

 

Efst á síðu

Aurora miðlað efni

Heim