Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Hugarorka

 

1.janúar 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Spurning frá áhorfanda

Áhorfandi biður Maitreya að svara eftirfarandi spurningu:

Spurning:

Mér er oft sagt að við sem störfum á andlega sviðinu, til dæmis heilarar og aðrir, hjálpum fólki að losa um orku. Við tölum sífellt um orkustíflur og orkublokkeringar. Ég skil hugtakið á ákveðinn hátt, en velti því fyrir mér hvernig orka getur í raun orðið stöðnuð. Ef ég sé þetta út frá takmarkaðri sýn manneskjunnar, þá hugsa ég um sameindir sem verða of þéttar og hætta að hreyfast. En stangast það ekki á við lögmál alheimsins, þar sem allt er á sífelldri hreyfingu?
Ef eitthvað er staðnað, þýðir það þá að það standi kyrrt en víbri samt? Allt sem ég hef lesið, lært og heyrt snýst um að losa blokkeringar og „hækka tíðnina“. Orðið hækka virðist einnig tengjast efnisheiminum. Hvernig er tíðnin í raun og veru hækkuð?

Svar Maitreya


Þú spyrð um orkustöðnun, hvernig orka geti orðið stöðnuð og hvernig það tengist orkustöðvum líkamans.

Sérhver hugsun verður að einhverju. Um leið og hugsun verður til, er hún þegar orðin hluti af veruleikanum. Í hvert skipti sem þú hugsar – hvort sem hugsunin er jákvæð eða neikvæð – þá skaparðu orku. Þú skapar hugsun um eitthvað eða einhvern og sú hugsun hefur þann tilgang: að raungerast.

Ef hugsunin fær ekki að raungerast í efnisheiminum, hverfur hún ekki. Hún fer ekki aftur þaðan sem hún kom, því það er ekki hægt að „eyða“ sköpun. Hún hefur þegar orðið til. Í stað þess fer hún inn í eterinn (áruna) og stoppar þar – óhreyfð, kyrr og í biðstöðu – þangað til hún er notuð.

Ef þessi orka er aldrei notuð, sem oftast er raunin, breytist hún í staðnaða neikvæða orku. Sú orka síast inn í árulíkamann og vegna þess að hún er ekki á hreyfingu, verður hún smám saman að stöðnuðu efni. Þessi orka ferðast síðan til ákveðinna hluta líkamans og vegna þess að hún er eterísk, þá safnast hún í orkustöðvarnar, þar sem hún fer að hafa áhrif á líkamlegt, tilfinningalegt og andlegt ástand einstaklingsins.

Til dæmis:
Oft hugsar þú um eitthvað sem þú vilt segja, en þorir ekki eða getur ekki tjáð það. Þá býrðu til hugsunarorku sem stöðvast og myndar blokkeringu í hálsstöðinni.
Eða þú finnur köllun til að opna þig andlega, en óttast það og gerir ekkert í því. Þá skapast orku (hugsun) blokkering í þriðja auganu eða krúnustöðinni.

Vegna þess að þessi orka er ósýnileg, getur hún verið til staðar allt lífið – jafnvel í mörg líf. Reiðin, spennan eða sársaukinn eykst smám saman vegna þess að orkan kemst ekki úr stað. Þú hefur stöðvað flæðið með því að leyfa ekki sköpuninni að ljúka sínu ferli.

Orkan snýst þá inn á við og reynir að komast aftur til skapara síns, en getur það ekki. Hún tilheyrir andlega sviðinu, ekki hinu líkamlega, og þarf því andlegan farveg til að losa um hana. Hún hefur verið sköpuð og ekki er hægt að umbreyta henni nema með andlegri heilun eða guðlegri íhlutun, til dæmis með bæn.

Öll hugsun er orka og öll orka verður að halda áfram. Líkt og sæði karlsins hefur aðeins einn tilgang – að frjóvga – hefur hugsuð orka einnig aðeins einn tilgang: að skapa það sem hugsað var. Neikvæðar hugsanir skapa neikvæðan veruleika, jákvæðar hugsanir skapa jákvæðan veruleika.

Þannig verða orkublokkeringar til.

Aðeins guðleg orka frá andlega sviðinu getur leyst upp þessar blokkeringar. Þú getur sjálf/ur sótt þá orku, ef þú ert ekki of lokuð/lokaður af neikvæðri orku, eða í gegnum annan, til dæmis heilara. Ef miðillinn er réttur farvegur fyrir orkuna, getur kraftur andlegrar orku umbreytt blokkeringunum, leyst þær upp og dreift orkunni aftur þangað sem hún á heima – til alheimsorkunnar.

Þegar stöðnuð neikvæð orka er leyst upp, fær andlegi líkaminn aftur að víbra frjálslega á hærra tíðnisviði.

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur