Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

Blómin


Jurtir, blóm, tré eða annar gróður í náttúrunni hafa ákveðna tíðni, lit og lykt og geta með þessum sérkennum sínu hjálpað okkur að umbreyta tilfinningum og öðrum þáttum í lífinu.

Með því einu að sitja hjá blómi má finna hvernig orka þess og tíðnisvið hefur áhrif á orkuna okkar. Það er líka hægt að týna blóm, í blóma og láta þau liggja í hreinu vatni í stuttan tíma og drekka síðan vökvann til þess að taka tíðni þess inn í efnis - og orkulíkama. Þegar blómavökvinn hefur verið drukkinn er gaman að kanna hvað blómið með tíðni sinni gerir fyrir viðkomandi með því að hugleiða á það.

Það er með þetta eins og allt annað, að eitt blóm, eða blómavökvi af blómi getur gefið einum ákveðna upplifun á meðan sama blómið gerir eitthvað allt annað fyrir einhvern annan. Allt er rétt og það er gaman að æfa sig í því að sjá hvað innsæið færir hverjum og einum.

Í kringum hvert blóm eru líka allskyns litlir blómálfar og blómadífur sem ætti að virða og biðja um leyfi að fá að setjast hjá og ég tala nú ekki um til þess að slíta upp blómið til þess að raska ekki jafnvægi og friði þessara orkuvera. Blómið eða blómálfarnir þurfa smá aðlögunartíma til þess að venjast því að vera slitið upp. Það kostar ekkert að staldra við og spyrja í orkunni hvort þetta sé leyft með því að tengja sig við orku blómsins eitt augnablik. Stundum erum við líka leidd að ákveðnum stöðum í blómahafinu og þar með getum við verið viss um að við höfum fengið leyfi. Það er líka gott að passa upp á ræturnar svo að blómið geti vaxið aftur. Þarna er hægt að virkja innsæið til þess að vera viss um að við tengjumst á það tíðnisvið sem orkan okkar kallar á.

Litir blómanna hafa líka áhrif á orkuna okkur og það eitt að horfa á liti blóma gefur ákveðinn styrk og þéttni í orkuhjúpana og orkustöðvarnar. Appelsínugulur er t.d. góður fyrir skapandi orku, sköpunarstöðvarinnar og einnig gefur blái liturinn styrk og þéttni fyrir hálsstöðina og sköpunarflæði hennar. Bleikur og grænn gefur ákveðna mildi og næringu fyrir hjartastöðvarnar. Litirnir hafa líka vísan í sólina og sólarnæringuna eins og guli liturinn gerir. Fjólublái og hvíti liturinn tengir okkur í hærri víddir og sá rauði gefur jarðtengingu og framkvæmdakraft. Við getum tekið litina inn í gegnum augun og orkuna. Það getur verið gaman að sitja í blómaskrúði og æfa sig að anda litunum inn í orkustöðvarnar og finna hvað þeir gera fyrir okkur.

Lyktin af blómi gefur líka ákveðna tengingu við það, hún færi okkur ákveðna vellíðan sem nærir og fyllir upp í einhvern þátt í okkur sem blómailmur getur aðeins gefið. Það er líka gaman að standa við blóm sem okkur finnst gefa góðan ilm, loka augunum og finna hvað gerist í orkunni, líkamlegri líðan og hvaða myndir við fáum í innri sjón.

Tíðnisvið blóma má líka skynja í gegnum heyrn, vegna þess að hvert blóm sendir frá sér ákveðinn hljóm eða óm, sem má greina í þögninni.

Náttúran og frumkraftar hennar gefa okkur krafta og næringu og hún nýtur líka góðs af orkulegri nærveru okkar þar sem við erum ákveðnir orku tengiliðir fyrir hana og þess vegna kalla orkulegir staðir hreinlega á okkur og okkur finnst við verða að fylgja því kalli.

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur