Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Það skiptir ekki máli hver þú ert!

 

4. Október 2003

Skilaboð frá Maitreya- miðlað af Margaret McElroy

Það er engin stéttarskipting í andlega heiminum. Það skiptir ekki máli hver þú ert, eða hvað þú hefur gert, allar sálir sem koma yfir í andlega heiminn þurfa að fara í gegnum sama ferlið. Athöfnin snýst um að bjóða sálina velkomna aftur heim til þess að hvílast eftir ferðalag lífsins og síðan að "takast á við speglasalinn."

Margar sálir trúa því að vegna þess að þær hafa gert vel í þessu lífi, eða gefið fé til góðra verka, að það muni auðvelda þeim leiðina í andlega heiminum. Engin sál er tekin fram yfir aðra. Allar sálir eru meðhöndlaðar á sama hátt, morðinginn og konungur! Þeir standa hlið við hlið og bíða þess að koma aftur heim. Já, þetta getur virst mjög undarlegt, en svona er þetta. Allar sálir velja leiðina sína til þess að læra lífslexíurnar og í lok lífsins, standa þær hlið við hlið og það er engin munur á þeim. Allir sálir sem hafa lokið lífs áætlun sinni og eru tilbúnar til þess að fara heim.

Hins vegar er tíðni sviðið sem þú hefur náð á jörðinni mjög mikilvægt fyrir þig. Því hærra sem þú hefur náð í tíðni, því auðveldara verður fyrir þig að aðlagast í andlega heiminum og snúa aftur heim.  Það verður mjög erfitt fyrir þá sem hafa búið við blekkingu alla tíð, þeim finnst mjög erfitt að losa sig við hana.  Vegna mikillar nálægðar við andlega heiminn og leiðina heim 'frá jörðinni, finnst mörgum sálum erfitt að trúa því að þær hafi í raun og veru dáið. Blekkingin er til staðar hjá mörgum sálum og það tekur nokkurn tíma áður en blekkingin víkur og sannleikurinn kemur í ljós.

Þegar þú ferð yfir, þá er andlegi heimurinn svo líkur jörðinni.  Það er raunverulegur blekkinga heimur á hærra sviði. Allt sem þú varst sannfærð/ur um á jörðinni um lífið verður að veruleika þegar þú deyrð. Ef þú trúir því að það sitji  maður í hliðinu, sem bíður eftir að dæma þig, þá verður það þannig. Ef þú trúir á djöfulinn og óttast hann, þá verður það hann sem þú sérð við komuna yfir. Ef þú telur að það sé ekkert líf eftir dauðann, þá er áfallið jafnvel ennþá meira fyrir þig. Þessar sálir geta ekki trúa því að þær séu látnar og fyrir þær er viðskilnaðurinn jafnvel ennþá erfiðara. Það er hópur af sálum sem starfa á þessu sviði, sem eru að hjálpa þeim sem hafa komið yfir til okkar. Þetta eru elskandi sálir, sem hafa bara samúð og kærleika og fara mjög varlega í að aðstoða fólk við að láta af því viðhorfi sem hefur gegnsýrt sálarminni þeirra, andlega vitund þeirra. Það er ekki fyrr en maður hefur horfst í augu við speglasalinn sem maður getur loksins farið inn í æðra vitundarsvið þar sem eingöngu er vitund og þar sem öll blekking er horfinn. Það er vissulega dásamlegur staður.

Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur