Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

KarmaSkilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy


Þú hrópar oft vegna sársauka og þjáningar, "Guð, hvers vegna er þetta að koma fyrir mig? Ég er góð manneskja, hvers vegna þjáist ég?" Ástæðan fyrir þessu og tilgangur lífsins er karma. Það er endurgreiðsla skulda og að taka við því sem aðrir skulda þér.

Frá þeirri stundu sem þú fæddist byrjar þú leiðina í að endurgreiða karma, taka á móti karma og hreinsa akasíu skrána þína. Ef þú getur gert það í þessu lífi, þá fríar þú sjálfa/n þig af hjóli lífsins. Horfðu á mús í búri ýta hjólinu. Þetta ert þú á þínu hjóli lífsins, stöðugt að ýta þér áfram, en kemst aldrei á áfangastað. Öðru hverju getur þú komist burt og fengið hvíld og síðan þarftu að snúa til baka enn á ný, en á meðan þú hefur ekki hreinsað akasíu skrána og náð stjórn á öllum orkulíkömunum, - efnislíkama, hugarlíkama, tilfinningalíkama og andlega líkamanum  -  þá ertu stanslaust á hjólinu í búrinu, endurfæðingu eftir endurfæðingu.

Það er margt andlegt fólk í dag, sem hefur yndislega andlega hæfileika og eru dásamlegir heilarar eða ljósberar fyrir okkur í andlega heiminum, en þeir hafa ekki ennþá náð stjórn á orkulíkömum sínum. Þeir geta ekki haldið áfram á hærra stig fyrr en þeir hafa náð því.

Hvernig nærð þú stjórn á orkulíkömunum? Leyfðu okkur að byrja á byrjuninni, á efnislíkamanum. Það þarf að ná stjórn á löngunum þess efnislega, vegna þess að það þarf að ná jafnvægi í öllum orkulíkömunum. Langanir í mat, gengdarlaus græðgi – allar langanir holdsins þarf að ná stjórn á ef maður ætlar að hafa stjórn á efnislíkamanum. Sérhver orkulíkami hefur sjálf og æðra sjálf og maður verður að höndla æðra sjálfið í þeim öllum.

Í hugarlíkamanum, verður maður að læra að hafa stjórn á hugsunum sínum - öllum hugsunum. Ef maður hefur neikvæða hugsun um eitthvað, þá getur maður ekki stjórnað hugarlíkamanum. Mundu að það eru hugsanir sem skapa. Það sem þú hugsar, munt þú skapa þegar þú hefur hækkað tíðina, svo að hafa stjórn á hugarlíkamanum er það sem skiptir mestu máli.

Að ná stjórn á tilfinninga líkamanum er næsta skref, ekki leyfa tilfinninga líkama þínum að fara úr böndunum. Mörg ykkar á jörðinni taka því sem sagt er við ykkur persónulega og farið í uppnám yfir litlu. Þetta skapar stíflur í hjartastöðinni og ójafnvægi í tilfinninga líkamanum.

Loks er það stjórnin á andlega líkamanum. Maður verður að læra að nota þennan líkama skynsamlega, að nota sjötta skilningavitið - andlegar gáfur - og alheims orkuna á réttan og viðeigandi hátt. Þegar þú hefur náð því, þá er hægt að eiga samskipti við æðri mátt og þekkja þann frið sem er ofar öllum skilningi.

Leiðin við að ná stjórn á lægra sjálfinu í öllum orkulíkömunum er langt og erfitt verkefni. Það mun ekki gerast á einni nóttu og mun að minnsta kosti taka 10-15 jarðarár.  Allskyns próf eru sett fyrir þig. Tilgangur allra endurfæðinga er að losa þig við þær takmarkanir sem þú hefur komið fyrir í orkulíkömunum þínum. Eigi að síður þegar þú kemur aftur til jarðarinnar í annað líf, þá tekur sjálfið stjórnina aftur og baráttan milli sjálfsins og æðra sjálfins hefst. Mörg líf líða hjá áður en stjórninni er náð á orkulíkömunum. Stundum sárbæna sálir um hjálp til þess að losa sig við takmarkanir sínar og biðja karmaráðið um aðstoð. Kennari eða heilari er þá fundinn til þess að hjálpa þeim og ráðstafanir eru gerðar til þess að vinna með þeim í lífinu.

Á þessum tímum bíða tækifæri fyrir margar sálir á jörðinni til þess að læra að losa sig við takmarkanir orkulíkamanna. Fótónuorkan - Krist sálin í þeirri orku - er að skapa þessi tækifæri. Þar sem kraftur ljóssins er, þar er einnig vald myrkursins.

Myrkrið er sjálf allra orkulíkamanna þinna. Það vill ekki sleppa. Það mun skapa ótta, blekkingar, efa, óöryggi og skort á sjálfstrausti. Það mun halda aftur af þér vegna þess að það vill ekki sleppa. Hvers vegna ætti það að gera það? Það hefur haft lausan tauminn í mörg þúsund lífum. Blekking er það versta sem sjálfið mun skapa. Það getur skapað aðstæður sem fá þig til þess að trúa einhverju sem er algerlega ósatt. Æðra sjálfið, veit þó sannleikann. Það hefur engar neikvæðar hugsanir eða tilfinningar. Það bara ER. Það er "Ég ER" í öllu. Þegar náðst hefur sameining við æðra sjálfið, þá er algjör friður vís. Það eru margir sem telja sig hafa náð stjórn á orkulíkömunum - og telja að þeir hafi stjórn á öllu - en það kemur fram í því sem þeir gera hvort svo er. Ef þeir gagnrýna aðra, ef þeir efast, óttast, dæma aðra, hleypa einhverju neikvæðu inn í líf sitt, þá hafa þeir ekki náð þessu. Jafnvel ein lítil gagnrýni á annan er nóg til þess að stöðva þetta.

Ljósið mun skína út frá líkömum þeirra sem hafa lært að hafa stjórn á orkulíkömunum og hafa farið í gegnum prófin sem hafa verið lögð fyrir þá. Þeir eru við stjórnina á öllu, sem þeir gera.  Kærleikurinn til náungans geislar út úr hjartastöðinni þeirra og þeir eru sannarlega manns og guðs, eða hinn æðsti kraftur.  Þegar þessu hefur verið náð, þá er hægt að yfirgefa jörðina í eitt skipti fyrir öll.

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur