Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Óvinir

 

9. júlí 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Oft eru óvinir ykkar á jörðinni vinir ykkar í andlega sviðinu, þeir hafa komið til þess að hjálpa ykkur að læra lexíur. Í staðinn fyrir að hata þetta fólk, elskið þau vegna þess að þau gefa ykkur einstakt tækifæri til þess að þroskast og að losa ykkur undan karma.

Margar sálir hafa hatur í hjartanu vegna þess að fólk hefur sært þær eða komið þeim í uppnám. Oft er ekki tekist á við þetta hatur og það heldur áfram líf eftir líf þar til að lokum, í einu lífinu, mun það koma fram sem sjúkdómur. Sérhver sál, sem kemur inn í líf þitt kemur til þess að kenna þér eitthvað. Manneskjan getur verið móðir þín, faðir, fjölskyldu meðlimur eða einhvern náin, en það er sama hvað þau gerðu, þau gerðu það til þess að hjálpa þér. Í stað þess að finna til haturs, snúðu hatri í kærleika. Þakkaðu viðkomandi fyrir að vera til staðar til þess að hjálpa þér. Oft er sú manneskja sem er óvinur þinn - sú manneskja sem þú kemur til með að hata eða fyrirlíta, besti vinur þinn í andlega heiminum.  Valin af þér til þess að hjálpa þér að þroskast, hún hefur samþykkt að vera hluti af lífi þínu til þess að gera þetta.

Þegar þú hefur losað þig við hatrið vegna allra þeirra sem hafa sært þig og hefur skipt því út fyrir þakklæti og ást fyrir að fá það tækifæri sem þau hafa gefið þér til þess að þroskast og læra, þá munt þú verða stórkostleg sál. Slepptu reiðinni, hatrinu og vondu tilfinningunum. Vertu þakklát/ur fyrir að einhverjum þykir nóg vænt um þig til þess að hjálpa þér. Það er í sjálfu sér sönn vinátta.

Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur