Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Hlustið á náttúruna

 

10. nóvember 2001

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Það er svo margt fallegt í heiminum. Já, mannfólkið hefur breytt ásýnd jarðarinnar í gegnum tíðina. Það hefur náttúran gert líka. Ef þið gefið ykkur tíma til þess að fara út í náttúruna, þá munið þið sjá dásamlega sýn. Það er mjög lítið talað um dýrin, fuglana, trén og  blómin í heiminum. En það er þarna og það er með ykkur mannfólkinu. Þið þarfnist trjánna jafn mikið og súrefnisins í andrúmsloftinu. Hversu margir gefa sér tíma til þess að fara út og heyra í fuglunum syngja í trjánum, eða sitja í regnskógum og hlusta á hljóðin í náttúrunni.  

Hljóðin í náttúrunni eru mjög mikilvægt fyrir ykkur, sérstaklega ef þið upplifið mikla streitu í lífinu. Það er vegna þess að hljóðin í náttúrunni róa órólega sál og huga. Hvort sem þið veljið að fara út í náttúruna sjálfa, eða kaupið diska með náttúruhljóðum. Þið þarfnist þessarar orku. Það er þekkt sem dívuríki og það er jafn mikilvægt fyrir líf ykkar eins og loftið sem þið andið að ykkur. Náttúran gefur jafnvægi sem er svo mikilvægt fyrir allar sálir. Ég heyri svo oft, orðin: "Ég er stressuð/aður" "Ég er uppgefin/n" "Ég þarfnast hvíldar." Í leit sinni að auðveldara lífi hefur fólk skapað sér meiri streitu en það gerir sér grein fyrir. Vélarnar sem vinna störfin fyrir ykkur gefa ykkur ekki meiri tíma, þær taka meiri tíma, en þið takið ekki eftir því.

Þegar þið verðið stressuð, þá geta hljóð og vettvangur náttúrunnar hjálpað ykkur að róa sálina. Gefið ykkur tíma til þess að sitja úti og hlusta á hljóðin, fuglasönginn, skrjáfið í trjánum og ef það er mögulegt, að ganga í náttúrunni. Heimsækið skóga og vötn, og andið orku náttúrunnar inn. Einn dagur í náttúrunni er meira virði fyrir sálina en þið munið nokkurn tíman gera ykkur grein fyrir. Dívuríkið er hérna til þess að þjóna ykkur, þær vita tilgang sinni í tröppugangi lífsins og þær eru að bíða eftir að fá að aðstoða ykkur við að finna frið og ró í mjög streituvaldandi heimi. Jafnvel regnhljóðin á þakinu geta verið róandi fyrir sálina. Hlustaðu á heiminn sem er fyrir utan þinn heim, hann er þarna og hann getur hjálpað þér að heila þig ef þú vilt.

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 


Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur