Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 


Að miðla fyrir meistara

 


Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Í gegnum miðilinn minn hefur mér orðið það ljóst að fólk hefur áhuga á því að vita hvað þarf til þess að geta miðlað fyrir meistara. Ég vildi geta sagt: „Það gerist bara sjálfkrafa", en svo auðvelt er það ekki. Sál fæðist til þess að gerast miðill. Sálir ákveða að vinna með meisturum, eða einum ákveðnum meistara áður en þær fæðast.

Það þarf að vinna mikið með fyrirhugaðan miðil áður en við getum unnið með honum. Ég hef oft verið spurður að því, af hverju ég hafi ekki látið miðilinn minn vita, fyrr en árið 1992, að ég væri að miðla í gegnum hana. Það mátti ekki gera það opinbert fyrr en hún hafði náð að klára fyrsta andlega þroskastigið. Fyrsta stigið tók sjö jarðar ár. Á því tímabili prófuðum við hana á marga vegu til þess að sjá hversu sterk og ákveðin hún væri. Hún þurfti að ganga í gegnum margar breytingar í jarðlífinu bæði andlegar og líkamlegar. Hún skynjaði upplifanir sem hún skildi ekki og voru að valda henni ótta. Henni voru sýndar dökku hliðar jarðarinnar til þess að sjá hvort það myndi hafa áhrif á hana. Það var á þessu tímabili sem hún lærði að miðla og meistarinn Hilarion hjálpaði henni, í gegnum það. Hún sá líka fólk frá öllum hliðum mannlífsins og sumir voru viðskiptavinir hennar. Þetta var til þess að sjá hvernig hún myndi bregðast við mismunandi aðstæðum og fólki.

Næstu sjö árin á þróunarleið hennar snérust um að sameinast mér og læra hvernig hún átti að hækka tíðnina til þess að tengjast mér og almættinu. Settar voru upp aðstæður þar sem hún þurfti að takast á við sinn versta ótta, þar sem hún gat ekki hlaupið í burtu. Prófin urðu æsileg, í þetta sinn tengdust þau fjármálum til þess að sjá hvernig hún myndi bregðast við í tengslum við þau og hvernig henni gengi að vinna sér inn peninga fyrir málefnið.

Öllum steinunum var velt, henni var ýtt, hún var dregin, hún var reynd og prófuð og að lokum náði hún að útskrifast þegar hún var með opinbera miðlun innan veggja Sameinuðu þjóðanna, í júní 1999.

Síðastliðin ár hafa farið í að undirbúa hana fyrir framtíðina þar sem hún mun vinna með mér á opinberum vettvangi. Hún er næstum því tilbúin. Hún hefur þurft að læra að segja „nei,“ að sleppa öllum tengingum við tilfinninga líkamann, þannig að hún haldi aðskildu og óhlutdrægu sjónarmiði, án tilfinningasemi. Það hefur tekið sinn toll á líkama hennar að taka við orkunni minni. Ímyndið ykkur að taka inn hundrað þúsund volta rafmagn. Þannig er það þegar orkan mín fer í gegnum líkama hennar. Að sjálfsögðu er þetta yndislegt fyrir þá sem eru í návist hennar og finna fyrir orkunni. Með minni aðstoð losar hún einnig um neikvæða orku þeirra sem hún talar við í gegnum kennslu og lestur. Margir spyrja, „ af hverju er þetta svona?" Meistari myndi örugglega ekki leyfa ykkur að þjást svona þegar þið takið við þessari neikvæðu orku. "Við höfum ekkert val, vegna þess að margar sálir myndu ekki ná andlegum þroska nema þessi neikvæða orka sé hreinsuð. Þetta er ákveðið form af stigmata og þeir sem taka þessa orku yfir eru að veita frábæra þjónustu við sálir sem ná ekki losa þetta út sjálfar. Miðilinn minn er staðgengill, hún tekur neikvæða orku af öðrum til þess að leyfa ljósinu að skína og til þess ​​að aðstoða þau við að hækka tíðnina sína. Það eru einungis ákveðnir miðlar sem gera þetta og þeir vinna sér inn mikið af jákvæðu karma.

Þau sem fara í gegnum þessa tuttugu ára þróun og þrengingar uppskera í lok reynslu tímans. Hins vegar kemur umbunin ekki fyrr en í lok tímabilsins.

Núna vitið þið sem hafið verið að velta því fyrir ykkur hvernig það er að vera miðill fyrir mig hvernig það er. Leiðin að því að miðla fyrir meistara er brött, hlykkjótt og afar erfið. Við verðum að vera vægðarlaus í þjálfuninni. Sálin þarf líka að læra að hætta að fara að sínum vilja og hlusta á okkar vilja. Mörgum sálum finnst þetta vera það erfiðasta. Vegna þess að sjálfið þeirra vill ekki sleppa.

Þetta er það sem felst í því að vera miðill. Það er engin glamúr eða dýrðarljómi, bara mikil vinna og próf. Samt getur verið svo mikið ljós í heiminum þegar lokaáfanganum hefur verið náð. Hversu mörg ykkar eruð tilbúin að fara þessa leið?Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim


Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur