Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkar heimur

 

 

6. febrúar  2006

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Það er athyglisvert að sjá hvernig mannkynið sér okkur á andlega sviðinu fyrir sér. Meirihluti þeirra sem er í andlegri leit sér okkur fyrir sér sem himneskar verur í hvítum skikkjum og sandölum, eins og Jesús er yfirleitt sýndur á mörgum myndum á jörðinni.  Við erum ekki þannig.  Við erum mjög lík ykkur og við erum með marga húðliti.  Það eru meira að segja sumar sálir sem þið mynduð ekki þekkja vegna þess að þær hafa aldrei verið á jörðinni, bara í öðrum víddum.  Við erum ekki í eins fötum og þið, við erum ekki heldur í skikkjum.  Það er erfitt fyrir mig að lýsa fatnaðinum sem við klæðumst, en hann hæfir í okkar heimi.

Margaret spurði mig einu sinni hvernig væri í okkar heimi og ég sagði við hana, „það er eins og stórt samfélag án egós, vegna þess að þannig er það. Í okkar heimi er sérhver sál tengd við almættið, sem mörg ykkar þekkja sem Guð.  Við vitum allt sem við þurfum að vita og við getum ekki logið hvort að öðru þannig að lygi fyrirfinnst ekki í okkar heimi.  Þegar við ljúgum sést það í orkunni.  Sumir reyna þetta fyrst eftir að þeir koma heim aftur, en það kemst strax upp um þá og það getur verið vandræðalegt þegar það uppgötvast. Svo þegar það hefur verið reynt einu sinni þá er það aldrei reynt aftur. Við höfum líka mjög sérstakan húmor og við hlægjum mjög mikið þegar við hittumst.  Við erum vissulega ekki heilagar manneskjur sem eru alltaf að biðjast fyrir.

Ykkar heimur er blekking og þar af leiðandi finnst mörgum erfitt að aðlagast þegar þið komið aftur heim, vegna þess að þið hafið þessa ímynd af okkur sem hrinur mjög auðveldlega.  Hvernig sem hugmyndir ykkar er af okkur og af okkar heimi, þá get ég fullvissað ykkur um að þið munið ekki sjá þá ímynd þegar þið komið til baka.  Það tekur  langan tíma á andlegum mælikvarða fyrir sum ykkar – ef það er hægt að segja það - að aðlagast einu sinni enn í okkar heimi, heimi sem er ykkar raunverulega heimili.

Það er í raun engin tími í okkar heimi.  Það er hvorki nótt né dagur.  Ef þig langar eigi að síður að upplifa það, þá er hægt að skapa það vegna þess að allt í okkar heimi er skapað með hugsunum, þar með talið allar okkar þarfir.  Þetta getur verið erfitt fyrir marga sem koma heim vegna þess að þið þurfið að læra að hafa stjórn á huganum.  Okkur líður vel í okkar heimi. En það eru svæði sem mörg ykkar þekkja sem gráu svæðin, það er þangað sem sálir fara sem geta ekki fyrirgefið sjálfum sér það sem þær gerðu í sinni síðustu jarðvist. Til þess að hjálpa þessum sálum, höfum við sérstaklega þjálfað fólk frá andlega sviðinu sem fer inn á gráa svæðið og aðstoðar þá sem þar eru við að halda áfram svo að þeir geti að lokum snúið til okkar heims einu sinni enn.

Við vitum heilmikið um ykkar heim og það kemur ykkur á óvart hvað við vitum mikið um internetið eins og þið kallið það.  Við getum notað tölvur í gegnum miðlana. Í raun og veru erum við með í að skapa megnið af rafeindatækjunum sem þið notið í ykkar heimi og við gerum það með því að færa þeim sem vinna á þessu sviði hugmyndir og innsæi.  Eiginmaður Margaretar, var einn af þeim sem fékk miðlaðar upplýsingar sem hann notaði til þess að byggja upp sitt eigið fyrir tæki og það tókst vel.

Það er ekkert í ykkar heimi sem við vitum ekki.  Þið verðið aftur á móti að bíða þar til þið komið heim til að sjá okkar heim aftur.  Af hverju er þetta?  Það er vegna þess að ef þið sæjuð okkar heim þá mynduð þið ekki vilja vera á jörðinni, svo einfalt er það.  Reynið ekki að hafa fyrirfram ákveðnar skoðanir á því hvernig við lítum út og hvernig við lifum – ég get fullvissað ykkur um að þið sjáið það ekki eins og það er!

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur