Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Virðing

 

1. mars 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Mannkynið mun ekki upplifa frið á jörðinni fyrr en allar sálir hafa lært að bera virðingu fyrir hvor annarri, hvort heldur það er fyrir trúarskoðunum, maka eða húðlit. Virðing er eitt af grundvallar atriðunum til þess að hægt sé að koma á friði á jörðinni. Hvaða máli skiptir það þó nágranni þinn sé gyðingur, trúleysingi eða nýaldar sál. Þetta er það sem hann kýs að trúa. Þó að þú veljir að trúa einhverju öðru, þá þýðir það ekki að ykkur geti ekki samið við hvorn annan. Ef þú nærð því, þá munt þú bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum.

Virðing er eitt það mikilvægasta sem þið lærið í sambandi við andlegan þroska. Mannfólkið hefur þann vana að sálum finnst það vera skilda sín að breyta hugsun annarra eins og þeir hugsa sjálfir. Þetta er auðséð í kristnum samtökum þar sem þeir eru að banka uppá hjá fólki og reyna að breyta trúarskoðunum þeirra. Þú getur sagt við mig, ,„en meistari, þú ert að gera það sama með þessari vefsíðu.  Þitt álit er þarna, til þess að fólk sjái það,“  og ég svara, „já, en fólkið getur valið um það hvort það vill lesa og þá annað hvort að trúa, eða trúa ekki. Enginn hringir í þig og reynir að breyta hugsun þinni. Þetta er þitt val.”
 
Virðing er mikilvægasti þátturinn í lífi ykkar um þessar mundir. Ef þið eruð ekki sammála öðrum, eyðið þá ekki orku í það að rífast við þá manneskju. Þvílík sóun á orku. Segið frekar við ykkur sjálf, ,,nú, þetta er hennar/hans val og sannfæring, ekki mín” og sleppið því svo. Gefið því ekki meiri orku. Það mun pirra ykkur í smátíma, en að lokum, munið þið finna að þið sættið ykkur við manneskjuna eins og hún er, ekki vegna þess sem hún trúir. Þegar fram líða stundir mun trúarskoðun hennar verða léttvæg. Lærðu virðingu og þú ert á leið til uppljómunar.


Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur