Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Þú hefur engar takmarkanir sem sál,
það er ekkert sem þú getur ekki gert.

9. mars 2001

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Ég hef oft sagt við nemendur mína, að það sé engin þörf á því að breyta sjálfum sér þegar maður er andlegur, þegar þú verður andlegur þá breytist ÞÚ. Sú breyting gæti orðið mjög hægfara, en þegar þú breytist hið innra og færð betri skilning á lífinu, þá hverfa gamlir lifnaðarhættir og þú byrjar að mynda alveg nýja orku.  Margir sem fara inn á andlegu brautina búast við því að breytingarnar gerist á einni nóttu og að þeir fái allt sem þeir þrá. Þetta er ekki þannig. Það fer eftir sálinni og karmanu þeirra (lexíunum) það getur tekið mörg ár áður en þetta gerist. Það er eigi að síður hægt að ná því með þrautseigju.  

Þú ert takmarkalaus sem sál. Það er ekkert sem þú getur ekki gert. Með jákvæðri hugsun og jákvæðum aðgerðum er hægt að umbreyta lífi þínu úr erfiðleikum og vosbúð, sem mörgum sálum finnst þær vera í, í hamingju og alsnægtir. Til þess að gera þetta, þarf maður að líta í forgarð sjálfsins og finna hvað er falið þar. Vegna þess að það er þessi orka, staðnaða, gamla, fyrri lífa orka, sem stoppar jákvæða orku frá því að flæða inn í líf þitt. Það eru einhverjir sem segja að til þess að vera andlegur þá verðir þú t.d. að hætta að borða kjöt og hætta að reykja og drekka áfengi. Ég segi þetta er ekki nauðsynlegt. Með því að gera þetta, þá afneitar þú sjálfinu, hinni miklu ánauð sem það hefur haldið þér í, í þessu lífi, eða kannski í mörgum lífum. Það getur gert sjálfið ennþá verra! Miðillinn minn reykti í mörg ár. Hún gat ekki hætt því. Jafnvel þegar hún varð andleg, þurfti hún ennþá á því að halda, en dag einn þegar hún hafði þroskast meira andlega þá þurfti hún ekki lengur á því að halda.  Hún reykir ekki lengur, en hún var ekki neydd til þess að hætta, hún valdi það sjálf.

Þú getur ekki neytt sál til að gera eitthvað, ef þú gerir það þá veldur það gremju og venjulega verður það til þess að sálin fer í ennþá meiri mótstöðu! Þegar maður breytist og byrjar að hækka tíðnina, þá fer sálin smám saman að láta af því sem hún hefur verið háð og hefur haft þörf fyrir. Það er engin þörf á að neyða neinn. Það ætti heldur enginn að gefa vald sitt til annarra. Þið eruð öll ykkar eigin meistarar! Þið þurfið bara að finna þann stjórnanda. Það er erfitt að gera þetta í heiminum í dag á jörðinni, vegna þess að sjálfið hefur í löngun sinni til þæginda skapað svo margar gildrur til þess að halda mannkyninu í undirokun. Hins vegar, þegar maður kemst yfir þetta, þá verður maður meistari og maður verður þá frjáls af allri þessari undirokun.

Það eru einhverjar sálir sem munu ekki ná uppljómun í þessu lífi. Já, þetta er þannig! Kennararnir sem tengjast bræðralagi meistaranna, sem eru að kenna á jörðinni eru þarna til þess að kenna þeim sem eru reiðubúnir fyrir breytingarnar. Þeir vita að þeir sem eru tilbúnir munu finna þá. Þeir hafa ekki áhyggjur af því hvort fólk kemur, fólk kemur!  Áður fyrr eyddi mannfólkið svo miklum tíma í að segja „þú verður að gera þetta til þess að vera andleg/ur, þú verður að gera það.” Við segjum að til þess að vera andleg/ur, þá þarftu að fara inn á við og finna út hver þú ert. Það er allt og sumt. Horfast í augu við djöflana/demon eins og margir segja, fyrri lífa minningar, óttann sem liggur í undirvitundinni, niðurbælda reiði og gremju. Þú þarft að fyrirgefa þeim sem hafa sært þig og losa þig við tilfinninga líkamann sem hefur svo lengi þrælað þér út. Ef þú getur gert þetta, gott og vel. Ef ekki, þá mun það „gerast seinna" ef ég get notað þann frasa?

Margir ásaka sig fyrir hversu hægt gengur að ná andlegum þroska. Ekki gera þetta, það tekur tíma, það gerist hægt.  Það er ekki hægt að flýta sér. Lifið hvern dag í smá framför og verið stolt af því afreki. Það tók miðillinn minn 52 jarðarár áður en hún útskrifaðist á andlegri leið, jafnvel þó að hún hafi miðlað orkunni minni í mörg ár þá var hún ekki fullkomin og er ekki ennþá.  Fullkomin manneskja er leiðinleg. Það er ómögulegt að vera fullkomin á jörðinni í dag vegna allrar þeirra truflanna sem sjálfið veldur.  En þegar maður sigrast á sjálfinu, þá geta breytingar átt sér stað og maður nær  „þeim friði sem er ofar öllum skilningi.“  Mörg ykkar munið ná þessu í þessari endurfæðingu.

Ekki ásaka ykkur vegna mistaka, eða vegna þess að þið þróist ekki nógu hratt, þú ert á leiðinni, það er það eina sem skiptir máli, þú ert að gefa því séns, þú ert að takast á við sjálfið, það er stórkostlegt og mjög mikilvægt. Þið megið vita að við í bræðralaginu dáumst að viðleitni ykkar.

Maitreya

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur