Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Lífsleiðin ykkar

 

 

18. september 2004

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Þið haldið að þið séuð alein á lífsleiðinni ykkar á þessari jörð. Samt eruð þið umkringd hundruðum sálna sem hjálpa ykkur á leið ykkar og er svo ofboðslega annt um ykkur. Þið hrópið í örvæntingunni sem þið hafið komið ykkur í, „af hverju gerið þið mér þetta?“ Samt gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að þið komuð ykkur í þetta sjálf.

Allar þjáningar eru vegna vals. Já, mörgum getur fundist þetta vera skelfilegt. „Hvernig getum við valið svona hræðilega lífsreynslu?“ Get ég heyrt ykkur segja. Þið gerið ykkur ekki grein fyrir því að þetta er bara blekking; þetta er aðeins reynsla, þetta er ekki raunverulegt. Þetta LÍTUR ÚT FYRIR að vera raunverulegt og allt sem er á jörðinni lætur það líta þannig út, en það er ekki fyrr en maður hefur hækkað tíðnina og komist út úr jarðar tilverunni að maður getur séð í gegnum blekkinguna. Það er tilfinninga líkami ykkar, óttinn, efasemdirnar, óöryggið og aðrar tilfinningar sem halda ykkur í blekkingunni. Þið haldið að það sem þið lendið í sé raunverulegt en í rauninni er það allt saman blekking og það er ekki fyrr en þið komið heim til okkar, sem þið getið séð í gegnum þá blekkingu. Haldið þið að við njótum þess að horfa á ykkur þjást? Haldið þið að við njótum þess að horfa á þjáningu ykkar og lífsreynslu?  Nei við gerum það ekki, við finnum fyrir öllu sem þið gerið og meira til. Við höfum djúpa samúð með öllum sem upplifa sársauka og þjáningu og við gerum allt sem við getum til að aðstoða með því að gefa heilun og andlegan stuðning til þeirra sem þurfa þess með. Hvert ykkar hefur margar sálir okkar megin blæjunnar sem hjálpa ykkur á erfiðum tímum, sársauka og þjáningar.

Eigi að síður getum við ekki skipt okkur af lífsáætlun ykkar, leiðinni sem þið hafið kosið, já, sem ÞIÐ hafið valið. Engin annar getur verið ásakaður fyrir lífsreynslu ykkar, allt var valið fyrir fæðingu. Þegar þið getið viðurkennt og skilið það þá verður lífið auðveldara, baráttan verður ekki eins hörð og þá kemur inn skilningur á lífinu og áætlun þess. Maður getur ekki á þessu stigi séð í gegnum blekkinguna, en maður hefur skilning á því og það gerir manni kleift að halda áfram að þroskast og sjá í gegnum hana. Kennið engum öðrum um vandamál ykkar í lífinu, ekki gera eins og margir gera að kenna orkunni sem þið þekkið sem Guð um þetta. Þessi orka elskar ykkur, þekkir hverja sál, áætlun þeirra og lífsleið. Þegar þið getið náð stjórn á tilfinninga - og hugarlíkamanum, horft inn á við, þá munið þið finna að öll svörin eru þar, svo sem hvernig, af hverju, hver og hvað. Við elskum ykkur svo mikið, það eruð aftur á móti þið sem hafið oft ekki ást á okkur.

Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur