Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Myndir af meisturunum

 

21. desember 2002

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Deilur hafa risið um myndir sem hafa verið málaðar af hinum ýmsu listamönnum af mér og öðrum meisturum. Þær eru mismunandi og þar sem nemandi spurði mig, "hver þeirra er rétt?" Get ég sagt ykkur að þær eru allar réttar. Sjáið til, við erum hrein orka, vitund, við höfum ekki form, eða líkamlegt útlit. Við getum skapað með huganum í andlega heiminum og hver sál sér okkur eins og þær ímynda sér að við séum. Til dæmis ef þær telja að við séum eins og Jesú þá sjá þær okkur þannig. Sérhver sál skapar sinn eigin veruleika. Í gegnum tíðina hefur mörgum sálum fundist nauðsynlegt að mála andlitsmyndir af okkur. Þær hafa annað hvort séð okkur sem sýnir, eða í draumum og hafa haft þörf fyrir að mála þessar myndir. Það hvernig þær sjá okkur er eins og þær ímynda sér að við séum. Já, þær mála það sem þær sjá eða skynja, en það er það sem þær sjá með sinni innri sýn sem þær búa til. Það er ástæðan fyrir því að myndirnar eru svona ólíkar. Þessar myndir eru málaðar út frá því sem málarinn fókusar á, sumir sálir þurfa að hafa efnislegar myndir til þess að fara eftir, það hjálpar þeim við lærdóminn og andlega vinnu. Aðrar þurfa þess ekki. Þær sálir sem þurfa þess munu nýta sér myndir eftir ákveðna listamenn.  

Það er engin raunveruleg mynd, eða málverk til af okkur, vegna þess að við erum ljós, vitund eins og ég sagði áður. Hins vegar, orkan okkar er lifandi, mjög lifandi, og það eina sem þið þurfið að gera er að kalla á þá orku og við munum vera með ykkur. Þið eruð aldrei ein. Ef þið dragist að ákveðnu  málverki,  teikningu eða mynd, ekki hafa áhyggjur af því þó einhver annar dragist að því sem einhver annar hefur teiknað, eða málað. Í hjarta sínu mun sérhver sál finna samhljóm með sínum meistara. Það kemur að því að sálin er tilbúin til þess að halda áfram andlegri þróun og þegar það augnabliki rennur upp, þá byrjar hún að vinna með meistara sínum eða meisturum. Við reynum þá að fræða og leiða sálina inn í hærri tíðni. Aðeins tvær af hverjum hundrað sem hefja ferðina ljúka henni.

Leiðin er erfið, torveld og mörgum tekst ekki að berjast við sjálfið, en það verður minna um blekkingar í lífinu fyrir þá sem ná því.  Það er gott að hafa mynd eða málverk fyrir framan sig til þess að einbeita sér að orku meistara, það getur vissulega hjálpað. Maður á samt ekki að tilbiðja hana, hún er aðeins til þess að leggja áherslu á að aðstoða sál þegar hún þarf þess með.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur