Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Kjarninn í kennslu MaitreyaÞú ert hérna til þess að verða þinn eigin meistari, til þess að verða sjálfum/sjálfri þér sönn/sannur og að koma þér út úr aðstæðum og hleypa ástinni/kærleikanum inn í hjarta þitt.

Þú átt rétt á að hafa þinn eigin sannleika. Lærðu að tala þinn sannleika hljóðlega og greinilega af kærleika.

Tilgangur lífs þíns er að skoða sjálfa/sjálfan þig og vinna þig í gegnum karmað þitt. Jörðin er bara áfangi í að takast á við lexíur sem þú átt ólærðar.  

Þú einn/ein ákveður hvort aðgerðir þínar hafa farið út fyrir það sem nauðsynlegt er til þess að endurgreiða karma.

Ekki dæma aðra þar sem það stofnar til mikils karma. Slepptu allri gagnrýni og dómum og þú munt halda áfram inn í það andlega og hækka tíðina þína.

Sérhver sál kemur inn í líf þitt sem spegill og kennari. Versti óvinur þinn á jörðinni getur verið besti vinur þinn í andlega heiminum sem hefur komið til þess að hjálpa þér að læra lexíurnar þínar.

Ótti er blekking. Horfist í augu við hann og hann hverfur. Horfist í augu við óttan ykkar og leyfið hamingju og gleði inn í líf ykkar sem þið réttilega eigið skilið.

Aðskildu þig frá tilfinningalíkamanum. Það er ekkert rangt við tilfinningar, bara það sem fylgir þeim.  

Það eru engar tilviljanir, bara reynsla að læra af. Það er ekkert vont í heiminum. Allt er fullkomið og eins og það á að vera.

Það er ekkert sem heitir rétt; það er ekkert sem heitir rangt –  það er bara hvað endurómar fyrir þig. Það er þitt val.

Dökka hliðin á þér er sjálfið, egóið þitt, sem er þinn eigin ótti og óöryggi. Æðra sjálfið þitt þekkir lexíurnar þínar, hvað þú hefur komið með til þess að læra og hvað þarf að gera. Það getur leitt þig að svarinu.

Stjörnuspeki er lykillinn að lífslexíunum þínum. Fæðingarkortið er lífsplanið þitt. Þú velur það áður en þú fæðist og þú velur líka hvort þú munt uppfylla það.

Ótti þinn og efasemdir sem eru fastar í sálarminninu frá fyrri lífum halda aftur af þér á andlegu leiðinni. Losið fyrri lífa orkuna út og losið ykkur svo þið getið orðið ykkar eigin meistarar.

Það er ekki fyrr en það er komið jafnvægi á milli líkama, huga og sálar sem hægt er að finna frið hið innra.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur