Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Að vera kennari á hinum nýju tímum

 

Jeshua miðlað af Pamelu Kribbe – júní 2009

Kæru vinir, ég er Jeshua.

Ég kom með Kristvitundina fyrir tvö þúsund árum og núna eruð það þið sem berið þann kyndil. Það er ljóskyndill sem kemur með umbreytingar inn í þennan heim, heim sem þarfnast breytinga á þessu tímaskeiði. Það eru krepputímar. Það er fjármála - og efnahagskreppa og það er líka jarðarkreppa, eða umhverfiskreppa. Þið eruð í miðju krísuástandi, sem er líka tækifæri til breytinga. Það þurfa margir gamlir hlutir og formgerðir að víkja með áhrifaríkum hættir þegar grunnbreytingar eiga sér stað.

Það eruð þið sem dragist að skilaboðunum mínum sem ryðjið brautina fyrir aðra. Já, það er tilgangur með því að fæðast á þessum tímapunkti, þið vilduð gera breytingar, vera breytingarnar sem mannfólkið þarfnast. Þið eruð fræðarar nýrra tíma. Ég kem með skilaboð uppörvunar og vonar til ykkar. Ég bið um að þið takið við hlutverki þess kennara sem þið eruð. Þið hafið átt mörg líf á þessari jörð til þess að undirbúa ykkur undir þessa tíma, núna er plánetan og mannfólkið tilbúið fyrir umbreytingu og þróun í átt að hjartatengdri vitund sem þekkir alla þá sem lifa og anda á jörðinni. Þið hafið borið tilfinningu fyrir sameiningu í margar aldir, þið hafið áður verið ljósberar á jörðinni og núna er rétti tíminn. Horfið í gegnum það sem sýnast vera neikvæðar og vondar fréttir. Takið eftir hvað leynist á bakvið þær. Þetta er tækifæri mikilla breytinga.

Mannfólkið er beðið um að kafa djúpt og takast á við neikvæðar tilfinningar og ótta sem kemur upp á yfirborðið í kreppum. Fólk þarf meira á heilun að halda nú en nokkru sinni áður og það er tilbúið til þess að taka við þeirri heilun. Það eruð þið sem ryðjið brautina. Þið eruð kennarar nýrra tíma og ég bið ykkur um að vera ekki feimin. Vegna allrar þeirra reynslu sem þið hafið öðlast á jörðinni áður, hafið þið orðið feiminn og óframfærin að sýna hver þið eruð, feimin við það ljós sem þið berið hið innra. Það er ástríða í hjörtum ykkar og sál. Ykkur langar til þess að vera það skínandi ljós sem þið eruð, en þið eruð líka að leyna ykkar eigin krafti vegna þess að þið berið gamlar minningar um að hafa verið hafnað vegna hans og jafnvel ofsótt og drepin. Ég get séð ótta ykkar og óöryggi, en þið eruð stórfengleg og kröftug ef þið trúið á ykkur sjálf. Þið hafið komið langa leið. Mörgum sinnum heimsóttuð þið jörðina og náðuð ykkur í reynslu. Núna eruð þið þroskaðar og gamlar sálir og þið óskið eftir að miðla visku hjartans. Mig langar til þess að þið lítið inn á við og finnið þá ástríðu sem þið fæddust með, þá ástríðu sem skiptir máli. Ég bið ykkur um að vera ekki lengur í felum.

Hvernig kennið þið? Hver er þessi kennsla sem ég er að tala um? Það er ekki um að færa öðrum kenningar og vitneskju úr bókum, það er ekki um að predika, eða segja fólki hvað það á að gera. Það er um tíðni sem þið færið inn í heiminn, tíðni samúðar og innri friðar. Þegar þið takist á við ykkar eigin skuggahlið, tilfinningar svo sem ótta, reiði, efasemdir, þegar þið lýsið upp dökku hliðina þá hækkar tíðni ykkar og þið berið nýtt ljós inn í þennan heim. Það mun sjást í augum ykkar, hvernig þið talið, eða hlustið á aðra. Leynið því ekki, verið eins opin og þið getið vegna þess að þið eruð dásamleg. Þegar þið færið þessa tíðni inn í heiminn fer fólk að dragast að ykkur. Ekki vegna þess að þið vitið sannleikann, eða vegna þess að þið vitið hvað er að fara að gerast hjá þeim, heldur vegna þess að í kringum ykkur er andrúmsloft öryggis og vinsemdar. Öðrum finnst þau vera viðurkennd í návist ykkar. Það er það sem fræðsla þessa nýja tímaskeiðs er um, að viðkenna aðra algjörlega, bæði dökku og ljósu hliðarnar, sjá innri fegurð, ástríðu og  sakleysi og fá þau til þess að sjá það sjálf.

Að vera kennari á þessum nýju tímum er öðruvísi en þið hafið kannski búist við. Það er um að finna frið djúpt innra með ykkur og passa að dragast ekki að því neikvæða sem er í kringum ykkur. Í vissum skilningi þýðir það að láta heiminn eiga sig, að taka ekki þátt í honum, en vera samt opin fyrir öllum og leyfa þeim að finna tíðnina sem þið eruð að geisla út til heimsins. Verið í heiminum, en ekki vera hann.

Hvernig kennsla ykkar mun verða, hvaða mynd hún tekur á sig, er mismunandi hjá hverjum og einum. Hvert ykkar hefur ákveðna ástríðu, hæfileika, löngun til að gera ákeðna hluti frekar en aðra. Orka ykkar, ljós ykkar, getur birst í mörgum myndum og fyrir mér er það lítilvægt hvaða mynd það tekur á sig. Það sem ég myndi vilja er að þið verðið meðvituð um það í dag að þið eruð kennarar, að þið hafið komið langan veg. Ég hvet ykkur sérstaklega til þess að leyna því ekki lengur, heldur deila visku ykkar með öðrum og halda ástríðu ykkur gangandi. Það er það sem það þýðir að koma með nýja orku inn í þennan heim.

Að takast á við mikinn næmleika.

Þið eruð öll orðin mjög næm. Hjarta ykkar hefur verið opnað. Á margan hátt, á þessum tímum hefur kvenorkan verið endurvakin í gegnum ykkur, þar sem þið eruð ein af þeim fyrstu til þess að opna hjartatengda vitund, þekkja samvitund alls lífs. Þið hafið opnað hjarta ykkar og það sem gerist þá er að þið farið að taka inn neikvæðar tilfinningar og tilfinningar þeirra sem eru í kringum ykkur og þær tilfinningar sem eru einfaldlega í andrúmsloftinu allt í kring um jörðina. Þessi viðkvæmni getur stundum orðið byrgði. Þið dragið stundum til ykkar svo mikla neikvæða orku að þið verðið niðurdregin og döpur og þið vitið ekki einu sinn hvaðan það er komið.

Opnið hjarta ykkar, þroskið kvenlega hluta ykkar, verið móttækileg og verið opin fyrir því að orkan sem er í kringum ykkur er partur af þeim þroska sem þið eruð að ganga í gegnum. Það er líka mjög mikilvægt fyrir ykkur að tileinka ykkur karlorkuna, ekki í hefðbundnum skilningi heldur á nýjan og æðra máta. Í mannkynssögu fortíðarinnar hefur árásargjörn karlorka verið ríkjandi. Markmið þeirrar orku var að ná valdi og ráðskast með veruleikann. Yfirleitt hafið þið vondar minningar tengdar karlorkunni, þið haldið að hún sé kúgandi, árásárgjörn og sjálfselsk.

Þið þurfið nýja skilgreiningu á karlorkunni. Þið þurfið karlorku til þess að koma jafnvægi á hina viðkvæmu kvenhlið. Í sínu æðsta formi hefur karlorkan að gera með einbeitingu, að setja mörk fyrir sjálfan sig og að vera ákveðin í því hvað það er sem þið viljið og viljið ekki að komi inn í orkuna ykkar. Æðri karlorka mun ekki láta ykkur draga algjörlega í ykkur neikvæða orku sem er í kringum ykkur. Hún mun hjálpa ykkur að setja mörk umhverfis ykkur.

Í vissu skilningi, er þetta æðra form af karlorku eins og riddari sem stendur í hliðinu á orkuhjúpnum ykkar og aðgreinir hvað það er sem nærir ykkur og hvað það er sem gefur ykkur og hvað gerir það ekki. Þið þurfið karlorkuna hið innra til þess að næra ykkar mjög svo viðkvæmu kvenhlið. Svo ég bið ykkur að endurmeta karlorkuna og finna nýja skilgreiningu hið innra, nýja tilfinningu um hana. Kannski getið þið gert ímynd af riddara, eða friðsömum stríðsmanni  sem hjálpar ykkur að aðgreina hvað er rétt fyrir ykkur og dregur ykkur til baka ef þið finnið að ákveðið umhverfi, eða ákveðið fólk er ekki að þjóna ykkar æðstu hugsjónum.

Að vera ljósberi og kennari, þýðir annars vegar að vera í heiminum og vera opin og viljug að breiða út tíðni ykkar þegar fólk biður um það. En á hinn bóginn þýðir það að þið eruð meðvituð um hvenær þið eigið að draga ykkur í hlé og hvenær þið eigið að segja nei og hvenær þið eigið að hugsa vel um ykkur sjálf, það er oftast þörf fyrir það á þessum tímum þegar orkan getur verið mjög þung og erfið.

Heiðrið ykkur sjálf og finnið tíma fyrir ykkur á hverjum degi til þess að finna ykkur sjálf, til þess að finna hver þið eruð. Það er hægt að taka það bókstaflega að búa til rými fyrir ykkur sjálf með því að finna stað í húsinu ykkar, eða í náttúrunni þar sem þið getið verið í friði, þar sem þið getið algjörlega verið þið sjálf. Í því slakandi umhverfi getið þið orðið partur af hinu innra og það er það sem skiptir raunverulega máli. Innra með ykkur er svæði sem er nokkurs konar vitund. Það er hið raunverulega þið, hinn eiginlegi kjarni þess sem þið eruð og hann er ekki hægt að tjá með orðum. Þið getið fundið þessa vitund í algjörri kyrrð,  þegar þið eruð ein og látið ekki truflast af því sem er að gerast hið ytra, hávaða, aðstæðum, hlutum sem draga athyglina frá ykkur. Til þess að finna þennan frið hið innra á hverjum degi er mikilvægt að vera meðvitaður um hver þið eruð, kennarar og þau sem koma með ljósið inn í þennan raunveruleika. Svo ég bið ykkur um að finna jafnvægi á milli þess að vera ein með sjálfum ykkur og vera í því veraldlega og finna hvaða taktur passar ykkur. Notið karlorkuna til þess að aðgreina og ákvarða hvað er rétt fyrir ykkur.

Endurskilgreinið karlorkuna

Nú er tíminn fyrir ljósbera að koma á jafnvægi hið innra á milli karl- og kvenorkunnar. Í vissum skilning hafið þið verið hrædd við ykkar eigið vald. Það hafa komið tímabil, mjög fornir tímar þar sem þið hafið sjálf notað vald ykkar á þann hátt að þið hörmuðu það eftir á. Þetta voru tímaskeið fyrir Krist, áður en ég kom til jarðarinnar, það nær aftur til Atlantis og lengra. Þið hafið ennþá minningar um þessa tíma og þið viljið aldrei misnota þetta vald aftur. En viðbrögð ykkar hafa verið of öfgakennd í vissum skilningi. Núna viljið þið svo oft vísa valdi ykkar á bug að þið eruð oft ófær um að standa með ykkur sjálfum, til þess að vera viss um hver þið eruð og hvað þið gerið eða viljið ekki gera. Þetta er mjög miður vegna þess að þá getið þið orðið uppgefin og döpur yfir því sem er að gerast í kringum ykkur vegna þess að þið neitið að taka upp vald ykkar, ekki í þeim skilning að ráða yfir öðrum, heldur í þeim skilningi  að tengja við ykkar eðlislægu ástríðu, ykkar náttúrulegu eðlisávísun, þekkingu ykkar. Það hefur verið erfitt að finna jákvæða skilgreiningu á karlorkunni, en ég hvet ykkur til þess að finna eina og taka henni vel því það er með endurfæðingu karlorkunnar sem þið munið finna ykkar sanna vald á ný.

Núna er rétti tíminn fyrir ljósbera að koma jafnvægi á karl -og kvenorkuna hið innra.

Kvenorkan tengir ykkur við sálina. Hið kvenlega er móttækilegt fyrir því að sálin tali til ykkar í gegnum tilfinningarnar. Til þess að þið getið fært innri þekkingu kvenorkunnar út í heiminn, þurfið þið að vita hvernig á að vernda kvenorkuna, hvernig á að draga sig í hlé þegar þess er þörf, hvernig á að halda jafnvægi og rósemd í orku sem passar ykkur ekki. Til þess að vera kennarar og þeir frumkvöðlar sem þið viljið svo sannarlega vera, þá þurfið þið að styðja bæði karl -og kvenorkuna ykkar. Verið hugrökk í þessu öllu. Hlutirnir eru að breytast en þið eruð ekki ein. Margt fólk í heiminum gengur í gegnum sama ferlið og þið eruð að ganga í gegnum núna. Það eru margir ljósberar á jörðinni núna og ef þið tengið við þá frá hjartanu þá getið þið fundið að þeir eru bræður ykkar og systur. Fjarlægð, tími og rúm skipta ekki máli, ekki heldur þjóðerni eða kynþáttur. Finnið vettvang Krist vitundarinnar sem er komin nær jörðinni núna. Þó að hún sé ekki sjáanleg í því sem þið lesið í blöðunum eða því sem þið heyrið í sjónvarpinu, þá er þetta svið hérna. Ný vitund er vakin.

Ég segi við ykkur. Ég er jafn stór hluti af þessu mikla sviði vitundar og þið. Við erum eitt á þessu sviði. Við erum jöfn og ég er að kalla ykkur heim. Ykkur getur fundist þið vera heima á jörðinni núna ef þið munið hver þið eruð, ef þið sannarlega getið fundið guðlegan eiginleika ykkar og hið engilfagra ljós sem flæðir í gegnum ykkur.

Ég elska ykkur.

Takið við orkunni minni.

Ég þakka ykkur fyrir að taka við henni.

Jeshua

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur