Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Orkuskipti

 


Skilaboð frá  Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Undanfarið hefur verið mikið skrifað og rætt um listina að raunbirta/efnisgera á jörðinni. Það reynist sumum auðvelt en öðrum erfitt. Af hverju er það þannig?

Sumar endurfæddar sálir hafa misnotað peningaorkuna í fyrri jarðvistum og ekki staðið við það sem þær höfðu samið um. Það gæti hafa orðið til þess að þær hafi valdið sjálfum sér og öðrum mikilli vanlíðan, þannig að í núverandi jarðvist velja þær að læra í gegnum þolinmæði, eða réttan ásetning. Aðrir hafa notað orkuna viturlega í fyrri lífum og uppskera þar með ávinning fyrri velgjörða. Þetta snýst allt um að læra. Sjálfið dregur ykkur yfirleitt inn í fortíðina inn í ótta við að halda áfram. Þegar lexían er lærð, þá breytist orkan.

Ein stór lexía að læra um, er orkuskipti fyrir þjónustu. Margir á leið til vitundarvakningar horfa með andúð og hneykslan á þá tilhugsun að greiða fyrir þjónustu sem tengist okkur í andlega heiminum. Máltækið virðist vera „ef það kemur frá Guði af hverju er það ekki ókeypis?" Það verða að vera orkuskipti, hvort sem það er fyrir mjólkurflösku eða andlega smiðju. Þess vegna sögðu spámenn/spákonur fortíðarinnar „krossaðu lófa minn með silfri“ áður en ég les fyrir þig. Orkuskipti gefa alheiminum tækifæri á gefa meira til þess sem gefur. Ef hringrás orkuskipta er viðhaldið þá er aldrei skortur. Einn gefur og annar tekur við. Þetta er hugmyndin á bak við trúarlegu tíundina í heiminum í dag. Þetta á þó ekki bara við um trúarbrögð. Þetta er fyrir allar sálir þegar þær láta af ótta sínum um skort.

Ekki halda aftur af ykkur vegna gamalla trúar skoðana, eða ótta um skort. Gefið af ást og þakklæti og alheimurinn blessar ykkur og gefur ykkur meira.


Maitreya.

 

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur