Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

Blóm, jurtir og tré


Jurtir, blóm, tré og annað sem vex í náttúrunni hefur ákveðna tíðni, lit, lykt og hljóð. Þau geta hvert með sínum sérkennum hjálpað okkur að umbreyta tilfinningum, huga og jafnvel líkamlegum einkennum. Blóm og jurtir gera nefnilega kraftaverk.
Það eitt að sitja hjá blómi, eða jurt gefur tækifæri til að upplifa orku þess og tíðnisvið. Þessi orka eða tíðni getur haft áhrif á okkar eigin orku ef við gefum okkur tíma til skynja hana.

Ef við erum úti í náttúrunni er líka hægt að týna blóm, þegar það er í blóma og setja það í hreint vatn sem er í glerflösku/plastflösku eða gleríláti. Tíðni blómsins og orka er þá komin í vatnið og eftir stuttan tíma er hægt að drekka það og upplifa áhrif þess á líðan og upplifun. Það getur verið gaman að hugleiða á blómið og athuga hvað hver og einn upplifir, það getur verið misjafnt á milli einstaklinga og þar hafa allir jafn rétt fyrir sér í skynjuninni, innsæið er okkar skýrasti áttaviti.

Þó að við sjáum ekki allt í náttúrunni þá er samt gaman að vera meðvituð um að í hverju blómi eða jurt eru pínulitlar verur sem er meira hægt að skynja en sjá, en margir sjá þær líka.

Það er gott að fara varlega og biðja um leyfi til að fá að setjast og ég tala nú ekki um ef við ætlum að slíta blómið upp ef við viljum taka tíðni þess og orku inn í gegnum vatnsdrykkju.  Allt þarf að virða í náttúrunni til þess að raska ekki jafnvægi og friði þessara orkuvera. Blómið eða blómálfarnir þurfa smá aðlögunartíma til þess að venjast því að blómið sé slitið upp. Það kostar ekkert að staldra við og spyrja hvort það sé leyft með því að tengja sig við orkuna.

Það kemur líka fyrir að við erum leidd að ákveðnum stað í blómahafinu og þar með getum við verið viss um að við höfum fengið leyfi. Það er nauðsynlegt að passa upp á ræturnar eins vel og hægt er svo að blómið geti haldið áfram að vaxa. Þarna er hægt að virkja innsæið til þess að vera viss um að við tengjumst inn á það tíðnisvið sem orkan okkar þarf á að halda. Náttúran er gjöful og góð ef við virðum hana og göngum vel um.

Litir blómanna hafa líka áhrif, hver litur gefur ákveðna orku og tíðni, það að horfa á blóm með ákveðnum lit gefur ákveðna heilun. Appelsínugulur litur er t.d. góður fyrir skapandi orku, tilfinningastöðvarinnar. Blár litur getur styrkt hálsstöðina og það skapandi flæði sem hún hefur í tjáningunni. Bleikur og grænn litur gefur ákveðna mildi og næringu fyrir efri og neðri hjartastöðina.  Litirnir hafa líka vísan í sólina eins og guli liturinn gerir, hann gefur kraft og jafnvægi í sólarplexus. Fjólublái og hvíti liturinn gefa næringu og jafnvægi í ennisstöðina og höfuðstöðina.  Rauður getur verið góður fyrir rótarstöðina þar sem hann jarðtengir og veitir öryggis tilfinningu.
 
Það er hægt að meðtaka litina í gegnum augun, þá þarf ekki að slíta blómin upp, þá er ímyndunaraflið virkjað til þess að sjá fyrir sér að ákveðin litur fara á ákveðna orkustöð. 

Það getur líka verið gaman að nota öndunina á meðan setið er í blómaskrúði og ímynda sér að anda litunum inn í hverja orkustöð.  Þó að hérna sé ákveðin litur tengdur við ákveðna orkustöð þá er það alls ekki einhver heilagur sannleikur vegna þess að t.d. appelsínugulur litur gæti nært hjartastöðina eða hálsstöðina, rauður litur gæti nært magastöðina/tilfinningastöðina og það er það skemmtilega við svona æfingar að allt er rétt sem hver og einn upplifir eða fær til sín.

Lyktir af blómum gefa líka ákveðna tengingu við þau, lykt færi okkur ákveðna vellíðan sem nærir og fyllir upp í einhvern þátt í okkur sem aðeins blómailmur getur gefið. Það er gaman að standa eða sitja við blóm sem okkur finnst gefa góðan ilm, loka augunum og finna hvað er að gerast í orkunni, líkamlegri líðan og hvaða myndir koma upp í innri sýn.

Tíðnisvið blóma má líka skynja í gegnum heyrn, vegna þess að hvert blóm sendir frá sér ákveðinn hljóm eða óm, sem má greina í þögninni.

Náttúran og kraftar hennar gefa okkur næringu og vellíðan og hún vonandi nýtur hún líka góðs af okkar orkulegri nærveru þar sem við erum ákveðnir orkulegir tengiliðir fyrir hana og þess vegna kalla orkulegir staðir hreinlega á okkur og okkur finnst við verða að fylgja því kalli.

 

Herbs flowers and trees

 

Herbs, flowers, trees, and other things that grow in nature have a certain frequency, color, smell, and sound. Each with its own characteristics can help us transform our emotions, mind, and even physical symptoms. Flowers and herbs work wonders.

Just sitting with a flower or herb gives you the opportunity to experience its energy and frequency range. This energy or frequency can affect our own energy if we take the time to sense it.

If we are outside in nature, it is also possible to lose a flower, when it is in bloom and put it in clean water that is in a glass bottle/plastic bottle or glass container. The frequency and energy of the flower is then in the water and after a short time you can drink it and experience its effect on well-being and experience. It can be fun to meditate on the flower and check what each person experiences, it can be different between people, and everyone is equally right in their perception, intuition is our clearest compass.

Although we don't see everything in nature, it's still nice to be aware that in every flower or plant there are tiny creatures that can be felt more than seen, but many people see them too.

It's good to be careful and ask for permission to sit, and even more so if we are picking up the flowers if we want to absorb its frequency and energy through drinking water. Everything in nature must be respected in order not to disturb the balance and peace of these energy sources. The flower and the fairies need a little adjustment to get used to the loss of the flowers. It costs nothing to stop and ask if this is allowed by connecting to the energy.

It also happens that we are drawn to a certain place in the flowering flower, and thus we can be sure that we have received permission. It is necessary to take care of the roots as well as possible so that the flower can continue to grow. There you can activate your intuition to make sure that you connect to the frequency range that your energy needs. Nature is generous and good if we respect it and take good care of it.

The colors of the flowers also have an effect, each color gives a certain energy and frequency, looking at a flower with a certain color gives a certain healing. Orange color is e.g. good for creative energy, the emotional chakra. Blue can strengthen the throat chakra and the creative flow it has in expression. Pink and green color gives a certain softness and nourishment to the upper and lower heart chakras. The colors also refer to the sun, as yellow does, it gives power and balance to the solar plexus. The purple and white colors nourish and balance the third eye and crown chakra. Red can be good for the root chakra as it grounds and provides a sense of security.

It is possible to absorb the colors through the eyes, then the flowers do not need to be cut, then the imagination is activated to visualize that certain colors go to a certain chakra.

Although
there is a certain color associated with a specific chakra, it is by no means some holy truth because, for example an orange color could nourish the heart chakra or the throat chakra, a red color could nourish the sacral chakra/emotional chakra, and it is the fun thing about these exercises that everything is right that each person experiences or receives.

The smell of flowers also gives a certain connection to them, smells bring us a certain ease that nourishes and fills in some aspect of us that only a floral aroma can give. It's fun to stand or sit by flowers that we find smell good, close our eyes and feel what's going on in our energy, physical well-being and what images come up in our inner vision. The frequency of flowers can also be experienced through hearing because each flower emits a specific sound or resonance, which can be detected in silence.

Nature and its powers give us nourishment and well-being, and it also benefits from our energetic presence as we are certain energetic connection for it and that's why energetic places call us actually and we feel we must follow that call.

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur