Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Valkostir

 

Kennsla Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

11. apríl 2009

Af hverju hafið þið valkosti? Þið hafið valkosti til þess að þið getið sjálf valið hvaða stefnu þið viljið taka í lífinu. ÞIÐ eruð ábyrg fyrir ykkar eigin lífi. Engin annar er með lífsáætlun ykkar, hefur valið lífslexíur ykkar eða tækifæri og möguleika sem liggja fyrir framan ykkur. Þið ein takið þessa ákvörðun.

Það eru mörg dæmi um það á jörðinni að ákvarðanir sem hafa verið teknar hafa valdið stríði, þjáningu, skaða og jafnvel drápi. Þegar kona uppgötvar t.d. að hún sé ófrísk og tekur þá ákvörðun að eiga ekki barnið heldur fara í fóstureyðingu. ÞÁ ER ÞAÐ HENNAR VAL! Engin hefur rétt til þess að dæma hana nema guðs orkan.

Hún gæti hafa valið að fara í gegnum þetta til þess að læra af því, hún gæti hafa þurft að ganga í gegnum þessa reynslu til þess að hjálpa sálinni sem var að koma inn. Sumar sálir fæðast ekki, þær þurfa bara að snerta jarðlífið til þess að klára karmað á jörðinni. Sumar konur velja að vera farartækið  fyrir þessar sálir. Til þess að gera þeim kleift að koma aftur og að þessi möguleiki sé fyrir hendi.

Hvenær er barn, orðið barn?  Barn er barn frá því augbliki sem það vaknar. Þá kemur sálin í líkamann. Það er þá sem sálin er endanlega tengd. Fram að fjórða mánuði meðgöngunnar er barnið bara fósturvísir sem er að bíða eftir sál. Jafnvel eftir þann tíma getur kona misst barn en það líka vegna vals eða þeirrar staðreyndar að sálin sem er að koma inn ákveður að halda ekki áfram.

Þetta er enn eitt dæmið um val. Það eru til mörg dæmi. Hvert ykkar hefur val um að skapa lífið á þann hátt sem þið viljið. Þið eruð myndhöggvarinn, valið er meitillinn.

Þið voruð sköpuð á þann hátt að þið gætuð haft val. Hvert ykkar getur valið margar leiðir. Þið fæðist með áætlun, þið getið kannski kallað það kort. Þetta kort/áætlun er stjörnukortið ykkar. Þið getið valið margar leiðir eða áttir í gegnum þessa áætlun. Ykkar er valið.

Það er ekki fyrr en þið hafið ákveðið að uppfylla ykkar andlegu áætlun sem hlutirnir geta breyst. Þegar þið lifið venjulegu lífi, (án mikils andlegs þroska) þá veldur val ykkar ekki miklum skaða fyrir ykkur, þótt valið sé mikilvægt.  Hins vegar þegar þið veljið að standa við andlega áætlun ykkar, þá komum við í andlega heiminum inn til þess að hjálpa ykkur. Það er þá sem þær ákvarðanir sem þið gerið fara að verða mikilvægar. Það er yfirleitt á þeim tímapunkti sem sálir velja að halda ekki áfram.

Andlegur þroski er eitt það erfiðasta sem hægt er að fara í gegnum. Sérhver sál velur hvernig hún ætlar að læra lexíurnar sínar. Sumar sálir velja að þola niðurlægingu, sumar að missa sína nánustu. Aðrar velja að lífið verði erfitt fyrir þær. Sérhver sál vel það sem hún vill. Við færum ykkur bara aðrar sálir inn í líf ykkar til þess að hjálpa ykkur að læra.

Oft er þetta tengt við karma. Aðrar sálir gera áætlun til þess að gera nákvæmlega það sem þarf til þess að þið getið lært. Miðillinn minn þurfti t.d að læra lexíur egósins fyrir mörgum árum, og vinur hennar - sem hefur einnig gott innsæi - sagði henni að hún myndi fara til Ameríku "til að lesa fyrir frægt fólk og kvikmyndastjörnur." Þetta var tálbeita fyrir egóið hennar til þess að fá hana til þess að fara, vegna þess að í fyrri lífum hafði hún aðeins áhuga á þeim sem höfðu hlotið frægð og frama. Þetta var sett upp til þess að prófa hana, til þess að sjá hvort hún vildi bíta á agnið aftur. Hún tók beituna. Hlutirnir voru settir upp í Ameríku til að sjá hvort hún myndi fara sömu leið. Hurðir lokuðust á hana; egóið var rifið í tætlur. Hennar var freistað af þeim sem áttu peninga og voru í áhrifastöðum, en í þessu lífi snerti það hana ekki - hún fór ekki í gamla farið. Hún stóðst prófið. Þegar hún hafði gert það, þá gáfum við henni lykilinn að framtíð hennar, lykillinn að vinna með okkur í andlega heiminum. Hefði hún freistast og farið tekið þessum tilboðum, myndi hún hafa gert það gott, en hún myndi ekki hafa tengst okkur meisturunum. Hún tók ákvörðun. Það var þá (eftir þessa reynslu) og aðeins þá sem við gáfum henni leiðbeiningarnar fyrir þessa vefsíðu.

Þeir sem eru óvinir ykkar á þessari jörð eru oft bestu vinir ykkar í öðrum víddum. Þeir koma til jarðarinnar til þess að hjálpa ykkur að þroskast. Val ykkar ákvarðar framtíðina. Hvert ykkar mun verða prófað til þess að sjá hvort þið eruð þess verðug að vinna með okkur. Þetta þarf að gera. Þið ákveðið áður en þið fæðist. Þið stoppið andlegan þroska ykkar eftir því sem þið gefið aðstæðum meira tilfinningalega orku. Það er oft erfitt að velja rétt vegna þess að sjálfið segir eitt og æðra sjálfið annað. En, þegar maður sleppir og fer út úr aðstæðum, þá er ykkur sýnd leiðin sem þið getið valið. Oft snýst þetta um að sleppa fólki sem þið elskið, eða þeim hlutum sem þið eigið. En því meira sem þið sleppið því meira þroskist þið.

Já, það er sársaukafullt, en munið -  að blekkingin er  sú að þetta fólk og aðstæður séu raunverulegar. Það er það ekki. Þau eru bara búin til fyrir ykkur til þess að læra. Núverandi eiginmaður þinn/eiginkona þín/maki mun ekki verða það í andlega heiminum. Hann / hún mun bara vera önnur sál. Í öðru lífi gæti þessi manneskja verið sonur þinn, faðir, eða vinur. Þegar þú að hækka tíðnina þá sérðu í gegnum blekkinguna.  Þú sérð lífið eins og það er í raun og veru, blekking.

Sú ákvörðun sem þú tekur ákvarðar hvort þú þroskast andlega eða ekki.  

Þú heldur að lífið sé fyrirfram ákveðið og að miklu leiti er það þannig en það er líka opið fyrir valmöguleikum – ekki bara þínu vali heldur allra annarra. Lífið er fullt af tækifærum og möguleikum, hvert þeirra byggir á aðgerðum annarra. Ef allir fylgja áætlun sinni, ef allir samræmdu við hvorn annan þá myndi heimurinn vera betri staður.

En mannkynið valdi að hafa valmöguleika. Vegna þessa vals gæti verið að par hafi áætlað að vera saman, en annar aðilinn velur - vegna sjálfsins eða annarra ástæðna – að það verði ekki. Einhverju gæti verið ætlað að gerast, en val einhvers veldur því að það gerist ekki. Þið getið valið það á persónulegum grundvelli að fylgja ekki ákveðinni leið. Ekkert er fyrirfram ákveðið, það er allt byggt á vali. Það sem þið veljið mótar raunveruleika morgundagsins. Það eru ekki heldur nein mistök. Allt er fullkomið í alheiminum. Það er bara mannkynið sem getur ekki séð þá fullkomnun.

Næst þegar þú velur um eitthvað, spurðu þá sjálfa/n þig:  “hvað mun þetta gera í sambandi við áætlun annarra?”  Hvaða áhrif mun það hafa á framtíðina? "Með því að gera þetta þá muntu skilja valmöguleika og verða vandlátari í vali þínu.

ÞIÐ veljið, ekki við í andlega heiminum. Við erum bara hérna til þess að leiðbeina ykkur, kenna ykkur og hjálpa þegar þið farið inní pílagríms framvinduna í gegnum lífslærdóm ykkar.

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur