Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Hvíld, bati, endurnýjun

 

Aurora - miðlað af Karen Downing

1. maí 2012

Undanfarnar tvær vikur hafa margir verið beðnir um að taka því rólega, hvíla sig og endurhæfast. Þetta er að gerast vegna þess að það er meiriháttar orkujöfnun í gangi á jörðinni. Þið eruð vissulega um það bil að fara inn í algjörlega nýja orku, eitthvað sem hefur aldrei tekist hjá mannkyninu áður.

Þar sem fortjaldið tók að falla í síðasta mánuði og þið fóruð að sjá nýjar upplýsingar og orku koma í ljós, þá eruð þið núna að undirbúa ykkur í að fara hinu megin við fortjaldið. En, til þess að geta gert það, þá verður hvert ykkar að ganga í gegnum enduruppröðunar meðferð.  Þetta enduruppröðunar ferli hefur valdið því að sumir finna fyrir veikindum og það mun halda áfram. Aðrir hafa bara tilfinningu fyrir syfju og drunga. Og enn aðrir hafa þurft að taka sér frí  frá hefðbundnu störfum að öllu leyti og hafa þurft að hvílast heima við til þess að geta sameinast þessari nýja orku.

Á þessum hvíldartímum, hafa margir verið að upplifa djúpa tilfinninga losun tengda því þegar þeir komu upphaflega til jarðarinnar. Og oftar en ekki, þá var þessi reynsla ekki mjög þægileg. Ímyndaðu þér að þú hafir undirbúið þig að fara í langt ferðalag, og þú heldur að þú hafir allt sem til þurfti, bara til þess að komast á áfangastað og þegar þú komst þangað var ekkert eins og þú hélst að það yrði.

Þetta er sú reynsla sem margar sálir gengu í gegnum þegar þær snertu jörðina í fyrsta sinn, og fyrir suma hefur þetta valdið mjög djúpum tilfinningalegum örum. Til þess að komast inn í næsta tíðnistig með hreint borð, þá þarf að fara fram djúphreinsun á þeim tilfinningum sem hver og einn stóð frammi fyrir í upphafi.

Sumir sálir munu ekki vita hvað þær eru að losa út, annað en reiði eða gremju út í heiminn, eða jafnvel lífið. Það þurfa ekki allir að vita hvaðan þessi orka er komin, til þess að geta losað hana út í þetta sinn, vegna þess að það verður einfaldlega að gera það til þess að geta haldið áfram. Svo, ef þú finnur að þú ert að verða svekkt/ur út í lífið, ekki láta þér líða illa eða hafa sektarkennd yfir því að hafa þessa tilfinningar. Þetta er í raun eitthvað sem er að koma upp á yfirborðið frá því fyrir löngu í hringrás endurfæðinganna, svo að það sé hægt að endurnýja orkuna ykkar algjörlega.

Annað sem er stór hluti af þessari orku aðlögun er raskað svefn mynstur. Þið finnið fyrir mikilli þreytu, jafnvel eftir góðan nætursvefn og þó eruð þið ekki fær um að sofna þrátt fyrir að finna til svona mikillar þreytu. Hver og einn mun finna fyrir þessum hluta orkunnar með mismunandi hætti, en þetta eru allt einkenni þeirra breytinga sem eiga sér stað á jörðinni.

Þegar þið hélduð að þið væruð að ná þessu með tímann, þá getur ykkur nú fundist eins og þið séuð að falla á áætlun á stækkandi aðgerða lista.  En, ekki vera með neina eftirsjá hér, þegar þið farið út úr þessu og þegar þið færist út úr þessum endurstillinga áfanga, þá finnið þið að þið verðið fær um að koma meiru og meiru í verk.

Og, þið munið hafa nóg að gera! Þegar þið byrjið að finna fyrir þessu orku innstreymi, þá verðið þið beðin um af innsæinu ykkar, hjarta, eða innri tilfinningu að byrja á verkefnum, hafa samband við fólk og hreyfa ykkur líkamlega, eða hefja nýjan kafla í lífinu ykkar á einhvern annan hátt. Bráðum munið þið lifa í rúmi sem nær út fyrir tíma, ef þið leyfið það, þá mun ykkur finnast eins og þið getið áorkað svo miklu meiru en nokkru sinni fyrr.

En, núna er bara að hlusta á líkama ykkar. Leyfið ykkur að hvílast, ef þið þurfið hvíld. Leyfið ykkur að hreinsa út orku frá ykkur sjálfum eða öðrum og leyfið líkama ykkar að endurstilla þessa nýju orku. Þið eruð sannarlega fyrirrennarar þessara nýju orkulegu þröskulda og líkami ykkar verður að vera líkamlega stilltur á þetta nýja tíðnisvið.

Þið munið vita hvenær þið hafið komið út úr þessum hvíldar áfanga, því ykkur mun smám saman fara að líða betur, þið munið endurheimta eðlilegt svefn mynstur og finnst ekki lengur að þið séuð svona "út úr því." Þegar þið byrjið á þessari endurtengingu munið þið finna ykkur í miðri hringiðu athafnasemi, sem er í samræmi við lífstilgang ykkar og persónuleg markmið. Það heldur ykkur uppteknum á þann hátt að ykkur finnst ekki að þið séuð upptekin vegna þess að þið eruð að njóta þess hvernig hlutirnir eru að raðast upp fyrir ykkur.

Það er núna sem kerfið er að raðast upp, og rétta fólkið er að koma til ykkar. Þegar þið hafið lokið hvíldartímanum (sem verður ekki mikið lengur), þá munið þið virkilega finna fyrir styrknum ykkar, og hversu mikið þið hafið unnið í öll þessi ár til þess að skapa ykkar eigin heim.  Héðan í frá og fram í september munið þið fara að sjá hvað það er sem þið hafið verið að vinna svona hörðum höndum að.

Ást, Aurora

 

Efst á síðu

Aurora

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur