Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Ferðin hefst

 

Aurora miðlað af Karen Downing

12. ágúst 2012

Það hafa svo miklar breytingar verið í gangi; breytingar á tilfinningum, samböndum, starfsferlum, kerfum og auðvitað orku. Núna þegar þið eruð búin að fara í gegnum tímabil þar sem Merkúr var í baksnúningi (15. júlí til 8. ágúst), þar sem hlutirnir voru stokkaðir upp, endurskoðaðir og sumum jafnvel skipt út, þá eruð þið núna fær um að halda áfram á hraða sem þið hafið ekki getað ímyndað ykkur að væri mögulegt.

Þið finnið að það er komið rými þar sem þið eruð að fara inn í eitthvað nýtt í lífi ykkar. Það er eins og að byrja fyrsta daginn í nýju starfi. Stundum er þetta starf mjög svipað því sem þið voruð að gera áður og þið komið og vitið nákvæmlega hvað þið eigið að gera og vinnustaðurinn er vel undirbúin fyrir ykkur. En stundum, komið þið að nýju starfi að öllu leyti og sá sem var þar fyrir skildi allt eftir í óreiðu fyrir ykkur að hreinsa upp.

Þið megið vita að hvað sem það er sem þið eruð að fara inn í, að það hefur ákveðinn tilgang. Það er alltaf æðri tilgangur fyrir ykkur til þess að læra lífslexíurnar og halda áfram á þróunarbraut sálarinnar. En, það er líka alltaf svo miklu meira í þessu heldur en það! Þið eruð að koma á tengingum, reynslu, aðstæðum, samböndum, starfsferli og orku þar sem þið eruð nú fær um að byrja að deila visku og orku með öðrum með nýjum hætti.

Ef þú ert ein/n af þeim sem hefur verið deila orkunni þinni með öðrum í mörg ár, þá kemstu núna á stað þar sem þú ferð að nota þá orku á algjörlega nýjan og öðruvísi máta. Orkan í ágúst og september er sannarlega ótrúleg fyrir hvern þann sem er virkur í andlegri vinnu. Þú mátt búast við óvæntum og væntanlegum glaðningi á skemmtilegan máta.

Á síðustu þremur vikum hafið þið hreinsað út nýju neforkustöðina og losað um sínus þrýsting, stíflur og önnur einkenni. Þið munið nú fara að finna að draumar ykkar verða skýrari og innri vissa virðist vera meira óyggjandi en nokkru sinni fyrr. Þetta aukna innsæi munu halda áfram að leiða ykkur í átt að hverju nýju skref í lífi ykkar.

Með galopið innsæi, hafa mörg ykkar verið að upplifa stormviðri hugmynda og innblásturs flóð og oft getur verið erfitt að forgangsraða og finna út hvað þarft að gera næst. En, ef þið getið gert ykkar besta til þess að innstilla ykkur og ákveða hvað er mikilvægast að gera á hverjum degi, þá munið þið finna nákvæmlega hvað þarf að gera.

Það eru engar tilviljanir og allt gerist vissulega af ástæðu. Sú ástæða gæti verið að kenna öðrum eitthvað, til að ljúka karmískri skuld, eða aðstoða ykkur í vinnunni ykkar í framtíðinni. Þið vitið oft ekki hvaða ástæða það er fyrr en þið hafið komist upp fyrir orkuna.  Síðustu þrjár vikurnar hafa vissulega skolað mjög mikilli orku upp á yfirborðið. Ef þið hafið verið döpur, reið, þunglynd, dauf, svekkt eða bara ringluð, þá eruð þið að ná ykkur á strik núna.  Þessar tilfinningar voru partur af orku sem var lokuð djúpt innra með ykkur og var dregin upp á yfirborðið af Merkúr í baksnúningi.

Næstu sjö daga, munið þið finna að þið getið fengið skýrari mynd af hlutunum með því að nota innsæið meira og þið munið sjá hverja flísina á fætur annarri falla á sinn stað í kringum ykkur. Þar sem ferðin er að hefjast getur það samt verið ruglingslegt, þar sem það er eins og það sé svo mikið að gerast. En fljótlega mun kraftur breytinganna falla í ljúfa löð. Þegar stormviðri innsæis og innblásturs fer að róast, þá mun ykkur líða vel á hverjum þeim nýja stað í lífinu sem þið eruð komin/n á.

Ást, Aurora

 

Aurora fleiri bréf

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur