Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Víddar hliðin opnuð

 

Aurora Message miðlað af Karen Downing

3. des 2012

Nýr heimur hefur verið skapaður og þið eruð um það bil að stíga inn í hann. Þessi heimur er svo nýr í raun og veru, að hann er skapaður með hugsunum ykkar og ótta á þessari stundu. Þið getið verið þess áskynja að þið séuð meðvituð um allt sem þið viljið búa til, en það er líka sérstaklega mikilvægt núna að skilja fyrri lífa orku ykkar og undirvitundar hugmyndakerfi sem stuðlar að því ferli. Vegna þess að þið viljið ekki skapa neitt í lífi ykkar út frá því sem byggir á takmarkaðri trú.

Þegar þið eruð að ganga inn í sköpunarríkið þá hugsið þið oft ekki út í það hvers vegna og hvað þið viljið skapa. Þið gætuð verið að hugsa með ykkur, "ég vil bara peninga til þess að hjálpa fólki." En, hafið þið hugleitt með hvaða hætti sú hjálp getur nýst? Vitið þið að þið getið í raun og veru tafið suma á leið sinni við að læra ef þið eruð að gefa þeim peninga? Það mun ekki hjálpa ykkur, eða nokkrum öðrum að vera með of almenna stefnu.

Það er ástæðan fyrir því að það er mjög mikilvægt að hlusta á æðra sjálfið ykkar núna. Innsæið ykkar er besta aðferðin við leiðsögn. Þegar þið getið bara leyft því að leiða og leiðbeina ykkur, þá getið þið gengið í gegnum hvert víddar hliðið á eftir öðru, sem hvert um sig hækkar tíðnisvið ykkar.

Það eru margar einstakar leiðir í gegnum þessi víddar hlið og það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að skilja ykkar eigið innsæi. Losið ykkur við ótta, fordóma og þess háttar og farið þess í stað að treysta ykkur sjálfum. Þegar þið treystið ykkur sjálfum, þá verður auðvelt að opna víddar hliðin. Þegar þið treystið ekki á ykkur sjálf, þá getur verið að þið opnið og lokið þessum hliðum nokkrum sinnum áður en þið stígið í raun og veru í gegn.

Hliðin verða til staðar þegar þið eruð tilbúin. Það er þess vegna sem það er góður tími núna fyrir ykkur að tryggja að þið getið auðveldlega gengið í gegnum þau. Hinu megin við þessi víddar hlið er ótakmarkað rými fyllt af orku. Þessi orka er eins og risastórt ský, sem bíður eftir einhverjum til þess að beina því í það sem það getur verið. Ef þið hafið ekki skolað út ótta ykkar og efasemdir, þá verður það orkan sem þessi ský bregðast við í fyrstu og efasemdir ykkar og ótti verður það fyrsta sem birtist.

Hins vegar ef þið hafið losað út þessa efasemda  -  miðpunkta ykkar og eruð að ganga í gegnum víddar hliðin í trausti og innsæis þekkingu, þá munu þær hugsanir skapa veruleika ykkar. Ykkar ytri heimur getur aðeins samsvarað ykkar innri heimi. Hvorugur þeirra hefur takmarkanir, en þeir munu alltaf verða spegilmynd hvors annars. Þar með ef þið finnið takmörkun á því hvernig þið hugsið um ykkur hið innra, þá munu þær takmarkanir endurspeglast í ykkar ytri veröld.

Þegar þið trúið því virkilega að þið getið gert eitthvað og eruð meðvituð um að sérhver nýr dagur er nýr dagur til þess að skapa fegurð, jafnvægi, auðlegð og ást í lífi ykkar, þá mun allt það sem þið eruð tilbúin til að skapa bíða á bakvið þessi víddar hlið. Verið tilbúinn að ganga í gegnum þessi víddar hlið og skapa ykkar eigin lífsleið.

Ást, Aurora

 

Efst á síðu

Aurora

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur