Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Þið eruð brautryðjendur

 

Pamela Kribbe miðlar Jeshua

Kæru vinir ég er Jeshua.

3. janúar 2022

Ég var einu sinni fæðingar tákn Krists orkunnar á jörðinni. Ég var upphafið, en því upphafi þarf að ljúka og það er það sem er að gerast á þeim tíma sem þú ert á núna. Nú er þessi bylgja Krists orkunnar, sem ég var í upphafi, að öðlast skriðþunga. Hún hefur getu til að bera með sér alla vitund og þar með talið vitund jarðar plánetunnar.

Í vitund mannkyns og jarðarinnar sjálfrar er nú pressa sem bendir til þess að það sé þörf á innri breytingum. Þú sérð að margt er að fara úrskeiðis eða staðna á ytri sviðum. Þetta sést greinilega í pólitískri þróun: valdabaráttu milli landa, hópa fólks og menningarheima. En þessi breyting hefur einnig áhrif á örlög jarðarinnar sjálfrar og samband mannkyns við líf náttúrunnar.

Ákveðnum málum og vandamálum er ýtt fram á sjónarsviðið á þessum og þú ert kominn á þessum tíma til að hjálpa sífellt róttækari breytingum að fæðast á eins kærleiksríkan hátt og mögulegt er. Á þessari stundu er breytingin svo mikil og áþreifanleg í hjörtum fólks að hún leiðir til kreppu og oft til hugsunar sem byggir á öfgakenndum skoðunum og andstæðri afstöðu á heimsmælikvarða.

Það er þörf á jafnvægisvitund til að takast á við þessar umbreytingar. Þörf fyrir fólk sem er víðsýnt og skilur rödd ástarinnar/kærleikans. Kærleikurinn nær út yfir öfga mannlegrar sýnar með alls kyns hegðun og tjáningarformum. Kærleikurinn fer með þig aftur til upprunans. Að lokum er sú uppspretta borin í hverju og einu ykkar sem óslökkvandi guðlegur neisti, lifandi ljós sem er skapandi. Þetta ljós ert þú! Og ljósið þitt er einstakt og einstaklingsbundið, hefur sinn ljóma, sína eigin dýpt, sitt eigið eðli.

Á jörðinni núna er mest þörf á fólki sem byrjar aftur að hlusta á sitt eigið guðlega eðli, hlusta á hver það er í raun og veru; sem eru ekki ákvarðaðar af lærðum félagslegum áhrifum, ótta og takmörkunum. Þið eruð frumkvöðlar. Einhvers staðar í minni sálar þinnar er minning sem lætur þig vita að hér þarftu að vera núna. Þú veist að þig langar að fylgja þessari bylgju umbreytinga og styðja hana.

Ég bið þig um að gefa þér smá stund til að draga þig frá daglegum áhyggjum, frá daglegu þemunum sem hugur þinn er yfirleitt að takast á við - þeim hlutum sem þú hefur áhyggjur af - og finna fyrir æðra sjálfinu þínu. Þú ert ekki bara líkami og ekki bara persónuleiki mótaður af fortíðinni, af lærðum hugmyndum og skilyrtum viðbrögðum. Þú ert óendanlega miklu meira en það! Þú hefur leitt mörg líf á jörðinni og í alheiminum. Þú ert í raun miklu meiri en þú heldur venjulega eða getur jafnvel skilið.

Til að gera þessa tilfinningu, þessa vitund um guðlega kjarna þinn, eitthvað áþreifanlegri, bið ég þig um að beina athyglinni að hryggnum þínum og finna hann mjög meðvitað um stund. Sestu upprétt/ur og finndu ljós streyma niður í gegnum þig: orku sem byrjar við krúnuna og flæðir niður hrygginn í gegnum höfuðið, hálsinn, efri bakið - og fylgdu því flæði. Kannski finnur þú náladofa. Leiðbeindu því streymi með athygli þinni niður í hjarta þitt og fagnaðu því. Mundu hver þú ert með því að tengjast glitrandi ljósinu í því flæði.

Láttu ljósið síðan streyma niður hrygginn í gegnum magann og kviðinn að rófubeininu. Sjáðu tæra orku þar, sem birtist eins og kristall. Kristall er mjög tær, svipað opinni og hlutlausri vitund: allt umvefjandi og án dóma. Finndu hversu gott það er að vera á þessu sviði meðvitundar þar sem þú getur sleppt takinu vegna þess að þú þarft ekki lengur að vera hrædd/ur við óttann þinn. Þú getur séð hann, horft á hann en samt verið róleg/ur. Leyfðu þessu kristalljósi að magnast í kringum þig, þar til það umvefur allan líkamann þinn.

Í gegnum þessa kristaltæru vitund ertu sameinuð hinum miklu og djúpu kröftum alheimsins. Þú ert ekki ein/einn. Það er alltaf blekking. Um leið og þú finnur að þú ert aðskilin/n og einmana hefurðu í raun misst sambandið við sjálfa/sjálfan þig – en þú getur lagað það með því að tengjast æðra sjónarhorni.

Til að upplifa þá tengingu á áþreifanlegan hátt skaltu spyrja hvort leiðbeinandi birtist þér sem er tengdur þér; leiðbeinandi sem hjálpar þér, sem myndar brú á milli þín og stærri veruleika sem þú ert hluti af. Þú getur fundið leiðbeinandann og kannski sérðu lit, tákn eða form, andlit. Leyfðu þeim leiðbeinanda að endurheimta tenginguna á milli þín og æðra sjálfsins, sálar þinnar: hins óendanlega hluta þíns.

Spyrðu þann leiðbeinanda hvað þú þarft núna til að treysta þér betur; hvað það er sem þú þarft til að fylgja vegi sálar þinnar. Svarið getur komið í formi tilfinningar, eða eitthvað sem þér er gefið, eða skilaboð í orðum - það skiptir ekki máli. Finndu að það eru hjálpar kraftar sem vilja alltaf gefa þér vísbendingu um hvert þú átt að fara, eða hvar vegurinn er sem leyfir ljósinu þínu að skína sem mest.

Það er oft þannig að þú dregst inn á við í ákveðna átt að einhverju sem laðar þig að þér, finnur að er rétt fyrir þig og gefur þér innblásna tilfinningu, og það er þangað sem sál þín vill að þú farir svo þú getir sýnt þig og tjáð þig. Að finna að „eitthvað“ vekur upphaflega gleði og eldmóð, eins og þú sért barn sem dreymir og fyllist af einhverju og það „eitthvað“ sé rödd sálar þinnar. Það færir líf og endurnýjun, endurstillingu, innblástur.

En á sama tíma hefur þú tekið inn alls kyns hugmyndir úr samfélaginu sem þú býrð í. Og þessar hugmyndir segja þér oft neikvæða hluti, eins og að eitthvað geti ekki gerst vegna þess að það eru alls kyns takmarkanir og mótmæli; að það sem þú vilt sé barnalegt og óraunhæft og sé ekki mögulegt.

Ég hvet þig til að skoða þinn mesta ótta á þessu sviði. Þið eigið öll ákveðin draum innra með ykkur, innblástur, eitthvað sem fær hjartað til að slá hraðar en á sama tíma vekur það ótta. Og ég get sagt þér hvers vegna: vegna þess að þú ert öðruvísi. Draumar þínir, innblástur þinn, passa yfirleitt ekki við ríkjandi vitund samfélagsins og umhverfisins. Þú ert öðruvísi einmitt vegna þess að þú ert forsprakki. Þú ert einhver sem er kominn til að koma með eitthvað nýtt og það nýja er ákaflega velkomið og nauðsynlegt á jörðinni.

Hins vegar, á hversdagslegum vettvangi, og frá sjónarhóli gamla ríkjandi skipulagsins í samfélaginu, er það sem er nýtt alls ekki velkomið. Og vitneskjan þín gerir það óþægilegt fyrir þig að sýna þetta nýja orkuform. Til viðbótar við innblástur þinn - hafið þið næstum öll - mikinn ótta við að sýna raunverulega krafta þessara innri hvata sem þú finnur fyrir.

Horfðu nú einfaldlega á líkama þinn eða á orkusviðið í kringum líkamann. Athugaðu hvort þú finnur eða sérð stað sem er aðþrengdur, sem þér finnst dekkri, þar sem óttinn þinn er: óttinn við að brjótast út úr því gamla og fara inn í hið nýja. Líkaminn þinn heldur í það sem þér finnst og þess vegna getur hann verið frábært tæki til sjálfsþekkingar. Horfðu því frá tæru kristalvitundinni innra með þér til þess sem stoppar þig og láttu það koma fram.

Kallaðu fram þann ótta; bjóddu honum að sýna sig. "Hvað hræðir mig mest og kemur í veg fyrir að ég fylgi sálinni minni?" Gerðu óttann áþreifanlegan með því að setja hann í orð: „Ég er hræddur við...“ Nefndu það sjálf/ur. Er það ótti við höfnun, skort, viðkvæmni, einmanaleika, að vera ekki skilinn? Reyndu að koma orðum að því. Gerðu þér grein fyrir því að það er mikill styrkur í því að geta staðið á móti óttanum þínum og nefnt hann. Með því að gera það skaparðu rými sem er stærra en óttinn og þú ríst yfir hann. Því beinskeyttari og heiðarlegri sem þú ert þegar þú horfir á ótta þinn, því auðveldara er að losna við hann. Vinna með hann, með myrkasta hlutann innra með þér. Þá myndast innri gullgerðarlist, umbreyting sem hjálpar þér og það opnar þig líka til að þú fáir hjálp.

Þú ert brautryðjandi hins nýja og það er ekki auðvelt verkefni vegna þess að þú hefur mannlegt sjálf sem er orðið skilyrt af fortíðinni. Þú ert með ótta og varnarleysi og það er mikilvægt að afneita því ekki. Engu að síður vill sál þín setja eitthvað inn í þetta jarðneska andrúmsloft og undirbúa leiðina fyrir nýja vitund á jörðinni. Viðurkenndu sjálf/an þig sem hluta af þessari nýju vitund. Það er mikilvægt að skilja hver þú ert, að vera meðvitaður/meðvituð um ljósið sem þú berð innra með þér.

Ég kveð þig úr okkar djúpu tengingu. Ég er eitt með þér. Þakka þér kærlega fyrir.

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur