Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 


Flæðinu fylgt

 

Aurora - miðlað af Karen Downing

7. maí 2011

Mannkynið hefur svo lengi verið að þrýsta á, vinna að, reyna að halda áfram í því sem lítur út eins og kviksyndi. Frá og með þessum mánuði, er hægt að fagna breytingum vegna þess að núna munu margar sálir stíga inn í næsta stig lífs áætlana sinna. Það fór að sjálfsögðu mikil vinna í að komast á þennan stað og það mun halda áfram, það verða nokkrar ójöfnur og lexíur á veginum. Í þetta sinn munu hins vegar verða tákn um nýja samræmingu og tilfinning fyrir því að vera beint í réttan farveg með nokkrum yndislegum og öflugum ósýnilegum kröftum.

Þeir sem eru tilbúnir að stíga meira inn í opinbert hlutverki sitt gera það núna og hlutirnir virðast ganga upp sem aldrei fyrr. Það er sérstaklega mikilvægt á þessum tíma að hlusta á og treysta innsæinu. Þetta er ástæðan fyrir því að svo margar sálir hafa verið að hreinsa út, efa, áhyggjur og kvíða, sem tengist því að treysta ekki á sjálfan sig og / eða það andlega.

Til þess að halda áfram, er nauðsynlegt að sérhver sál læri að treysta skilaboðum sem innsæið færir þeim. Ef þú hefur ekki þetta takmarkalausa traust þá skaparðu þér ómeðvitað andstöðu við þín eigin markmið. Sjáðu fyrir þér að þessi andstaða sé eins og risastór gúmmíteygja, ef hún er ekki tekin þá getur hún dregið þig aftur inn  í fortíðina eða gamlan hugsunarhátt sem þjónar ekki því æðsta og besta fyrir þig. Sérhvert brot þessarar efasemdar orku mun koma upp í þessum mánuði til þess að hægt sé að losa það út. Þegar það er farið, munt þú hafa frelsi til þess að halda áfram, inn í þá fallegu orku sem þér er færð hvern dag.

Eins og oft er sagt: "Biðjið og yður mun gefast." Ef þér finnst einhvern tímann eins og þú vitir ekki hvað tekur við, eða átt í vandræðum með að treysta algjörlega, biddu þá um að fá tákn eða merki og við munum veita þér svörin sem þú þarft. Svörin eru allt í kringum þig og í því hvernig þér líður. Þegar þú finnur að þú hefur fjarlægst einstakling eða stað tilfinningalega eða tíðnilega, þá er það vegna þess að það er verið að undirbúa þig í að halda áfram til að takast á við næsta tækifæri.

Þú þarft líka að muna að tækifærin eru það sem þú gerir úr þeim og ef þú hlustar á raddir efa og andstöðu, þá getur það breytt einhverju um það val sem þú gerir. Þetta þýðir ekki að tækifærin muni glatast, þess í stað gætu þau breyst á einhvern hátt, eða þú gætir þurft að læra meira um traust og þolinmæði og bíða eftir því að þau komi aftur.

Hlustaðu á það sem fer fram í kringum þig: Hvaða skilaboð heyrðir þú í versluninni í dag? Hvaða auglýsingaskilti sástu á leiðinni heim? Sagði einhver ókunnugur þér að það sé kominn tími til að hætta störfum? Sástu flutningabíl á óvenjulegum stað? Þetta eru tákn frá alheiminum og þau eru hér til þess að aðstoða þig við að fá svör við spurningum þínum um hvað er að fara að gerast hjá þér. Það er eins og blíð hönd að benda á leiðina þar sem leiðin þín birtir sig fyrir þig.

Hugsaðu um lífsleiðina þína eins og herbergi sem er fyllt með dómínókubbum. Þegar þú ert tilbúin, þá opnar þú hurðina að herberginu og kling, kling, kling, þegar dómínókubbarnir falla einn af öðrum, hver þeirra hrindir af stað tækifærum og möguleikum á því næsta. Dóminókubbarnir fara að falla hver af öðrum án þess að þú vitir hvernig eða af hverju. Já, það tók þónokkurn tíma að raða þessum dómínókubbum upp og setja þá á réttan stað fyrir velgengni þína;  en núna er komin tími til að setjast niður, láta þá falla og fylgja flæði lífsins.

Love, Aurora

 


 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur