Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Frá kaos til hreinsunar - Orkulegt spinn


Aurora - miðlað af Karen Downing

15. júlí 2013

Allt hefur verið að breytast mjög hratt orkulega. Það er eins og jörðin hafi verið sett í gegnum snúnings hringrás. Já, allt mun koma út úr þessu hreinsað, endurnýjað og endurbætt, en í millitíðinni, er eins og lífið sé allt á öðrum endanum. Þessi nýjasta orkubreyting er ekki bara að hafa áhrif á lífs viðburði, heldur einnig á efnislega hluti. Margir einstaklingar eru að flytja búferlum, eða fara yfir í annað fyrirtæki, vandamál er með rafeindatækni, tæki og farartæki (sem merkúr í baksnúning er að valda), og losun á djúpum tilfinningum depurðar og vonleysis.

Ef þið eruð að horfa til ykkar eigin framtíðar á þessum tíma, munu flest ykkar sjá óvissu ský, þið vitið að það er eitthvað þarna, en það er ennþá að myndast og þar með er það hulið sjónum ykkar. Þetta ský inniheldur alla valkosti sem eru í boði fyrir ykkur eftir að þessari snúnings hringrás er lokið. Allt og ekkert er að finna í skýinu, og það er einfaldlega þarna til þess að hylja framtíðar sýn ykkar á þessari stundu, einungis til þess að leyfa endanlegri prófun á persónulegu vali að eiga sér stað.

Þetta val sjónarhorn er meira áberandi vegna losunar á sorginni og vonleysinu. Ykkur sem líður svona eruð að sleppa æva gamalli orku sem hefur verið að hafa áhrif á fyrri aðgerðir ykkar með hárfínum, en öflugum hætti. Þegar þið farið inn í lok þessa snúningsferlis og eruð tilbúin að lenda á ykkar völtum fótum, mun þessi sorg og vonleysi spinnast út úr ykkur, til þess að aðstoða ykkur við að velja út frá stað hreinnar trúar og vissu.  

Það eru margir sem munu verða hræddir við afhjúpun þessarar djúpu sorgar, þunglyndis og vonleysis. Hins vegar eiga allar þessar tilfinningar uppruna sinn einhvers staðar í fortíðinni, þær geta verið til staðar á þessari stundu, en þær eru ekki nýjar. Hjá mörgum er komin ný mynd af vanlíðan og áföllum barnæskunnar, til þess að auðvelda gríðarstóra losun á þeim minningum. Jafnvel þó að þið hafið tekist á við þessa orku áður og hafið haldið að þið væruð komin í gegnum hana, þá getur verið komin upp annar hluti, eins og hún hafi verið fær um að vera ósýnileg þangað til snúnings hringrásin henti henni upp á yfirborðið.

Til að nota tímann sem best, endurmetið það sem þið finnið, hjartnæmar-ráðleggingar, þegar þetta kemur upp á yfirborðið. Ein af uppáhalds spurningum miðilisins míns er að spyrja sig: "Hvað er þetta að sýna mér?" Þetta er einföld spurning, en mjög árangursrík, þar sem hún mun hjálpa ykkur að skilja alla þætti tilfinningalegs ástand ykkar, jafnvel þá sem þið hafið ekki hugleitt áður.

Þetta snertir vandamál í sambandi við efnislegar breytingar, svo sem búferlaflutning, viðgerðir á heimilis munum, tölvum og svo framvegis. Þetta er vegna þess að hlutirnir á heimilunum ykkar, skrifstofum og í kringum ykkur eru líka að endurstillast inn á nýju orkuna. Þeir eru líka að fara í gegnum snúningsferlið og sem slíkir eru þeir að aðstoða við ykkar persónulega ferðalag. Þegar þið hafið endurnýjað eitthvað í lífinu, þá þurfa hlutirnir í kringum ykkur líka að aðlagast nýju orkunni. Um leið og þið vinnið að því að hækka tíðnina og haldið áfram að sleppa þessari gömlu orku sem er ekki lengur að þjóna því æðsta og besta fyrir ykkur, þá munu efnislegar auðlindir í lífinu einnig fara í gegnum breytingar sem endurspegla þetta nýja hærra orku stig ykkar.

Sum atriði og hlutir eiga auðveldara með aðlögunarferlið en aðrir. Það eru margir áhrifaþættir við aðlögun á þessum hlutum, þar á meðal aldur, aflgjafi, virkni, staðsetning, notkun, orkustig ykkar og aðrir mismunandi þættir. Ef þið eruð að upplifa vandamál með marga hluti í kringum ykkur, þá er það besta sem þið gerið að fara ekki inn í æsing og panik. Eðlileg viðbrögð þegar eitthvað fer úrskeiðis er að reyna að finna lausnina strax. Hins vegar eru viðbrögðin hjá öllum meiri í þessu orku hringrásar spinni heldur en venjulega. Þess vegna, ef þið bregðist við því sem er að gerast með æsing og panik, þá munið þið í raun kasta þessari panikorku í óvissu ástand. Ef þið getið frekar haldið ykkur til hlés í 5-15 mínútur, afvegaleitt ykkur sjálf og komið svo aftur til baka til að takast á við vandamálið, þá munið þið finna að það er mun auðveldara að fara inn í innsæi og skýrleika sem þið þurfið á að halda til þess að leysa það.

Svo, hvenær mun þessari spinnings hringrás ljúka? Fyrir flesta mun þessi hringrás koma til með að stöðvast rétt í kringum 8. ágúst en það mun verða langvarandi viku hiksti fyrir suma. Um miðjan ágúst, mun lífið byrjar að ganga sinn vanagang og óvissuskýinu verður lyft varlega til þess að svipta hulunni af bjartri og skínandi nýrri framtíð, ekki endilega frábrugðinni þeirri sem var en tvímælalaust slípuð að hæsta möguleika. Lærið af því sem er að gerast í kringum ykkur í millitíðinni og reynið að láta ekki depurð og vonleysi leiða ykkur inn í gremju, notið þetta frekar eins og akkeri til þess að draga upp eins mikla orku og þið eruð tilbúin til að losa út. Umfram allt, verið þolinmóð við hluti, sitjið og hugleiðið áður en þið bregðist við og munið að þessi tími mun taka enda, bara til þess að leiða til enn meiri skýrleika en áður.

Love, Aurora

 

Efst á síðu

Aurora

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur