Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Sá hluti sem vantar í upplýsingar um innsæi

Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

Ef þú ert hefur gott innsæi og átt það til að fá skýr skilaboð úr okkar heimi, eða þú heimsækir miðil eða channel til að fá lestur, þá er það oft þannig að þú færð ekki þær upplýsingar sem þú þarfnast? Hvers vegna er þetta? Það getur verið vegna þess að ef þú myndir vita útkomuna í aðstæðum eða fá svar við vandamáli, þá gæti sá hluti af þér sem er sjálfið skemmt útkomuna og eyðilagt niðurstöðuna fyrir þér.

Það er ekkert rangt við það, nema ef þú vissir svarið, þá myndi það ekki verða að veruleika, vegna þess að sjálfið myndi skapa blokkeringar eða vandamál til að stöðva útkomuna á því sem væri ætlað að verða. Við getum ekki leyft því að gerast, sérstaklega ef þú hefur eitthvað mikilvægt að gera, eða að læra af.

Allir geta fengið svör við framtíð sinni, það er mögulegt í stjörnukortinu þínu eða í Sólar endurkomu kortinu þínu. Þrátt fyrir að upplýsingarnar séu þarna, þá gefa þær þér ekki svar um hvenær, hvernig eða hvers vegna, það gefur þér bara upp möguleikana sem eru í boði fyrir þig. Til dæmis ef þú vilt selja húsnæðið þitt og því er ekki ætlað að gerast samkvæmt stjörnukortinu, þá mun verða erfitt að selja. Ef þér er ætlað að læra lexíu af sölunni og það er rétti tíminn til að selja, þá gæti þér verið neitað um upplýsingar um þetta vegna þess að ef þú hefur upplýsingar, þá gæti sjálfið, sem það mun líklega gera, valda skemmdarverkum á sölunni. Best er að ekki vita um húsið! Ekki ásaka okkur fyrir skort á upplýsingum, eða ásaka miðilinn / channel, þetta er þér í hag. Þú stillir upp aðstæðunum áður en þú fæddist. Þeir segja á jörðinni, þolinmæði er dyggð, og það er það. Aðstæður eins og þessar munu einnig hjálpa þér við að læra þolinmæði!

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur