Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Hvernig við höfum samband við ykkur

 

24. maí 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Ég er oft spurður að því hvernig samskipti geti átt sér stað á milli andlega heimsins og sálarinnar. Þótt undarlegt sé þá er það ekki erfitt. Þið hafið hlustað á lægra sjálfið meiri hluta ævinnar, lægra sjálfið er hugurinn og hann er stöðugt á varðbergi. Það er hann sem fylgist með ykkur og hættir aldrei að líta eftir ykkur. Hann vill ekki breytingar. Ef eitthvað breytist þá kemur hann upp með allan ykkar ótta, efasemdir, óöryggi - allar neikvæðu tilfinningarnar til þess að stoppa ykkur í því að breyta. Sjálfið þekkir ykkur betur en þið sjálf.

Þið hafið líka æðra sjálf. Það er sá hluti af ykkur sem er tengdur við andlega þáttinn. Það er eins og símalína á milli ykkar og okkar á andlega sviðinu. Þið getið eigi að síður ímyndað ykkur símalínu sem er með risastóran stein ofan á sér sem hindrar samskiptin. Það er þannig  þegar lægra sjálfið er við stjórnvölin. Til þess að við getum haft samband við ykkur, þá þarf sjálfið að vera upptekið. Það kann að koma mörgum á óvart að miðillinn minn hugleiðir ekki, hún hefur aldrei gert það. Það hefur alltaf verið opin samskipta lína (þrátt fyrir sjálfið hennar)  á milli hennar og mín. Á síðustu árum höfum við orðin eitt þar sem hún hefur losað sig undan stjórnun lægra sjálfsins.

Þegar hún var að byrja að vinna með okkur þá höfðum við samskipti við hana þegar sjálfið var upptekið. Það var þegar hún var að sinna heimilisverkunum. Þegar hún var strauja, elda eða þrífa, þá var lægra sjálfið upptekið í hversdagslegum verkefnum og var alveg ómeðvitað um tilvist okkar. Á meðan á þessu stóð gátum við átt samskipti við hana í gegnum æðra sjálfið. Hún er fædd með þá vitneskju að hún þyrfti að biðja okkur um að eiga samskipti við sig,  það er mikilvæg vitneskja.  Við þurfum að vita að þið viljið hafa samband við okkur. Þegar sjálfið- hugurinn - er upptekinn, þá getum við haft samskipti á annan hátt. Við getum gefið ykkur innblástur, gefið ykkur upplýsingar til þess að hjálpa ykkur á lífsleiðinni og sent ykkur yndislega heilunar orku.

Það eru margir sem telja að það sé mikilvægt að hugleiða, að raunveruleg samskipti við andlega heiminn geti einungis farið fram með þeim hætti. Margar sálir njóta þess að hugleiða. Fyrir þau er hápunktur dagsins að sitja og hafa samskipti við okkur. Öðrum finnst það erfitt og pirrandi en þannig á það ekki að vera.

Þið getið hins vegar ekki náð sambandi við okkur á meðan þið eruð áhyggjufull og kvíðin eða í kapphlaupi við að gera hundrað og einn hlut. Það virkar örugglega ekki. Við þurfum að hafa ykkur tiltölulega róleg, að vinna í garðinum, við heimilisstörf, sinna einhverju einföldu, eða hversdagslegum störfum. Þið þurfið að vera upptekin. Það er meira að segja mögulegt að hafa samskipti við ykkur þegar þið eruð að lesa bók.

Látið okkur vita að þið viljið hafa samband. Þið getið kallað í okkur sem Guð, guðlega sál, meistarar, eða hvað eina sem ykkur líður vel með. Fyrir mörgum árum síðan kallaði miðillinn  minn í okkur þegar hún var upptekin, "Hey þið þarna uppi!"  Það angraði okkur ekkert því að þá vissum við að hún væri tilbúin fyrir upplýsingar. Hún fékk mjög margar orðsendingar þegar hún var að strauja.

Það skiptir einfaldlega máli er að hafa lægra sjálfið upptekið og leyfa okkur að hafa samband í gegnum æðra sjálfið. Það er líka mikilvægt að taka eftir þeim skilaboðum sem koma í gegn. Hlustið á innsæi ykkar og leyfið því að vera. Það að hafa samskipti við andlega heiminn og læra að sleppa sjálfinu getur tekið dágóðan tíma áður en það verður fullkomið. Fyrir suma mun það taka nokkurn tíma áður en þeir ná sambandi, en hjá öðrum mun það gerast fyrirhafnarlaust. Þetta þýðir ekki að þið getið hætt að vinna í því að losa ykkur við lægra sjálfið. Sú vinna verður að halda áfram, en þið munuð finna að því meira sem þið leyfið æðra sjálfinu að komast í gegn því sterkara verður það. Þegar lægra sjálfið er upptekið, er það ekki meðvitað um neitt annað en það verkefni sem það hefur þá stundina. Það veit ekki af æðra sjálfinu og hvað er að gerast á því stigi. Leyndarmálið á bakvið samskipti við okkur er að biðja okkur um hjálp. Þegar þið biðjið þá verður ykkur hjálpað. Stendur það ekki í einni af ykkar helgum bókum?

Það munu verða margar sálir sem segja að þær séu ekki verðugar andlegra samskipta. Margaret hafði þetta á tilfinningunni í mörg ár vegna þess að hún hafði svo lítið sjálfstraust. Að sjálfsögðu er hún ekki lengur þannig, við hjálpuðum henni að breyta þessu. Kennslan okkar hjálpaði henni og það sem hún vann með sjálfa sig. En ég vil segja ykkur að engri sál er snúið frá. Þið eruð öll einstök og við viljum hjálpa ykkur, en þið verðið að vera tilbúin til þess að mæta okkur á miðri leið.

Prófið það og sjáið hvað gerist. Ef það virkar fyrir ykkur, vinsamlegast látið þá fleiri vita. Skrifið mér bréf. Ég hef áhuga á að læra í gegnum ykkar reynslu. Ég veit að það verða margar sálir sem munu fá hjálp.

Maitreya.


Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur