Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Náttúruhamfarir

 

10. maí 2010

Skilaboð frá Aurora - miðlað af Karen Downing

Það er ríkir mikill ótti í fjölmiðlum þessa dagana vegna náttúruhamfara og annarra umfangsmikilla breytinga sem eru að gerast á jörðinni. Það er umfram allt mikilvægt að muna að það eru engar tilviljanir, sem þýðir að þær sálir sem taka þátt í þessum breytingum hafa valið þær á andlega sviðinu.

Náttúruhamfarir verða oft vegna þess að ákveðin svæði í heiminum þurfa aðstoð við að umbreyta orku með einhverjum hætti. Það kann að vera að þessi tilteknu svæði séu ennþá í gömlum orkumynstrum eða þá að þessum svæðum sé ætlað að verða nýjir andlegir miðdeplar í heiminum og til þess að svo geti orðið þarf að gera nauðsynlegar breytingar og hreinsa gömlu orkuna.

Það er eldgos á Íslandi, það eru flóð í Suður-Ameríku og nokkrir jarðskjálftar hafa orðið víða um heim. Þetta hefur allt gerst vegna umbreytinga sem jörðin og mannkynið eru að ganga í gegnum og það mun halda áfram til þess að breytingarnar geti orðið. Það þýðir ekki að allir þurfi að vernda sig fyrir því sem gæti gerst. Í raun og veru er það alveg öfugt. Ef þið leyfið ykkur að fylgja innsæinu, þá eruð þið þar sem þið þurfið að vera hverja stundu.

Það er svo margt sem veldur því að fólk hefur lokað á hið mikilvæga leiðsagnarkerfi innsæisins. Margir eru hræddir við að fara eftir því, eða trúa ekki að þeir verðskuldi að hafa samband við andlega heiminn, eða Guð með þessum hætti. Allar sálir eru þess verðugar, það eina sem þú þarft að gera er að leyfa þessari samskiptalínu að vera opinni og treysta.

Fyrir mörg þúsund árum, var innsæið mikilvægasta leiðsagnarkerfið á jörðinni, en nú á seinni tímum hefur innsæið nánast alveg glatast vegna þess að óttinn hefur tekið yfir. Fólk byrjað að opna aftur á eigið innsæi núna vegna þess að ákveðin svæði á jörðinni eru að fara aftur til upphafsins, vegna þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað.

Á þessu ári mun verða hrist upp í fleirum í sambandi við pólitík, félags- og menningarmál, en leyfið ykkur að fylgja flæðinu. Ef þið farið inn í óttann þá munið þið ekki verða opinn fyrir þeirri leiðsögn sem þið eruð að fá á hverjum einasta degi. Slakið á í trausti þess að náttúruhamfarir eru ekki hugsaðar sem refsing eða reiði Guðs. Nei, þetta var hluti af áætlun mannkyns fyrir andlegan þroska. Þessar náttúruhamfarir eru gerðar fyrir breytingar. Þessir atburðir eru að leysa út mörg þúsund ára kúgun, reiði, ótta, hatur og þess háttar. Getið þið ímyndað ykkur alla þá orku sem geymd er á hverjum stað? Á endanum þarf hún að brjótast út með einhverjum hætti!

Horfið á þessa atburði sem tákn þess að hlutirnir séu að breytast til hins betra. Já, jafnvel þær sálir sem hafa yfirgefið jarðlífið eða eru að upplifa aðrar þrengingar vegna þessara atburða munu koma út úr þessu í miklu betra formi. Allir munu geta hækkað í tíðni; allir geta öðlast nákvæman skilning á því andlega, Guði, alheiminum eða hvað það er sem þeir trúa á. Öllum verður gert kleift að lifa í einingu og kærleika, að vera í núinu og kunna að meta alla þætti lífsins. Mannfólkið hefur svo lengi byggt á ytri gildum, afrekum eða uppákomum. Nú er kominn tími til þess að finna innri gildi, jafnvel þó að það þýði (tímabundið) að það þurfi að ganga í gegnum erfiðar aðstæður til þess að öðlast skilninginn.

Þið eruð fallegar sálir, þið eigið svo margt gott skilið. Ekki láta ótta og áhyggjur annarra segja ykkur neitt annað. Lítið á þetta sem aðstæður til þess að skoða hvað skiptir máli, lítið á þetta sem tímabil breytinga. Eruð þið að lifa því lífi sem þið viljið? Hvers vegna ekki? Það er engin afsökun sem hindrar ykkur í því að fá drauma ykkar uppfyllta, nákvæmlega ekkert. (Egóið ykkar mun segja ykkur eitthvað annað) Hlustið á innsæið verið þolinmóð og þið munið ná þangað sem þið stefnið. Sama hver reynslan er sem þið gangið í gegnum, það er blessun hinum megin. Lifið í ástinni og þið getið komist í gegnum hvað sem er!

 

Kærleikur til ykkar Aurora/sister

 

 

Efst á síðu

Bréf Aurora

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur