Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Litir II

 

14. júlí 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy


Þið vitið ekki hversu mikilvægir litir eru í lífinu ykkar - bara það að hafa persónulegan lit ykkar í kringum ykkur lyftir ekki bara sálinni heldur hjálpar það ykkur líka að þroskast andlega. Hvernig vitið þið hver persónulegur litur ykkar er? Sumar sálir hafa aðeins einn ákveðin lit, aðrar hafa fleiri en einn. Það er ekki óalgengt að sál hafi þrjá eða fjóra persónulega liti. Persónulegur litur ykkar er sá litur sem ykkur þykir þægilegastur. 

Margir sálir hafa tilhneigingu til þess að kaupa aðeins uppáhalds litinn sinn, en það getur hjálpað ykkur með ótrúlegum hætti að umkringja ykkur með orku ykkar eigin lits. Litageislar eru hannaðir til þess að lyfta andanum, aðstoða ykkur við að þroskast og blása nýju lífi í ykkur. Að hafa þá í kringum ykkur getur gert svo mikið til þess að hjálpa ykkur á ykkar andlega ferðalagi. Settu litina sem þér líkar allt í kringum þig og þú munt taka eftir breytingum í lífi þínu. Þú verður meðvitaðri.

Ljós og orka síast inn í þessa liti og þeir gera það sama við ykkur og blóm og tré í náttúrunni.  Það eru margar leiðir til þess að nota liti í kringum ykkur. Gerðu tilraunir. Leyfðu litnum að tala til þín og segja þér hvar hann vill vera. Eyddu meiri tíma með litum og þér fer að líða öðruvísi.  Þeir geta verið heilandi, upplífgandi og þeir geta aukið innsæi.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur