Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Jarðarnám

 

Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Hinn guðlegi andi gaf sálum frjálsan vilja, það er ekki hægt að stjórna sál, hún þarf að hafa val. En því miður getur ákvörðun hindrað sálarþroska og það ásamt sjálfi mannkyns haldið sálum í hringrás endurfæðinga. Á endanum mun sálin snúa sér að meistara til þess að biðja um aðstoð.

Þið eruð öll einstök, hvers vegna? Vegna þess að þið hafið kosið endurfæðingu til þess að vinna ykkur í gegnum lexíur og verkefni sem þið eigið eftir að gera. Sumir sem koma heim með ólærðar lexíur velja að fara EKKI aftur til jarðarinnar. Hvað gerist hjá þessum sálum? Það eru margar víddir í  okkar heimi, margar leiðir til að ná meistarastigi, ef þið viljið kalla það því nafni. Þegar þið eruð komin heim og hafið lært það sem þið þurftuð að læra og hafið tekist á við vandamál ykkar, þá hækkið þið í tíðni og vídd. Þetta gefur ykkur aðgang að öðrum víddum, æðri menntun, viðræðum við meistara og þess háttar. Ef þið snúið aftur heim og hafið ekkert lært, eða eruð með vandamál sem þið hafið ekki tekist á við þá getið þið ekki fengið aðgang að hærri víddum og hafið takmarkaða getu til að fara á milli vídda! Það væri hægt að segja að þetta sé ósanngjarnt, en hvernig getur maður skilið æðra þekkingu ef maður er enn í lágri orkutíðni? Þið getið ekki skilið æðri þekkingu og meistara fræðslu ef þið hafið ekki náð hærra vitundarstigi.

Þeir sem uppgötva að þeir hafa ekkert lært upplifa bæði sorg og jafnvel áfall þegar þeir koma heim og það er ekki auðvelt. Það er svo dapurlegt að sjá það. Þeir geta oftast nær ekki beðið eftir því að geta snúið aftur til jarðarinnar til þess að reyna aftur! Hinn guðlegi andi gaf sálum frjálsan vilja, það er ekki hægt að stjórna sál, þær þurfa að hafa val. Því miður getur ákvörðun hindrað sálarþroska og það ásamt sjálfi mannkyns haldið sálum í hringrás endurfæðinga. Á endanum kemur sálin til meistaranna og biður um aðstoð og það er þá sem við komum til að hjálpa ykkur að halda áfram vitundarlega / tíðnilega. Leiðin verður erfiðari þegar við grípum inn í með hjálpina vegna þess að við finnum ekki tilfinningar og erum þar með ekki undir áhrifum tilfinninga líkamans. Það er markmið og ásetningur okkar að koma ykkur áfram, þið veljið hvernig þið gerið það en við sjáum um að þið gerið það. Það er miklu betra að reyna að halda áfram í lífinu en hlaupast á brott, eða horfa fram hjá því sem þarf til að læra. Það kemur að því að sálin þarf ekki lengur að endurfæðast, þegar náminu á jörðinni er lokið þá byrjar andlega námið í okkar heimi. Þegar þið hafið náð þeim áfanga gefur það meira frelsi og nám er gleði. Vegna þess að í andlega heiminum er ekkert sjálf sem heldur aftur af ykkur með lygum sínum, afsökunum, ótta, efasemdum og öðrum tilfinningum, þið eruð frjáls!

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur