Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Orka

 

24. febrúar 2005

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu miklum tíma og orku þið sóið í eitthvað sem hefur engu þýðingu í ykkar lífi? Þið hafið áhyggjur af fortíðinni, framtíðinni, peningum, vinnunni ykkar og fjölskyldu.  Samt eruð þið hérna til að takast á við ykkar eigið líf, ekki annarra. Eigi að síður, þegar þið hafið  áhyggjur af öllum öðrum, þá hefur sjálfið ykkur upptekin og vegna þess að þið eruð upptekin af öllum öðrum, þá veitið þið ekki ykkar eigin lífs lexíum athygli. Sjálfið ykkar hefur svo lengi haft áhyggjur af þessu að það er erfitt að hætti því. Þegar þið staldrið við og segið við ykkur sjálf „ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna“,  þá getið þið verið í NÚINU.

Það að vera í núinu þýðir að öll hugsun er í augnablikinu, hugsun augnabliksins. Þegar þið gerið þetta - eruð í núinu - þá geta öll tækifæri sem ykkur eru ætluð orðið að veruleika. Þið stoppið ekki orkuflæðið með áhyggjum eða kvíða út af einhverju. Þá leyfið þið öllum öðrum að lifa sínu lífi og líka að læra sínar eigin lífslexíur. Í NÚINU getur þú fengið svör við öllum spurningum af því að þú ert ekki með áhyggjur af einu né neinu. Alheimurinn þekkir lífslexíurnar þínar hann veit hvað þig langar til og hvers þú þarfnast og ef því er gefin friður þá mun hann færa þér það eða leiða þig að hverju því sem þú þarft fyrir lífs áætlunina þína.

Þegar þið flækið ykkur í líf annarra og hafið áhyggjur af fólki og hlutum þá stoppið þið orkuflæðið í því að koma inn í líf ykkar og líka, vil ég bæta við, í líf annarra. Þið gerið ykkur ekki grein fyrir því að þegar þið hafið áhyggjur af öðrum þá eruð þið í raun og veru að stoppa orku flæðið inn í þeirra líf. Í hvert sinn sem þið hafið áhyggjur af fjölskyldu ykkar, þá eruð þið  í raun og veru að draga inn í  orkuna þeirra það sem þið hafið áhyggjur af. En þið gerið ykkur ekki grein fyrir að þið eruð að gera þetta. Þegar þið hættið þessu þá er ekkert óæskilegt dregið inn í orkuna þeirra og allt það góða sem þeim er ætlað getur komið inn í líf þeirra. ÞIÐ stoppið flæðið, ekki Guð, ekki alheimurinn, ekki aðrir. ÞIÐ eru ykkar versti óvinur og gerið ykkur ekki grein fyrir því.

Maitreya. 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur