Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Tilvist Kíron í stjörnu sólkerfinu okkar

 

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Mörgum sálum finnst erfitt að takast á við orkuna sem er ríkjandi á þessum tíma þegar jörðin er að hækka í tíðni.  Það er mjög mikilvægt að þið sem eruð á andlegu brautinni skiljið orkuna og tilgang hennar. Ég hef skrifað um fótónu beltið á heimasíðunni, þannig að ég þarf ekki að endurtaka mig, hins vegar finnst mér ég þurfa að skrifa um orkuna og hvernig á að takast á við hana. Margir hafa skrifað mér og spurt mig út í hvað þau geti gert við þann ys og þys sem þau eru að upplifa. Athugasemdir um  „að hafa ekki nógu margar klukkustundir í deginum“ „finna fyrir þrýstingi" og „ að geta ekki tekist á við einföldustu verkefni“ og  „erfiðleikar við að muna hluti“ hefur verið talað um í tölvupóstinum til Margaret og til mín síðastliðna mánuði jarðar tíma.

Mörgum sálum finnst erfitt að muna hluti, hvort sem það er úr fortíðinni, eða nútíðinni. Þetta er vegna þess að orkan er að skapa aðstæður til þess að vera í núinu. Sífellt fleirum mun finnast erfiðara að muna hluti. Í stað þess að óttast þetta, fagnið því og takið því opnum örmum vegna þess að þetta gerir það að verkum að þið þurfið ekki að vera fyrir truflun út af smávægilegum hlutum. Með því að lifa í núinu, þá erum við í augnablikinu. Þetta er ástand sem staðfestir að þið verðið að gera hlutina með þessum hætti, og þið verðið að muna það, af hverju?

Fótónu belta orkan er að koma með nýja tíðni til jarðarinnar, þar sem fortíðin mun hætta að vera mikilvæg. Það er líka að gera mörgum sálum mögulegt að breyta lífi sínu til hins betra, og komast út úr aðstæðum fortíðar. Ef þið munið ekki fortíðina, þá skuluð þið ekki hafa áhyggjur af því. Hún hættir að vera hluti af lífi ykkar. Hvað er fortíð hvort sem er, nema gömul notuð orka? Samt reyna svo margar sálir að halda í þá orku.

Það voru einu sinni voru 24 klst. í hverjum sólarhring, núna er sólarhringurinn 12 klst. Mjög fljótlega verður hann 10 klst! Þetta er vegna orkusamþjöppunar og það skapar tíma brenglun innan jarðarinnar. Tilvist Kírons í stjörnu kerfinu er einnig að vinna með þessa orku til þess að  margar sálir eigi líka möguleika á heilun á þessum tíma. Hún er að koma með mjög öfluga orku. Enginn getur flúið breytingar!

Þegar jörðin færist inn í þessa orku, og inn í nýja tíðni, þá er mannkynið að berjast fyrir lífi sínu, það munu verða mörg stríð og deilur á næstu árum, þar sem það er verið að færa gömlu orkuna upp á yfirborðið og fjarlægja hana. Það mun taka tíma, en á endanum, mun nýja orkan birtast. Þau ykkar sem eruð kennarar, heilarar, og eruð að vinna fyrir það andlega, það hefur aldrei verið eins mikil þörf á því sem þú kannt eins og núna. Lærið að nota orkuna fyrir hið jákvæða, óttist það ekki. Já, það verða breytingar, en það munu verða breyting til batnaðar, sem mun færa nýjan sýn til jarðarinnar og það mun að lokum skapa himnaríki á jörðu.

Maitreya.

 

 

Efsta á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur