Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Litir I

 

12. júlí 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Þið gerið ykkur ekki grein fyrir hversu mikilvægir litir eru. Ef þið gerðuð það, þá mynduð þið vera í fötum sem væru í yndislegum litum.

Sérhver litur hefur tíðnisvið sem eru numin af augu þeirra sem á hann horfa. Vissuð þið að það er meira að segja hægt að hafa áhrif á blinda með litum? Já, þannig er það, þeir „skynja“ litinn. Þeir geta ekki séð hann, en það þýðir ekki að þeir geti ekki skynjað hann! Allir litir hafa tíðni og þeir blindu geta „skynjað“ litinn jafnvel þó að þeir sjái hann ekki.

Rauður litur getur gefið orku, hann getur líka valdið því að reiði komi upp á yfirborðið. Guli liturinn getur hjálpað manneskju í hinu versta þunglyndi - nógu mikið til þess að fá hana til þess að tala. Hann er yndislegasti liturinn til þess. Litirnir sem þú velur og sem þú ert í verða loftvog sálar þinnar. Fyrir þá sem klæðast svörtu, þetta er ekki vondur litur. Hann er hlutlaus, en þegar hann er notaður með öðrum litum t.d. bláum, grænum, eða blágrænum, þá getur hann orðið yndislegur heilunar litur fyrir þá sem bera hann og fyrir þá sem sjá hann. Svarti liturinn bætir aðra liti og gerir þá dýpri, eftirtektarverðari. 

Farðu inn í hjarta þitt og spurðu sjálfa/n þig: „Hvaða lit langar mig virkilega til að klæðast?“ Sama hvaða litur það er, farðu í hann. Ef þú gerir það þá róar þú sálina þína og heilar huga, líkama og sál. Sálin þín veit hvaða lit hún þarfnast, þú þarft bara að hlusta.

Maitreya

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur