Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Megin lífslexían


Skilaboð frá Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

Mörg trúarbrögð heimsins halda því fram að maður eigi að elska alla, það er ekkert athugavert við þá staðhæfingu. Eigi að síður, þarf maður að læra að elska sjálfan sig áður en maður getur elskað aðra. Svo mörg ykkar hatið ykkur sjálf, svo mörg ykkar líkar ekki við hver þau eru. Af hverju er það?

Það er tilkomið vegna margra vandamála. Oft er rótin að því fyrri lífa reynsla sem liggur djúpt í undirvitundinni. Þið haldið áfram að draga að ykkur sömu aðstæður aftur og aftur þangað til orkan hefur verið losuð út. Það er eins og að þið hlaupið í hringi og pískið ykkur áfram. Þið segið, „af hverju held ég áfram að lenda í því sama?“ „Af hverju held ég áfram að draga að mér sömu manngerðina?“ Það er vegna þess að þið lifið lífinu að miklu leiti í fyrri lífa orku og í þeirri orku eru tilfinningar frá svo mörgum lífum. Það sem þið hafið aldrei tjáð, eða hreinsað út, er grafið djúpt innra með sálinni og bíður þess að vera losað út. Það gerist þegar þið á endanum gerið ykkur grein fyrir því að þið viljið láta það fara. Sumt af því er grafið svo djúpt að þið hafið enga hugmynd um að það sé þarna. Það er einungis orkan sem þið þekkið sem Guð sem getur hjálpað ykkur að losa þessa orku út þannig að þið getið haldið áfram. Þessi reynsla er eins og lög á lauk og það eru mörg lög. Hvert lag er eins og opið sár og þegar það hefur verið fjarlægt þá tekur það jarðar tíma að gróa og jafna sig áður en hægt er að fjarlægja næsta lag.

Þessi lög af staðnaðri orku stoppa orkuflæði guðlegs kærleika frá skaparanum, það er eins og að vera á jörðinni án sólar. Það er ekkert ljós án sólarinnar og án ljóss er myrkur. Þessi ást er sú ást sem nærir ykkur og aðstoðar við að leysa upp fyrri lífa orku. Þessi fyrri lífa orka hindrar ykkur líka í að upplifa ástina. Það er ekki fyrr en maður hefur fjarlægt lögin í lauknum sem maður getur farið að elska sjálfan sig í raun og veru. Þegar ljósið snertir myrkrið þá er ofurvarlega hægt að upplifa ástina. Leitaðu ekki út fyrir sjálfa/n þig að ást, byrjaðu frekar á því að elska sjálfa/n þig. Þegar þú getur gert það, þá fyrst getur þú farið að elskað aðra í raun og veru.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur