Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Umskipti sálarinnar, annar hluti

 

Neðangreint bréf er þýtt upp úr 8. kafla bókarinnar Telos 2. hefti eftir Aurelia Louise Jones.

Elsku systir frá Lemúríu,

þetta er bróðir þinn og vinur Adama. Það er ánægja mín að hafa samband við þig í dag, frá hjarta til hjarta. Þegar ég opna hjarta mitt fyrir þig, þá bið ég þig líka um að opna hjarta þitt fyrir mig, að sannleika tilverunnar.

Ég finn fyrir djúpum sársauka þínum og sorg vegna missis ástkærs sonar þíns.  Það eru mjög eðlileg viðbrögð móðurhjartans að syrgja barnið sitt. Það er mikilvægt mín kæra að þú leyfir þér að finna sársauka og sorg, þar sem það er hvorki líkamlega né andlega, heilbrigt að afneita eða bæla sársauka. Seinna þegar þú ert tilbúin, þá er jafnvel ennþá mikilvægara að þú sleppir sársaukanum og takir gleði þína á ný. Lífið verður að halda áfram hjá öllum, þar sem það tekur engan endi.

Þú ert með fallegt opið hjarta, kæra systir og sársauki þinn vegna missis elskulegs sonar þíns er þáttur í að aðstoða hjarta þitt við að ná ennþá meiri opnun. Þú veist það elskuleg, að það er ekkert til sem heitir dauði. Það er blekking þriðju víddar upplifunar. Ef þú gætir séð í gegnum fortjaldið, þá myndir þú vita að sonur þinn er lifandi, hann hefur það gott og er meðvitaðri en nokkurn tíman áður. Sonur þinn hefur nú betri getu til þess að skilja tilfinningar sínar til þín en í líkamlegri tjáningu, og honum hefur nú verið veitt leyfi til þess að koma nær þér og hjarta þínu en hann náði nokkurn tíman í jarðlífinu. Hann er nú að fullu meðvitaður um þá miklu og sönnu ást sem þú barst til hans og hjarta hans er miklu opnara. Hann áttar sig líka á því að hann endurgalt ekki þá ást eins og hann hefði getað, eins og þú vonaðist eftir. Þetta er hvatning fyrir hann hérna megin blæjunnar til þess að skoða það gaumgæfilega hvaða lexíur hann vill læra í sinni næstu endurfæðingu.

Þú hefur átt þúsundir lífa á þessari plánetu vegna þróunar þinnar og þú hefur eignast þúsundir barna. Þú hefur endurfæðst með mjög mörgum þeirra aftur og í raun hefur þú aldrei verið lengi aðskilin frá þeim sem þú hafðir sterkar hjartatengingar við. Sonur þinn hefur verið hluti af lífi þínu mörgum sinnum áður og hann verður það aftur, sérstaklega þegar hulan á milli víddanna þynnist. Á næstu árum munu tjöldin lyftast alveg og þið munið sjá ástvini ykkar aftur augliti til auglitis. Það er ekki svo langt þangað til, þar sem þið hafið tekið ákvörðun um að uppljómast, þá munið þið upplifa mikla gleði þegar þið komið saman aftur með öllum ykkar ástvinum, ástvinum sem þið hafið orðið viðskila við í efnisheiminum.  Þið fáið að vera með þeim aftur og þið finnið áþreifanlega fyrir þeim án þess að þurfa að yfirgefa líkamann. Getur þú ímyndað þér þá uppákomu og alsælu sem þessir stórkostlegu endurfundir munu skapa! Það er hluti af áætluninni, vinkona mín. Haldið í kærleikskertið og vonarlogann.

Finndu nálægð sonar þíns og finndu þá ást sem hann sendir þér núna. Síðan umskipti hans hafa orðið, hefur hann fengið fullt af nýrri þekkingu sem hann skorti á meðan hann var í líkama.  Sonur þinn hefur beðið karmaráð ljóssins um leyfi til þess að fá að vera oft við hliðina á þér og að vera einn af leiðbeinendunum sem aðstoða þig í næstu þróunarskrefum þínum.

Ég, Adama, bið þig um að láta af þeirri tilfinningu að þetta hafi verið harmleikur. Hvað viðkemur synir þínum, slysið sem hann upplifði var til þess að vinna að áætlun, hvað sem svo sýndist hið ytra. Maðurinn sem keyrði á hann var verkfæri í uppgjöri á karmísku samkomulagi. Þú mátt vita að ef ekki hefði komið til ákvörðun sonar þíns á innri sviðum um að enda þáverandi endurfæðingu og fara yfir á næsta svið þá hefði aldrei orðið neitt slys.  Í raun og veru þá var ekkert slys, heldur voru þetta bara sálir að vinna út það sem þær völdu sem þroskaskref.

 

Framhald.....

Fyrri hluti

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur