Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Orka hinnar nýju aldar. Kiron og fótónu beltið.

 

31. desember 2000

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Til allra áskrifenda af fréttabréfunum,

Í upphafi nýs jarðar árs, tel ég rétt að skrifa um líf ykkar. Orka hinnar nýju aldar, ásamt Kiron/Chiron og fótónu beltinu er að skapa miklar krísur í lífi sálna um þessar mundir. Þessu er ætlað að gerast, vegna þess að þetta hefur í för með sér breytingar. Breytingar valda svo miklum ótta í heiminum. Breytingar eru samt orkan fyrir framtíð jarðarinnar. Lífið breytist rétt eins og árstíðar. Það getur ekki staðnað, það er ekkert þannig.  Það er bara mannfólkið sem segir: "Okkur langar til að vera þar sem við erum, við vilja ekki halda áfram." Enn lífið sjálft VERÐUR að halda áfram. Að vera kyrr, ekki breytast er að staðna.

Mannkynið óttast breytingu, vegna þess að þá koma óvissuþættir. Vafi um framtíðina, ótti við hið óþekkta. Sjálfið vill vita hvað er handan við hornið, það vill vita að það sé óhult, öruggt og við stjórn. Breyting er hið gagnstæða. Það eru engin þægindi í breytingum. Samt er framtíð jarðarinnar öll að breytast.

Á næstu árum munu verða miklar breytingar hjá mörgum sálum. Fagnið breytingu, óttist ekki. Horfið á breytingar sem ævintýri sem bíða eftir að verða könnuð. Óttist ekkert, vegna þess að það sem þið óttist dragið þið inn í orkuna og það mun verða að veruleika. Látið af öllum ótta, óvissu og haldið áfram í gleði, ekki í ótta eða efa.

Annað jarðar ár er liðið, mannkynið er enn að berjast, deila, efast og í stríði. Það má finna spennuna allstaðar í kringum jörðina. Það er eins og risa húðútbrot sem er að bíða eftir að springa út. Það mun springa fljótlega og þá munu breytingarnar verða sem svo lengi hefur verið vænst. Verður þú hluti af þeirri breytingu? Eða muntu fela þig í húsinu þínu hrædd/ur við að halda áfram? Breytingin verður ekki skelfileg, heldur hægfara. Það verður ekkert að óttast. Eigi að síður, ef þú óttast, þá býrðu til ótta með því sem er í huga þínum og það er það sem þú býrð til, hugsanir þínar eru lifandi orka sem bíða eftir að verða að veruleika.

Leyfðu hugsunum þínum að skapa á jákvæðan hátt. Láttu allar hugsanir þínar vera um hamingju og jákvæðni. Þannig skapar þú sjálfri/um þér hamingju sem mun koma þér á óvart. Já, það er erfitt að hugsa jákvætt, að vera hamingjusamur í svona vansælu, streitu þjóðfélagi. Hins vegar er hægt að gera þetta með æfingu.

Um þessa tíma segi ég, "Án breytinga yrði heimurinn staðnaður pollur með neikvæðum tilfinningum -  það eru breytingar sem hreinsar í burtu gamla orku og koma nýrri orku inn.“

Á þessari stundu þessa jarðar árs, vil ég óska ykkur öllum gleði og farsældar, með öllu því sem þið óskið ykkur. Hugsanir ykkar skapa framtíðina. Látið þær hugsanir vera í hárri tíðni og jákvæðri orku.

Maitreya.


Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur