Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Kynhneigð og það andlega

 

Jeshua miðlað af Pamela Kribbe

Kæru vinir, ég fagna því að vera með ykkur aftur. Þegar ég sé ykkur, er ég ekki svo mikið að horfa á ykkur sem efnislíkamann sem þið horfið á í speglinum. Það er hið innra sem ég finn og sé, innri hreyfingar hugsana ykkar, skynjanir og tilfinningar. Ég er hér til að styðja ykkur á ferðalagi ykkar.

Það er þema sem mig langar að tala um í dag sem hefur haft mikil áhrif á ykkur í gegnum sögu ykkar á jörðinni. Það er um kynhneigð og hvernig hún er upplifuð af körlum og konum.

Þetta er ekki auðvelt efni. Kynlíf hefur orðið að byrgði með mörgum dómum, ótta og tilfinningum. Það er tæplega nokkur þáttur í því sem er óundirbúin og sjálfgefin lengur. Þetta er það sama og að segja að hinni barnslegi þáttur kynhneigðar, partur hinnar frjálsu könnunar sakleysisins hafi glatast. Þið eruð eruð full af ótta og spennu þegar kemur að því að tjá ykkur kynferðislega.

Mig langar að fjalla um þessa byrði í þessari miðlun, en fyrst langar mig til að segja smá um hvað kynlíf þýðir frá andlegu sjónarhorni.

Kynlíf er þegar karl – og kvenorka dansa saman. Upphaflega var kynlíf meira en líkamleg athöfn. Því var ætlað að vera dans þar sem öll stig eða þættir af þér og maka þínum var ætlað að spila saman.

Ég mun greina á milli fjögurra stiga eða þátta sem geta gegnt hlutverki í þessum orkudansi.

Fjórir þættir kynferðislegrar reynslu

Það sem kemur fyrst er hið líkamlega stig, þáttur líkamanans. Líkaminn er saklaus. Líkaminn þekkir kynferðislega löngun og girnd og þetta er eitthvað sem er ósjálfrátt til staðar í líkamanum. Líkaminn leitast við að fullnægja löngunum sínum og það er hið mannlega, eða sálar vitundin í mannfólki, sem ákvarðar með hvaða hætti kynhvötinni er beitt og hvernig hún er framkvæmd. Aftur, líkaminn er saklaus. Hann þekkir losta og þrá. Það er ekkert athugavert við það. Það getur verið uppspretta skemmtunar, leiks og ánægju. En líkaminn getur ekki sjálfur valið með hvaða hætti hann tjáir kynferðislega orku sína. Það ert þú sem manneskja sem ert við stjórnvölin og líkaminn þarf leiðsögn þína.

Þegar þú vilt upplifa kynlífi á sem ástríkastan hátt, þá verður sæti forysturnnar að koma frá hjartanu.  Þegar þú lætur hjarta þitt sjá um kynorkuna, þá finnur það stærstu gleði tjáninguna.  Valið er um að láta annað hvort hugsanir þínar (dóma) eða tilfinningar stjórna hinu kynferðislega flæði og þú munt sjá að þetta mun valda þó nokkrum stíflum í orkunni þinni, en ég mun tala um þetta hér fyrir neðan.

Annar þáttur kynferðislegs dans sem ég óska eftir að tala um er tilfinningalega stigið. Kynferðisleg sameining er djúp tilfinningaleg athöfn. Ef þú hunsar þennan þátt, þá ertu ekki að fullu til staðar í athöfninni og þú aðskilur þig frá hinni raunverulegu merkingu kynlífs.

Í fyrri miðlun sem heitir "Tekist á við tilfinningar," höfum við farið ítarlega í vandamál tengd tilfinningum. Við undirstrikuðum öflugar tilfinningar ótta, reiði og sorgar og fjölluðum um hvernig þær geta farið með ykkur út úr miðjunni ykkar. Þegar eitthvað af þessum öflugu tilfinningum er að hafa áhrif í sambandi á milli tveggja einstaklinga og þeir eru ekki meðvitaðir um það og innstilltir þá munu þær koma upp þegar þeir eru saman í nánum samskiptum. Þessar tilfinningar geta valdið sálrænum viðbrögðum andstöðu eða læsingum þegar þið eruð líkamlega náinn, eða þá að líkaminn getur verið ófær um að finna girnd eða spennu.

Alltaf þegar þessar sálrænu eða líkamlegu stíflu eru, er mikilvægt að bregðast við þeim á þeim vettvangi sem þær hafa komið upp: á tilfinninga stiginu. Þegar þú reynir að forðast líkamlegu einkennin án þess að skoða undirliggjandi tilfinningalega virkni, þá ert þú ruddaleg/ur við sjálfa/n þig og líkama þinn. Þegar líkaminn streitist á móti nánd þá er hann að gefa þér skilaboð, hrein og skýr, að það er tilfinningaleg stífla. Þetta getur verið vegna þess að það eru vandamál á milli þín og maka þíns, eða þá að það getur verið tilfinningalegt sár sem þú berð með þér úr fortíðinni. Hvað sem það er, þá þarf að veita því athygli og huga að því á blíðan og  nærgætin hátt áður en kynorkan getur flætt frjálst.

Næsta stig við tilfinninga stigið er hjartastigið, sem er aðsetur tilfinninga. Úr sömu miðlun og ég nefndi ("Tekist á við tilfinningar"), þá greinum við á milli kennda og tilfinninga. Kenndir tilheyra vettvangi innsæis og innri vissu. Þessi hlið talar til þín í gegnum þögult hvísl, fylltu visku og samúð. Tilfinningar eru dramantískar í eðli sínu og við köllum þær "viðbragða misskilning," því það er það sem þær eru í raun og veru: sprengingar af því að skilja ekki hvað er að gerast hjá þér. (Sjá miðlunina til skýringar).

Þegar hjartað opnast á milli elskenda er traust, ást og öryggi á milli þeirra. Þegar hjartað er til staðar í kynlífinu, þá leyfir þú innsæi þínu að taka mið af því sem er að gerast á milli ykkar þegar þið verðið líkamlega náin. Þú dylur ekki tilfinningar þínar, þú talar opinskátt um þær. Gamall sársauka getur komið upp á yfirborðið og hann er viðurkenndur sem slíkur. Þú ert samþykkt/ur eins og þú ert og svona samþykki er besti heilunar máttur sem til er. Þegar þú tengir hjartaorkuna með kynorkunni, getur stórkostleg heilun átt sér stað á svæðum sem eru í mikill þörf fyrir það.

Hins vegar, getur hjartað einnig gegnt lúmsku hlutverki til að koma í veg fyrir að þú upplifir kynlíf á gleðiríkan,elskandi hátt. Hjartað kann að hafa lokað á gleði tengda kynlífi af mismunandi ástæðum. Það getur verið löngun hjartans til að rísa upp yfir líkamlegan veruleika jarðar. Það geta einnig verið trúar kreddur að verki sem halda hjartanu frá því að opnast fyrir því hvað kynlíf er í raun og veru. Ég mun fjalla um báða þessa þætti núna.

Hjartað getur haft sterk tilhneigingu til að rísa upp yfir hinn þétta flöt á efnis veruleikanum.  Það er eins konar heimþrá. Það kann að vera þrá eftir einingu sem er alls ekki miðuð að sameiningu í kynlífi, en í raun ber það innra með sér dulda höfnun á jarðsviðinu (og kynlífi þar með talið). Mörg ykkar þekkja löngunina til þess að vera hafin yfir þennan veruleika. Mörg ykkar muna orku kærleika og jafnvægis sem þið hafið upplifað utan efnissviðsins áður en þið endurfæddust á jörðinni. Hjarta ykkar hrópar á léttleika og birtu þeirrar tíðni. Þú ert að reyna að drekka í þig þessa orku þegar þú hugleiðir. Oft eru hærri orkustöðvarnar virkjaðar á þennan hátt, sem þýðir hjarta, háls, þriðja augað og krúnustöðin. Þær opnast, en neðri orkustöðvarnar þrjár (sólarplexus, magi og rófubein) sem eru lífsnauðsynlegar fyrir hið jarðneska sjálf eru meira eða minna afskiptar.

Ennþá óeðlilegra er þegar þetta gerist þegar þú tekur eiturlyf. Þegar þú tekur hugar útvíkkandi efni, eru efri orkustöðvarnar rifnar upp og þú getur upplifað tímabundna alsælu og sælu sem lætur þig gleyma þéttni og þungum þáttum jarðarveruleikans.
Þótt löngun og þrá fyrir hinu yfirskilvitlega séu skiljanlegar, þá er mikilvægt að vera sátt við jarðar raunveruleikann. Annars muntu búa til gervi aðskilnað milli efri og neðri hluta orkusviðs þíns. Þú munt hafa dálæti á að vera í efri hluta áru þinnar með vitundina þína og þú munt þroska dulda eða augljósa andstöðu við raunveruleika líkamans, tilfinninga og kynlífs. Þetta skapar ójafnvægi í orkusviði þínu.

Þegar þú ert með svona heimþrá, reyndu að finna ástæðu og tilgang fyrir veru þinni á jörðinni núna. Ástæða til að vera hér er ekki að vera hafin yfir jörðina heldur til að koma Heima niður til jarðar. Þetta er heilagt ferðalag.

Hin ástæðan fyrir því að hjartað fælist kynlíf er trúarkreddur, oft frá fyrri lífum. Það kann að hafa verið líf þar sem þú tókst skírlífs heiti eða þar sem þér hefur verið kennt að finna fyrir skömm eða sektarkennd vegna líkamlegrar ánægju og kynlífs. Þessi orka getur tórt ennþá í hjarta þínu. Vegna hennar getur þú haft neikvæðar skoðanir um eða dulda mótstöðu gegn líkamlegri nánd. Þessar skoðanir og viðhorf eru ekki byggðar á sannleika. Aftur vill ég segja að líkaminn sjálfur er saklaus. Losti, löngun og allt líkamlegt ferli sem lætur þig langa í kynlíf er  náttúrulegt, heilbrigt ferli. Ójafnvægið sem á sér stað á sviði kynlífs er nánast alltaf vegna óefnislegra þátta, sem ég hef nú rætt um.

Á fjórða og síðasta stigi er þáttur hugans. Á hugar stigi getur það verið siðferðilegt eða andlegt viðhorf sem halda þér frá því að njóta kynlífs. Flest þessara viðhorfa eru trúarleg í eðli sínu.

Á andlega stiginu getur þú talið að efnislíkaminn sé nokkurs konar fangelsi. Hinn óefnislegi  veruleiki "hærri svið" (eins og þú kallar það, ekki ég) er svo upphafið að líkamlegur veruleiki er vanmetin. Þetta gerist oft meðal ljósbera. Á meðal þeirra er oft andstaða við unað og ánægju sem kynlíf getur veitt. Þetta stafar að hluta til af trúarlegum og siðferðislegum viðhorfum og að hluta til af hreinu reynsluleysi af þessum þáttum lífsins. Flestar ljósbera sálir hafa eytt mörgum lífum sem prestar, nunnur eða í svipuðum hlutverkum, hafa dregið sig út úr samfélaginu, án maka eða fjölskyldu. Þau lögðu svo mikla áherslu á það andlega að svið kynlífs var vanrækt.

Í hinu andlega eða trúalega skortir fólki oft virðingu fyrir líkamanum í sinni náttúrlegu tjáningu. Þetta er sannarlega miður vegna þess að það er tjáning í efni sem við lítum á sem hina heilögustu ferð fyrir sálina að vera á.  Að sá og uppskera fræ af guðdómleika þínum svo langt að heiman í raunveruleika efnis og forms er heilagt viðfangsefni. Það er guðleg, skapandi athöfn af hæstu gráðu.

Kannski þú hafir einhvern tíma verið til staðar á dauðabeði einhvers eða þú hefur orðið vitni að fæðingu. Á þeim augnablikum, þá kemur sálin inn eða lætur af dansi efnisins. Báðir þessir atburðir eru umleiknir andrúmslofti heilagleika. Þú getur skynjað þetta sem djúpa, sveipaða þögn fyllta af heiðri þeirrar sálar sem er að koma eða fara. Það er aðeins hin dýpsta virðing á okkar hlið hulunnar hvað þið gerið á þessum augnablikum. Dansinn við efnið er heilagt. Og þú hefur svo oft óbeit á því.

Kynlíf í sínu sanna eðli er dans í efninu sem á sama tíma rís upp yfir efnið. Í kynferðislegu sjálfs tjáningar jafnvægi ert þú hafin yfir efnis veruleikann án þess að hunsa eða bæla hann niður, án þess að afneita neðri orkustöðvunum þremur og án þess að leita alsælu aðeins í gegnum efri orkustöðvarnar. Fullkomið kynlíf samþættir öll stig veru þinnar. Kynlíf brúar bilið á milli efnis og anda.

Þegar tvær manneskjur eru líkamlega nánar á ástríkan hátt, víbra allar frumur líkama þeirra svolítið hraðar - þær byrja að dansa svolítið. Hlið er opnað á orkulegan veruleika með örlítið hærri tíðni og léttari tilfinningu. Eftir að hafa notið kynlífs þar sem allir þættir  hafa tekið þátt - líkami þinn, sál og hugur – finnur þú fyrir friðsæld og gleði á sama tíma. Það er þögul alsæla. Frumur líkamans hafa bragðað af orku ástar og á því augnabliki hefur þú fært  raunveruleika ástar aðeins nær þér. Þú miðlaðir hinni guðlegu orku ástar sem svo gjarnan vill flæða í gegnum þig og hún hefur aðeins hina hæstu virðingu fyrir eðli kynorkunnar.

Ef orkan á öllum fjórum stigunum rennur saman þegar kynlíf er stundað, þá er það athöfn guðlegrar sköpunar. Að börn skuli fæðast vegna þeirrar athafnar er eðlilegt. Þegar dans karls og konu er framkvæmd á þann gleðilega hátt, getur aðeins góðvild og sætleiki komið út úr því.  Ef barn er hugsað á þann hátt, kemur það á jarðarsviðið á skriðu kærleika og ljóss. Það er hin best elskandi móttaka sem sálin getur fengið á jörðinni.

Vegna þess að kynorkan er svo dýrmæt, biðjum við þig: vinsamlegast takist á við kynorku ykkar af virðingu. Þegar það eru vandamál, ótti eða spenna í kringum hana, ekki dæma kynlífið eða gefa það upp á bátinn, vegna þess að það er eðlilegur hluti af þér og heilagt.

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband