Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Sjáðu þig eins og við sjáum þig

 

16. desember 2003

Skilaboð frá Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

Ef þú gætir bara séð þig eins og við sjáum þig. Við getum séð þá fallegu orku sem er í hverju og einu ykkar. Við getum séð þau tækifæri og hæfileika sem er í boði fyrir ykkur þegar ótti, efi og skortur á sjálfstrausti eru ekki lengur til staðar. Hvert og eitt ykkar er neisti af Guði, partur af þeirri miklu orku, sem er Guð / hinn heilagi andi/ almættið. Ímyndið ykkur bara ef allir þessir partar myndu skína skært um jörðina, hversu dásamlegur væri heimurinn þá. Sjálfið ykkar hindrar ykkur í að sjá allt sem við sjáum. Það heldur ykkur í myrkrinu í neikvæðni sinni, því það óttast breytingar og vill ekki fara út af þægindi svæði sínu.

Fegurð orku ykkar þegar hún er notuð á jákvæðan hátt getur breytt heiminum. Þið getið breytt ástandinu í heiminu svo mikið og á hvern hátt það verður. Ég get heyrt orð ykkar,  „en hvernig get ég gert breytingar á eigin vegum.“ Það var einu sinni kona sem heitir Margaret, hún var ein, hún óttaðist líka, efaðist, skorti sjálfstraust, sjálfsálit, hún taldi sig einskis verða. Löngun hennar til þess að þjóna Guði og því andlega var svo mikil að það yfirgnæfði sjálfið og kom henni á leiðina sína. Hún þurfti að berjast við marga djöfla hið innra á leið sinni, en hún hjálpaði mér að búa til þessa vefsíðu, ásamt eiginmanni sínum Peter. Þau voru bara venjulegt fólk, en þau höfðu bæði þá hugsjón að vinna með meisturunum,  með Guði. Að breyta orku jarðarinnar. Framhaldið þekkja allir, eins og þið segið á jörðinni. Þessi vefsíða nær nú til ótrúlega margra sálna á jörðinni og fleiri tengjast  henni á hverju degi.

Reynið að sjá ykkar eigið ljós skína skært, reynið að sjá þá möguleika sem þið hafið. Ef þið stæðuð öll saman með ljós ykkar, þá myndi hin myrka hlið, hin neikvæða hópvitund ekki þola umbreytingarnar. Spurðu sjálfan þig, hvernig get ég þjónað andlega heiminum og meisturunum? Þegar hugmyndirnar koma, hrindið þeim þá strax í framkvæmd í stað þess að segja  „einn daginn" „í næstu viku"  „bráðum." Láttu ljós þitt skína skært, þú getur byrjað með litlum neista, en það er nóg til þess að neistinn mun brátt dreifast og verða stór eins og eldslogi.

Því meira sem þú gerir því stærra mun það verða. Hvers vegna að sóa tíma, byrjaðu í dag!

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur