Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Þú getur ekki tekið neitt með þér

 

25. nóvember 2009

Kennsla Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Á því augnabliki sem ég miðla þessum upplýsingum, eru óeirðir á fjölmörgum stöðum á jörðinni, með stríði og átökum. Stríðið er annað hvort háð vegna trúarbragða eða landssvæða. Þær sálir sem tengjast þessu gera sér ekki grein fyrir því að þegar þær fara yfir í andlega heiminn, þegar líkaminn deyr, þá geta þær ekki tekið neitt með sér. Hvaða máli skiptir það að berjast fyrir landi, berjast af því að trú annarra er ekki sú sama og þín, þegar lokaniðurstaðan verður alltaf sú að landið verður aldrei þitt. Fólkið mun aldrei trúa því sama og þú trúir. Sérhver sál hefur sína persónulegu trú, af því að sérhver sál er einstök.  Mannkynið eyðir mörgum jarðar árum í að berjast á móti því sem það trúir að sé rangt, en hvað er rangt? Það hefur engin sál svarið við því. 

Ég hef talað um það áður í skilaboðum að hver maður hafi sinn sannleika. Stríðið í Mið-Austurlöndum hefur staðið í aldaraðir.  Land er unnið, land tapast. Partur af landsvæði tilheyrir einu landi og svo er hann tekin aftur og tilheyrir þá öðru landi – allt í nafni trúar, græðgi og egós. Þvílík sóun á orku, þeir geta ekki ennþá skilið að þetta er sóun á orku. 

Það er komin tími til að mannfólkið skilji að þið komið inn í þennan heim, á þessa jörð, allslaus. Þið farið líka allslaus. Það sem þið hafið á milli fæðingar og dauða er þar til notkunar, að láni ef svo má segja fyrir líf ykkar. Það er annað hvort hægt að nota það á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Þið veljið! Látið val ykkar vera í friðsemd og skapandi viðleitni, ekki fyrir stríð, egó, græðgi, ótta eða aðrar neikvæðar tilfinningar. Það er komin tími til að stríðinu ljúki, drápin taki enda, græðginni linni og að þið skiljið að allt sem þið berjist fyrir, allt sem þið þráttið um, takið þið ekki með ykkur þegar þið snúið heim í andlega heiminn. Það sem þið takið með ykkur eru þær neikvæðu aðgerðir sem þið hafið tekið þátt í.  Það skilar sér í karma sem þarf að endurgreiða.

Margar sálir segja: ,,Af hverju þjáist ég í lífinu?" Við í andlega heiminum segjum þá, „skoðið það sem þið hafið gert áður.“

Maitreya.

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur