Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Núið I

16. ágúst 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Ég er oft spurður um ákveðna hluti sem þið á jörðinni kallið „fortíð," um málefni sem snúa að hlutum  sem hafa fyrir löngu síðan orðið að fortíð - eins og þið þekkið það. Ég forðast oft að svara þessum spurningum vegna þess að þær eiga við eitthvað sem var og er liðið. Það er tilgangur meistaranna að kenna mannfólkinu að lifa í núinu, ekki hugsa um fortíðina, eða framtíðina eins og þið á jörðinni þekkið það. Núið er allt sem er.

Ef þið lifið ekki í núinu, þá eruð þið ekki að upplifa augnablikið. Einn af skjólstæðingum miðilsins míns sagði að hún ætti erfitt með að skilja núið. Margaret útskýrði fyrir henni að hún dveldi í núinu, hún dveldi ekki í fortíðinni vegna þess hún er liðin og búin og að hún gerði áætlanir fyrir framtíðina. Skjólstæðingurinn sagði að ef Margaret gerði áætlanir fyrir framtíðina, þá væri hún vissulega ekki í núinu. Þetta var mjög góð spurning sem þarfnast útskýringar.

Margaret dvelur í núinu. Við höfum þjálfað hana í því. Eigi að síður leyfir hún ekki þeim tækifærum sem koma til hennar að renna sér úr greipum. Hún fékk eitt af þessum tækifærum nýlega þegar henni var boðið ódýrt flugfargjald vegna ferðar hennar síðar á árinu. Hún hefði getað sagt  „Nei, þakka þér fyrir, ég dvel í núinu og ég mun sjá um fargjaldið mitt þegar sá tími kemur," en hún gerði það ekki. Hún leit svo á að afslátturinn á flugfarinu væri blessun frá andlega heiminum og tók við honum.

Með því að lifa í núinu þá leyfið þið blessun að koma til ykkar. Þið fylgið innsæinu ykkar og stefnu sem leiðbeinandi sálar ykkar í þessu lífi gefur sálinni ykkar. Margaret dvelur í núinu, en hún hlustar líka á innri rödd sem hún veit (eftir að hafa hlustað á hana í meira 20 ár) að hefur aldrei rangt fyrir sér og vill aðeins hjálpa henni. Fyrir mörgum árum síðan sagði þessi rödd henni að innan sex mánaða, myndi hún ferðast aftur til Bandaríkjanna og Englands. Þegar hún heyrði þetta, fór hún að undirbúa sig undir ferðina. Allt gekk upp vegna þess að það átti að verða - jafnvel afsláttur á ferðina hennar. Hún hafði ekki áhyggjur af neinu, hún bjó sig undir að allt myndi ganga upp og þannig var það.

Að vera í núinu er eini staðurinn til þess að vera á vegna þess að þá dvelur maður í augnablikinu. Jafnvel orðin sem  ég skrifaði fyrir nokkrum setningum síðan eru liðin. Með því að lifa í núinu þá er maður einungis meðvitaður um það augnablik. Ekkert annað skiptir máli. Það krefst mikillar þjálfunar að breyta gömlum skilyrðingum um að lifa í fortíðinni, eða hafa áhyggjur af framtíðinni. Þegar þið byrjið að breyta hugsunarhætti ykkar og samþykkja núið, þá getur ekkert farið úrskeiðis vegna þess að þið leyfið áætlunum ykkar að koma til ykkar. Það er ekki erfitt. Þið eruð bara í núinu - í augnablikinu - án ótta, án áhyggja, efa, öfundar, græðgi, eða annarra tilfinninga. Þið upplifið bara núið í allri sinni dýrð. Það er hin fullkomna upplifun.


Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur