Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Spilling í heiminum

 

23. maí 2004

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Það er búið að vera mikið um spillingu í heiminum, hjá stjórnvöldum, í einkaviðskiptum, í stórum sem smáum fyrirtækjum og í einkalífi. Það eru eigi að síður ein lög í alheiminum og þau lög eru um það, að það sem þú gerir öðrum, mun þér verða gert og það sem þú sendir út, í hvaða formi sem það er, það munt þú fá til baka. Það er engin leið að komast undan alheimslögum, í einka aðgerðum, í stjórnmálum, í stórfyrirtækjum og jafnvel persónulega, maður getur logið, svindlað og rangtúlkað sannleikann, en lög alheimsins segja að þú munir uppskera eins og þú sáir.

Svo mikill skaði hefur orðið vegna egó mannkynsins. Þeir sem sitja í ríkisstjórn hafa valdið svo mikilli eyðileggingu þegar þau halda að þau séu að taka réttar ákvarðanir, þó það sé einn hlutur sem þau taka aldrei með í reikninginn og það eru karmalögin. Lög um endurgjald.

Það er engin Guð sem stendur með svipu, eða vopn sem bíður eftir að refsa. Þið refsið ykkur öll sjálf með ykkar aðgerðum. Þó er það oft þannig, að stundum getur í raun og veru það neikvæða sem dreift er út til mannkyns haft jákvæð áhrif. Ég hef verið spurður, „eru einhverjar tilviljanir meistari“ í raun og veru, nei það er ekkert þannig, öllu er ætlað að gerast, SAMT, er oft meira gert en það sem átti að vera. Til dæmis var föður miðilsins míns ætlað að aðstoða hana í því að eyða egóinu hennar, en vegna þess að hann gerði það svo vel, langt umfram og út fyrir það sem nauðsynlegt var, þá olli hann í raun og veru mörgum vandamálum sem hann hafði ekki áætlað. Maður getur eins og maður segir stundum farið yfir mörkin í löngun sinn til þess að sinna skyldu sinni. Það eru til þeir sem trúa ekki á karma, þeir trúa því að allar sálir fari til himna og það sé engin þörf fyrir refsingu, EN, þetta er ekki svona. Maður getur ekki öðlast uppljómun ef maður á ennþá útistandandi orku sem maður hefur ekki tekist á við. Maður getur ekki hlotið uppljómun ef maður hefur hatur, reiði, ótta o.s.frv. í orkunni sinni. Til þess að ná upprisu og uppljómun þarf maður að hafa náð stjórn á tilfinninga líkamanum og aðskilnað frá öllu sem er efnislegt.

Já, allar sálir sem koma inn í orkuna ykkar eru speglar fyrir ykkur, þær sýna ykkur hvað það er sem þið óttist, hvað það er sem þið þurfið að skoða innra með ykkur sjálfum. Eigi að síður, stundum er óvenjuleg ástæða fyrir því að þessar sálir gera hlutina eins og þið segið, "með harðri hendi" og geta valdið meiri vanda en þær ætluðu. Það er til mjög gömul setning sem þið á jörðinni notið nokkuð mikið „Drottin gefur og drottin tekur.“ Ekkert getur stoppað þessa orku. Þið uppskerið eins og ég sagði, því sem þið sáið. Látið það sem þið sáið verða að góðri uppskeru.

Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 


Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur