Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Núið - II

20. ágúst 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Spurning: - Sæll. Ég las nýlega eitt af þínum nýjustu fréttabréfum sem ber yfirskriftina „Þunglyndi.“ Þessi skilaboð hjálpuðu mér mjög mikið. Þakka þér fyrir. Í greininni segir þú okkur, ef ég skildi þig rétt, að leyfa okkur að upplifa gömul sárindi, sársauka, o.þ.h. til þess að hreinsa þau í burtu. Hins vegar er nú mikið rætt um að „dvelja í núinu." Ég var vanur finna fyrir sorg, gráta og líða betur eftir það. Nú reyni ég að dvelja í núinu með því að ýta frá mér depurð eða sársaukafullum minningum sem orsaka þunglyndi. Kannski skil ég ekki hugtakið að lifa í núinu, svo ég bið þig um að tjá þig um það hvernig við getum fundið sársaukann o.þ.h.  en samt dvalið í núinu ef það er mögulegt? Þakka þér fyrir.

Svar:
Með því að vera í núinu, þá hefur maður hvorki áhyggjur af framtíðinni né dvelur í fortíðinni. Þegar maður er í núinu, þá gefur maður líkamanum leyfi til þess að losa út helling af bældum tilfinningum. Þetta er oft þekkt sem þunglyndi. Þegar það kemur upp á yfirborðið, þá á maður að láta það fara. Ef maður reynir ekki að forðast það - sem myndi ekki gerast ef maður væri í núinu - þá myndi það koma upp á yfirborðið til þess að vera hreinsað burtu. Þegar maður er ekki í núinu, þá er maður svo áhyggjufullur af svo mörgu í fortíð og framtíð. Ef maður er í núinu, þá eru öll áhyggjuefnin bundin við núið.  Maður getur gert framtíðar áætlun og síðan leyft þeirri framtíð að gerast í stað þess að láta hana gerast. Það er ekki auðvelt að útskýra þetta, það er miklu betra að sýna það.

Flest sálir eru þunglyndar og vita ekki um það. Aðeins með því að dvelja í þögninni og vera í núinu - hafa ekki áhyggjur af neinu öðru en því  augnabliki – getur  maður leyft því sem er grafið djúpt hið innra að koma upp á yfirborðið. Þegar maður gerir þetta, þá er hægt að hreinsa lag eftir lag vegna þess að það er ekkert sem stoppar það. Sálin er einfaldlega að dvelja í augnablikinu. Hún treystir því algjörlega að það verði séð fyrir öllum hennar þörfum.  Hún óttast ekkert, efast ekki og er ekki óörugg. Hún er eitt með því guðlega. Laus við áhyggjur og kvíða, það er hægt að hreinsa allt sem er grafið hið innra, oft frá mörgum fyrri lífum. Þegar maður hreinsar í burtu djúpt grafnar tilfinningar, þá fær maður meira innsæi og næmni inn í andlega heiminn og orkuna hans.

Maitreya.

 

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur