Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Skiptar skoðanir

 

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

18. ágúst 2009

Allir hafa sína sannfæringu, þú gerir hlutina á þinn hátt í samræmi við þína tíðni og upplag. Af hverju ættu aðrir ekki að hafa þann sama rétt? Af hverju krefst mannfólkið þess að allir séu eins? Það er vegna þess að þau skilja ekki hið andlega innra með þeim. Já, hluti af ykkur er andleg sál innra með ykkur, en margir vita það ekki eða eru ekki meðvitaðir um þann hluta af sjálfum sér. Skaparinn, hin mikla sál eins og margir kalla hann, eða Guð, skapaði hvert ykkar sem einstaka manneskju. Jafnvel þeir sem eru tvíburar, eða fjölburar hafa mismunandi persónuleika.

Sá hluti af þér er hinn raunverulegi þú, það andlega sem býr innra með þér. Þú ert ekki eins og bróðir þinn, eða nokkur önnur mannleg sál, þú ert einstök/einstakur. Hugsaðu um það! Þú ert eina eintakið af þér? Það undur! Að skaparinn, Guð, hin guðlega sál eða hvað sem þú kallar þá orku skapaði þig, bara sem þig og síðan braut hann mótið svo að enginn annar gæti verið eins og þú. Þá segja einhverjir, "en meistari hvað um klónun snýst það ekki um að gera annan mig?" og ég segi, "Já það verður nákvæmt afrit af líkama þínum, en það er ekki hægt að afrita sálina þína. Sá hluti af þér er einstakur."

Ef mannkynið á að láta af stríði, hatri, ótta, og öllum öðrum vitundarstigum sem í mörg jarðarár hafa haft stjórn á lífi þeirra, verður það að byrja á því að vita um mismuninn á sjálfum sér og öðrum. Það verður að skilja að einn getur verið múslimi, annar kristinn, en þeir geta samt verið vinir og félagar. Einn getur verið gyðingur og annar úr hópi rétttrúaðra og samt verið vinir og félagar. Þó að þeir hafa sitt hvora trúna ætti það ekki að valda hatri eða vanlíðan.

Mannkynið þarf líka að læra að elska. Margar sálir vita ekki hvað það er að elska eða vera elskaðar. Það er næring sem nærir sálina, án ástar visnar þú og deyrð. Án ástar ert þú án grunnþátta. Mannkynið þarf að læra um ást ef friður og hamingja á að ríkja á jörðinni. Það byrjar með því að ein sál, samþykkir aðra, skoðanamun, trú. Þegar það gerist, þá getur mannkynið byrjað að byggja upp í nýju samfélagi, sem er ekki að skipta sér af, hefur engar áhyggjur vegna trúar annarra, samþykkir allar sálir sama hvað þær velja að gera. Þegar þetta gerist, þá muntu sjá reiði, gremju og ótta hverfa, vegna þess að það er ótti sem er orsök allra vandamála á jörðinni í dag.

Ég er hér til að kenna um þá ást, til að hjálpa þér að finna andlega hlutann af þér, til þess að hjálpa þér að losa sálina. Ef þú velur að hlusta muntu finna breytingu innra með þér sem mun ekki bara hafa áhrif á þig heldur aðra líka. Ef þú velur að hlusta ekki, þá ert þú ekki tilbúin ennþá, en það kemur að því síðar. Vegna þess að tíðnin á jörðinni er að breytast, og koma með "nýja öld" tími endurnýjunar þar sem allt það gamla mun víkja og nýjar hugmyndir og skoðanir munu koma inn sem henta nútímanum. Hversu dásamlegt verður það þegar sá tími rennur upp!

Maitreya


Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur